Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 10:52 Svali segir að þetta hafi verið viðbúið. Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma þangað á ári hverju. „Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
„Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14