Fleiri Íslendingar gætu þurft að fara í sóttkví á næstunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 26. febrúar 2020 11:32 Þessum gámi hefur verið komið upp við Landspítalann í Fossvogi. Þangað færi einstaklingur sem mögulega væri smitaður af kórónuveirunni. vísir/vilhelm Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira
Fleiri Íslendingar þurfa mögulega að fara í sóttkví vegna kórónuveirunnar á næstunni. Veiran hefur breiðst hratt út síðustu daga og telur sérfræðingur í smitsjúkdómum frekar líklegt að kórónuveiran komi til með að greinast hér á landi. „Eins og hefur komið fram í fréttum þá er veiran að berast nokkuð hratt út á ákveðnum svæðum í Evrópu og við þurfum að miða þá okkar áhættumat og okkar aðgerðir og viðbrögð við það eins og hefur komið fram hjá sóttvarnarlækni og almannavörnum. Þannig að skilgreining á líklegum tilfellum er þá hérna tekin til endurskoðunar. Það þýðir þá það að fleiri einstaklingar þurfa mögulega að fara í sóttkví svona í ljósi þess að það eru ansi margir Íslendingar sem að hafa tengsl við þessi svæði,“ segir Magnús Gottfreðsson sérfræðingur í smitsjúkdómum. Þá segir hann mikilvægt að hafa í huga að flestir sem veikjast verða ekkert meira veikir en af venjulegri flensu. „Í langflestum tilfellum eru þetta væg veikindi og kalla í sjálfu sér ekki á neinar sérstakar ráðstafanir svona hvað varðar heilbrigðiskerfið. Fólk í væntanlega svona 80% tilvika fær einkenni sem eru áþekk inflúensu, jafnvel vægari og þau ganga síðan bara yfir án frekari meðferðar ef fólk fer bara vel með sig og fer eftir þessum almennu leiðbeiningum um hreinlæti og fer ekki mikið á meðal fólks meðan það er veikt,“ segir Magnús. Mikið mun mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi „Hins vegar er það þessi hópur sem að við höfum meiri áhyggjur af. Það er eldra fólk og þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma sem að eiga í meiri erfiðleikum með að losa sig við veiruna og fá heiftarlegri einkenni stundum og geta fengið lungnabólgu og þurfa þá meiri aðhlynningu og meðferð. Það eru svona kannski 15% samkvæmt þeim tölum sem við höfum séð og þetta er svolítið breytilegt eftir löndum,“ segir Magnús. Þá telur hann miklar líkur á því að kórónuveiran komi til með að greinast á Íslandi. Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómum, minnir á að flestir sem veikist af flensunni verði ekki meira veikir en af venjulegri flensu.Vísir/Sigurjón „Mér finnst það svona frekar líklegt já, í ljósi síðustu atburða og ef maður fylgist bara með þróuninni í Evrópu og í heiminum þá tel ég að það sé fremur líklegt að það gerist. Við erum jú sítengd við umheiminn og Íslendingar ferðast mikið og víða og hingað koma ansi margir ferðamenn þannig við höfum í sjálfu sér ekki skjól af þessari fjarlægð að vera hér í Norður-Atlantshafi, ekki lengur,“ segir Magnús. Hann segir mikið koma til með að mæða á heilsugæslunni ef kórónuveiran greinist hér á landi. Mikilvægt sé því að reyna að koma í veg fyrir smit. „Það gerum við með því að huga að hreinlæti. Það er handþvottur, það er að halda ákveðinni fjarlægð, forðast þessi óþarfa handabönd og faðmlög, nota klúta þegar við erum að hnerra eða hósta. Síðan þurfum við auðvitað að treysta því að þeir sem að hafa hugsanlega verið útsettir og samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis eiga að fara í sóttkví að þeir fylgi þeim tilmælum,“ segir Magnús. Fjögur héruð á Ítalíu skilgreind sem hættusvæði Að því er fram kemur á vefsíðu landlæknis ráðleggur sóttvarnalæknir gegn ónauðsynlegum ferðum til Lombardíu, Venetó, Emilía Rómanja og Píemonte á Ítalíu sem skilgreind eru sem hættusvæði vegna veirunnar. Þeim sem dvalið hafa á þessum svæðum á undanförnum dögum og eru komnir til landsins eða eru að koma til landsins er ráðlagt að halda sig heima í 14 daga í varúðarskyni. Þá hafa fjórir einstaklingar greinst með veiruna á hótelinu Costa Adeje Palace á Tenerife og eru sjö Íslendingar þar í sóttkví. Sóttvarnalæknir ráðleggur þeim sem dvalið hafa á hótelinu undanfarnar tvær vikur að halda sig heima 14 daga í varúðarskyni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Fleiri fréttir Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Sjá meira