Fjármálaráðherra sakar þingmann á ósamstæðum sokkum um skítkast Heimir Már Pétursson skrifar 20. febrúar 2020 13:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. Þingmaðurinn vildi fá skýringar á mismunandi vöxtum vegna leiðréttinga á greiðslum almannatrygginga. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að mistök hefðu verið gerð við setningu laga um almannatryggingar árið 2016 þegar Bjarni Benediktsson hefði þá einnig verið fjármálaráðherra. Þessi mistök hafi kostað skattgreiðendur 4,8 milljarða og leiðréttingin hundruð milljóna. „Miðað við þetta klúður upp á um 6,1 milljarð og að viðbættum mistökum við búsetuskerðingar, landsréttarmálið og ýmislegt fleira er fyrri spurning mín til ráðherra: Af hverju fara sjálfstæðismenn svona illa með almannafé,“ sagði Björn Leví. Bjarni sagði að honum væri algerlega fyrirmunað að skilja hvernig þingmaðurinn vildi heimafæra frumvarp upp á fjármálaráðherra sem hann hefði ekki lagt fram en hafi verið samþykkt samhljóða á Alþingi. „Og segir síðan; hér er dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með almannafé. Ég verð bara að segja virðulegur forseti mér er algerlega orðið misboðið. Þessi háttvirti þingmaður sem kemur hingað á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitt hvorum sokknum ítrekað, með pólitískt skítkast í raun og veru, ekkert annað. Hefur ekkert annað fram að færa hér í þingsal,“ sagði Bjarni. Það væri ekki hægt að taka fyrirspurn sem þessa alvarlega. Hins vegar kunni að koma upp álitamál við leiðréttingu bóta, til að mynda um prósentu vaxta, upphafsdag vaxta og svo framvegis. Ríkið reyndi að gæta sanngirni í málinu. „Það er talað hér um ýtrustu sanngirni. Hérna er aðili sem fær greidda 10 prósenta vexti á meðan 31.999 aðrir aðilar fá ekki 10 prósent heldur 5,5 prósent. Hvar er sanngirnin í því,“ spurði Björn Leví. „Ég hef sagt hér í þessum stól af þessu sama tilefni að þegar fólk á kröfu á ríkið þá mun hún innheimtast. Það getur ekki staðið á fjárheimildum til að greiða lögmætar kröfur á hendur ríkinu,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Fjármálaráðherra sakaði þingmann Pírata um að koma ítrekað upp í ræðustól Alþingis á sokkaleistunum með pólitískt skítkast. Þingmaðurinn vildi fá skýringar á mismunandi vöxtum vegna leiðréttinga á greiðslum almannatrygginga. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun að mistök hefðu verið gerð við setningu laga um almannatryggingar árið 2016 þegar Bjarni Benediktsson hefði þá einnig verið fjármálaráðherra. Þessi mistök hafi kostað skattgreiðendur 4,8 milljarða og leiðréttingin hundruð milljóna. „Miðað við þetta klúður upp á um 6,1 milljarð og að viðbættum mistökum við búsetuskerðingar, landsréttarmálið og ýmislegt fleira er fyrri spurning mín til ráðherra: Af hverju fara sjálfstæðismenn svona illa með almannafé,“ sagði Björn Leví. Bjarni sagði að honum væri algerlega fyrirmunað að skilja hvernig þingmaðurinn vildi heimafæra frumvarp upp á fjármálaráðherra sem hann hefði ekki lagt fram en hafi verið samþykkt samhljóða á Alþingi. „Og segir síðan; hér er dæmi um að Sjálfstæðisflokkurinn fer illa með almannafé. Ég verð bara að segja virðulegur forseti mér er algerlega orðið misboðið. Þessi háttvirti þingmaður sem kemur hingað á sokkaleistunum upp í ræðupúlt, í sitt hvorum sokknum ítrekað, með pólitískt skítkast í raun og veru, ekkert annað. Hefur ekkert annað fram að færa hér í þingsal,“ sagði Bjarni. Það væri ekki hægt að taka fyrirspurn sem þessa alvarlega. Hins vegar kunni að koma upp álitamál við leiðréttingu bóta, til að mynda um prósentu vaxta, upphafsdag vaxta og svo framvegis. Ríkið reyndi að gæta sanngirni í málinu. „Það er talað hér um ýtrustu sanngirni. Hérna er aðili sem fær greidda 10 prósenta vexti á meðan 31.999 aðrir aðilar fá ekki 10 prósent heldur 5,5 prósent. Hvar er sanngirnin í því,“ spurði Björn Leví. „Ég hef sagt hér í þessum stól af þessu sama tilefni að þegar fólk á kröfu á ríkið þá mun hún innheimtast. Það getur ekki staðið á fjárheimildum til að greiða lögmætar kröfur á hendur ríkinu,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira