Bræðurnir á Bíldsfelli geta ekki hætt að heyja þótt skepnurnar séu farnar Kristján Már Unnarsson skrifar 21. febrúar 2020 23:15 Frá Bíldsfelli 3. Nýbýlið Bíldsbrún sést ofar. Stöð 2/Einar Árnason. Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum: Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Bræðurnir á Bíldsfelli í Grafningi, Árni og Guðmundur Þorvaldssynir, tóku ungir við búrekstrinum af foreldrum sínum en hafa núna báðir hætt skepnuhaldi. Samt halda þeir áfram að heyja túnin. Þeir ræddu um búháttabreytingar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Lengi vel voru þeir saman með félagsbú, bæði kýr og kindur. Svo skiptu þeir búinu; Árni tók við sauðfénu en Guðmundur við kúnum. Guðmundur Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2. Gamli bærinn, Bíldsfell 1, sést fjær.Stöð 2/Einar Árnason. Guðmundur var síðasti kúabóndinn í Grafningi, hætti með nautgripi árið 2018. Árni er reyndar ennþá með nokkrar kindur sem hobbí, segir hann. En hversvegna eru þeir ennþá í umfangsmiklum heyskap? „Ég get ekki haft túnin óslegin,“ svarar Guðmundur og segist heyja í hross fyrir vini og vandamenn. Frá heyskap á túnum Bíldsfells. Hekla og Hestfjall fjær.Stöð 2/Einar Árnason. -Það er eins og það sé engin leið að hætta. „Það er erfitt að hætta. Það er nú staðreynd. Það er erfitt að hætta að vera bóndi. Þetta er lífsstíll líka, þetta er ekki bara atvinna,“ segir Guðmundur. Árni Þorvaldsson, bóndi á Bíldsfelli 2.Stöð 2/Einar Árnason. „Það þarf nú að hreinsa túnin. Þau eru svolítið ljót ef þau eru ekki hreinsuð. Þannig að ég er að heyja fyrst og fremst bara í hross,“ svarar Árni. Þátturinn um Grafning verður endursýndur á Stöð 2 á laugardag kl. 15.45. Hér má sjá kafla úr þættinum:
Grímsnes- og Grafningshreppur Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15 Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45 Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00 Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Sjá meira
Sogsvirkjun á níræðisaldri gæti átt margar aldir eftir Ljósafossvirkjun, sem Kristján tíundi Danakonungur lagði hornstein að fyrir 84 árum, gengur ennþá á fullum afköstum á upprunalegum vélbúnaði. 17. febrúar 2020 22:15
Þetta fer allt saman í eyði hér í Grafningi Hefðbundinn sveitabúskapur hefur verið að víkja fyrir orlofshúsabyggð í Grafningi. "Þetta er náttúrlega allt saman að fara í eyði,“ segir Örn Jónasson, bóndi á Nesjum við Þingvallavatn, í þættinum Um land allt á Stöð 2. 17. febrúar 2020 10:45
Sigrún fjallkóngur segir karlana þora ekki öðru en að vera þægir Fjallkóngur Grafnings, Sigrún Jóna Jónsdóttir, búfræðingur og bóndi á Stóra Hálsi, segist ekki vilja láta kalla sig fjalldrottningu. Hún vill vera fjallkóngur eins og afi sinn. 19. febrúar 2020 21:00