Tenerife ekkert öðruvísi en aðrir staðir þar sem einstaka smit hafa greinst Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 12:15 Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Ekki þykir ástæða til þess að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar hér á landi eða auka við ferðaviðvaranir enn sem komið er. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari ráðstafana þótt kórónuveiran hafi greinst á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife þar sem sjö Íslendingar eru nú í sóttkví. Alls hafa fjórir greinst með veiruna á hótelinu, ítalskur læknir og kona hans auk tveggja annarra Ítala sem voru á ferðalagi með hjónunum. „Þetta er enn þá einangrað við Ítala sem voru að koma frá Ítalíu og þetta er ekkert farið að dreifast, virðist vera allavega enn sem komið er á Tenerife. Þetta er svo sem búið að vera að poppa upp í öðrum löndum líka og við höfum ekki breytt neinu út af því og Tenerife er ekkert öðruvísi heldur en hin 30 löndin þar sem hafa komið upp einstaka tilfelli,“ segir Rögnvaldur en bætir við að skiljanlega sé áhuginn meiri hér heima vegna þess hversu mikið Íslendingar ferðast til Tenerife. „En gagnvart öllu þá miðast okkar viðbrögð við það sem staðreyndirnar bjóða upp á hverju sinni og þetta er staðan,“ segir Rögnvaldur. Íslendingarnir sem eru í sóttkví á Costa Adeje Palace-hótelinu eru þar í fríi á vegum ferðaskrifstofunnar Vida. Um 800 gestir og 200 starfsmenn hótelsins eru nú í a.m.k. tveggja vikna sóttkví á hótelinu. Íslendingar á Tenerife hafa lýst miklum viðbúnaði við hótelið en lögregla hefur staðið vörð um það og meinað öllum inn- og útgöngu. Alls hafa níu tilfelli kórónuveiru greinst á Spáni. Seint í gærkvöldi greindist fyrsta tilfelli veirunnar í höfuðborginni Madríd. Öll ný smit kórónuveirunnar í Evrópu undanfarna daga er hægt að rekja til Ítalíu. Í gær var greint frá því að kórónuveiran væri komin til Austurríkis, Króatíu og Sviss. Sóttvarnalæknir varar við ástæðulausum ferðalögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu vegna kórónuveirunnar en engar ferðaviðvaranir eru í gildi á Tenerife. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Ekki þykir ástæða til þess að uppfæra viðbragð vegna kórónuveirunnar hér á landi eða auka við ferðaviðvaranir enn sem komið er. Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarðstjóri hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, í samtali við Vísi. Ekki sé ástæða til að grípa til frekari ráðstafana þótt kórónuveiran hafi greinst á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife þar sem sjö Íslendingar eru nú í sóttkví. Alls hafa fjórir greinst með veiruna á hótelinu, ítalskur læknir og kona hans auk tveggja annarra Ítala sem voru á ferðalagi með hjónunum. „Þetta er enn þá einangrað við Ítala sem voru að koma frá Ítalíu og þetta er ekkert farið að dreifast, virðist vera allavega enn sem komið er á Tenerife. Þetta er svo sem búið að vera að poppa upp í öðrum löndum líka og við höfum ekki breytt neinu út af því og Tenerife er ekkert öðruvísi heldur en hin 30 löndin þar sem hafa komið upp einstaka tilfelli,“ segir Rögnvaldur en bætir við að skiljanlega sé áhuginn meiri hér heima vegna þess hversu mikið Íslendingar ferðast til Tenerife. „En gagnvart öllu þá miðast okkar viðbrögð við það sem staðreyndirnar bjóða upp á hverju sinni og þetta er staðan,“ segir Rögnvaldur. Íslendingarnir sem eru í sóttkví á Costa Adeje Palace-hótelinu eru þar í fríi á vegum ferðaskrifstofunnar Vida. Um 800 gestir og 200 starfsmenn hótelsins eru nú í a.m.k. tveggja vikna sóttkví á hótelinu. Íslendingar á Tenerife hafa lýst miklum viðbúnaði við hótelið en lögregla hefur staðið vörð um það og meinað öllum inn- og útgöngu. Alls hafa níu tilfelli kórónuveiru greinst á Spáni. Seint í gærkvöldi greindist fyrsta tilfelli veirunnar í höfuðborginni Madríd. Öll ný smit kórónuveirunnar í Evrópu undanfarna daga er hægt að rekja til Ítalíu. Í gær var greint frá því að kórónuveiran væri komin til Austurríkis, Króatíu og Sviss. Sóttvarnalæknir varar við ástæðulausum ferðalögum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu vegna kórónuveirunnar en engar ferðaviðvaranir eru í gildi á Tenerife.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. 26. febrúar 2020 11:32
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Tveir til viðbótar smitaðir á hótelinu á Tenerife Tvö kórónuveirusmit til viðbótar hafa verið staðfest meðal gesta á Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife. 26. febrúar 2020 08:30