Laun yfirmanna hjá lögreglunni hækkuðu um 48% með samkomulagi Haraldar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. febrúar 2020 18:17 Haraldur Johannessen gerði samkomulagið ekki svo löngu áður en hann lét af embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga. Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira
Föst mánaðarlaun tveggja yfirlögregluþjóna og sjö aðstoðaryfirlögregluþjóna hækkuðu um 48% að meðaltali með samningi sem Haraldur Johannessen, fyrrverandi ríkislögreglustjóri, gerði við umrædda starfsmenn embættisins. Samkomulagið felur jafnframt í sér aukin lífeyrisréttindi. Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar, þingmanns Miðflokksins. Í samtali við fréttastofu í desember sagðist Ólafur vilja vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að stofna til aukinna skuldbindinga fyrir stofnanir á borð við Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, LSR.Sjá einnig: Óskar svara vegna samkomulags ríkislögreglustjóra við tólf stjórnendur hjá embættinu Samkvæmt svari ráðherra fór meðaltal fastra mánaðarlauna fyrir dagvinnu yfir- og aðstoðaryfirlögregluþjóna úr 672 þúsund krónum upp í 986 þúsund krónum með samkomulaginu. Þannig nemur meðaltalshækkun fasts dagvinnukaups 314 þúsund krónum sem gerir 48% hækkun. Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, vildi vita hvaða heimildir forstöðumenn ríkisstofnanna hafi til að taka ákvarðanir sem leiði af sér nýjar fjárhagslegar skuldbindingar.Vísir/Vilhelm Ólafur spurði jafnframt hvort breytt samsetning heildarlauna ríkisstarfsmanna, á borð við þá breytingu sem ríkislögreglustjóri samdi um við umrædda aðstoðar- og yfirlögregluþjóna, leiði til hækkunar lífeyris þeirra í B-deild LSR. Í svari ráðherra segir að hækkun grunnlauna hafi það í för með sér hækkun lífeyris. Falli breytingin hins vegar til innan árs fyrir upphaf lífeyristöku beri launagreiðandi sjálfur ábyrgð á auknum skuldbindingum en ekki lífeyrissjóðurinn. „Gera má ráð fyrir því að þeir starfsmenn sem samkomulagið tekur til hefji lífeyristöku að minnsta kosti ári síðar að einum starfsmanni frátöldum,“ segir í svarinu. Auknar skuldbindingar bitna á ríkissjóði Alls leiðir samkomulag ríkislögreglustjóra til 309 milljóna króna hækkunar lífeyrisskuldbindinga hjá B-deild LSR sem er um 55% hlutfallsleg hækkun. Því til viðbótar ber embætti ríkislögreglustjóra sjálft kostnað upp á 51 milljón og embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum 66 milljónir. „Samningarnir hafa aðeins áhrif á umrædda starfsmenn og þá sem gegnt hafa sama starfi, eða eiga eftir að gegna því, og taka lífeyri samkvæmt svonefndri eftirmannsreglu,“ samkvæmt lögum að því er segir í svarinu, en gildir ekki um aðra. Athygli vekur að hækkun lífeyrisskuldbindinga leiðir ekki til skerðingar á framlögum til embættis ríkislögreglustjóra heldur færist hann sem halli á skuldbindingum B-deildar LSR sem ríkissjóður þarf á endanum að fjármagna. Alls skrifuðu tveir yfirlögregluþjónar og sjö aðstoðaryfirlögregluþjónar undir samkomulagið. Einn aðstoðaryfirlögregluþjónn lét af störfum í lok síðasta árs og ber embætti ríkislögreglustjóra því kostnaðinn af auknum lífeyrisskuldbindingum í því tilfelli. Þá gerði lögreglustjórinn á Suðurnesjum einnig samkomulag við sem lét af störfum vegna aldurs í lok október á síðasta ári og ber embættið kostnað vegna þeirra skuldbindinga.
Alþingi Kjaramál Lífeyrissjóðir Lögreglan Stjórnsýsla Ólögleg hækkun lífeyrisréttinda yfirlögregluþjóna Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Sjá meira