Plácido Domingo biður konur afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 25. febrúar 2020 14:09 Plácido Domingo á flugvellinum í Madríd í desember síðastliðinn. Getty Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa „valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Domingo lét af embætti sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles á síðasta ári eftir að fjölmargar konur ásökuðu hann um ósæmilegt athæfi. Alls hafa nú tuttugu konur nú sakað söngvarann um kynferðislega áreitni, en hann hefur hafnað ásökununum að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég virði það að þessar konur hafi loks treyst sér til að tjá sig opinberlega um málið,“ segir í yfirlýsingu frá Domingo. „Ég vil að þær viti að mér þykir miður að hafa valdið þeim sársauka. Ég viðurkenni ábyrgð gjörða minna, og ég hef vaxið vegna þessarar reynslu.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar rannsóknar bandarísk stéttarfélags óperusöngkvenna, en kvartanir höfðu borist stéttarfélaginu vegna hegðunar Domingo. Fyrst var greint frá ásökununum á hendur Domingo í ágúst síðastliðinn en atvikin sem um ræðir eiga að ná aftur til níunda áratugarins. Segir í niðurstöðukafla rannsóknarteymis stéttarfélagsins að Domingo hafi ítrekað þrýst á söngkonur til kynferðislegs samneytis og skert atvinnumöguleika þeirra sem höfnuðu honum. Hinn 79 ára Domingo er einn af vinsælustu óperusöngvurum sögunnar. Hann hefur verið giftur sópransöngkonunni Marta Ornelas frá árinu 1962. Bandaríkin Spánn MeToo Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar. 3. október 2019 08:39 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Spænski óperusöngvarinn Plácido Domingo hefur beðið fjölda kvenna afsökunar fyrir að hafa „valdið þeim sársauka“, en þær hafa sakað hann um kynferðislega áreitni. Domingo lét af embætti sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles á síðasta ári eftir að fjölmargar konur ásökuðu hann um ósæmilegt athæfi. Alls hafa nú tuttugu konur nú sakað söngvarann um kynferðislega áreitni, en hann hefur hafnað ásökununum að því er fram kemur í frétt BBC. „Ég virði það að þessar konur hafi loks treyst sér til að tjá sig opinberlega um málið,“ segir í yfirlýsingu frá Domingo. „Ég vil að þær viti að mér þykir miður að hafa valdið þeim sársauka. Ég viðurkenni ábyrgð gjörða minna, og ég hef vaxið vegna þessarar reynslu.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar rannsóknar bandarísk stéttarfélags óperusöngkvenna, en kvartanir höfðu borist stéttarfélaginu vegna hegðunar Domingo. Fyrst var greint frá ásökununum á hendur Domingo í ágúst síðastliðinn en atvikin sem um ræðir eiga að ná aftur til níunda áratugarins. Segir í niðurstöðukafla rannsóknarteymis stéttarfélagsins að Domingo hafi ítrekað þrýst á söngkonur til kynferðislegs samneytis og skert atvinnumöguleika þeirra sem höfnuðu honum. Hinn 79 ára Domingo er einn af vinsælustu óperusöngvurum sögunnar. Hann hefur verið giftur sópransöngkonunni Marta Ornelas frá árinu 1962.
Bandaríkin Spánn MeToo Tengdar fréttir Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20 Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar. 3. október 2019 08:39 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Engin málaferli vegna slyss í Breiðamerkurjökli Innlent Fleiri fréttir Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Sjá meira
Fjöldi kvenna segir Placido Domingo hafa herjað á sig Óperussöngvarinn heimsfrægi, Placido Domingo, hefur verið sakaður um margskonar kynferðisbrot gegn að minnsta kosti átta konum. 13. ágúst 2019 08:20
Plácido Domingo hættir í kjölfar ásakana Spænski óperusöngvarinn hefur tilkynnt að hann muni hætta sem framkvæmdastjóri Óperunnar í Los Angeles auk þess að hann komi ekki til með að taka þátt í framtíðaruppsetningum á vegum hennar. 3. október 2019 08:39
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent