„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2020 21:00 Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, er ekki tilbúinn að ræða stöðuna á Ólympíuleikunum í sumar. Getty/ Asahi Shimbun Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sjá meira
Kórónuveiran er þegar farinn að hafa mikil áhrif á íþróttaheiminn, fjölda íþróttaviðburðum hefur verið frestað í Kína og nú síðast hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft bæði að fresta leikjum í ítölsku deildinni sem og láta leiki fara fram fyrir framan luktar dyr. Það er því ekkert skrýtið að sumir hafi áhyggjur af Ólympíuleikunum sem fara fram í Tókýó í Japan í sumar. Ólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 24. júlí til 9. ágúst. Katsunobu Kato, heilbrigðismálaráðherra Japans, ræddi við fjölmiðla í tilefni af stöðunni nú þegar aðeins rúmir fjórar mánuðir eru í að Ólympíuleikarnir eiga að hefjast. Ólympíuleikarnir áttu ekki að vera til umræðu heldur viðbragðsáætlun vegna kórónuveirunnar. Kato var spurður út í ráðstafanir stjórnvalda í Japans vegna kórónuveirunnar, hvort að þau ætluðu að auka eftirlit, gefa fólki tækifæri á að vinna meira að heiman eða gera sérstakar ráðstafanir á sjúkrahúsum. Japanskir blaðamenn nýttu líka tækifærið til að forvitnast um stöðuna á Ólympíuleikunum eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Áhyggjur af áhrifum kórónaveirunnar á ÓL í sumar „Þú nefnir Ólympíuleikanna í Tókýó en við erum að tala um daginn i dag. Ólympíuleikarnir eru í júlí og þetta er ekki rétti tíminn til að ræða aðgerðir vegna þeirra. Það er of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum. Okkar stefna í dag er að gera ráðstafanir vegna stöðunnar í dag og það strax,“ sagði Katsunobu Kato. „Í mörgum tilfellum hafa sýktir aðilar varla smitað neinn í kringum sig. Það eru hins vegar önnur tilfelli þar sem sumir hafa sýkt marga. Í vissum tilfellum er smithætta þegar þú talar við fólk nálægt þér þótt að enginn hósti eða hnerri,“ sagði Kato. Það eru engar áætlanir um að fresta eða aflýsa Ólympíuleikunum en Asscciated Press hefur eftir Dick Pound, meðlimi í Alþjóðaólympíunefndinni, að hann telji það réttast að taka ákvörðun um slíkt innan við þremur mánuðum fyrir leikana.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sjá meira