Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 18:36 Bifreiðin var keypt á 13.550.000 krónur árið 2016. Silas Stein/Getty Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júlí síðastliðinn. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Þá var bíllinn seldur með tveggja ára ábyrgð. Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Kaupandi óskaði þá eftir ráðgefandi áliti kærunefndar lausafjár-og þjónustukaupa í málinu. Nefndin féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði kaupandi bifreiðarinnar málið. Í dómi sínum vísar héraðsdómur meðal annars til þess að af tölvupóstsamskiptum aðila megi ráða að vatnssöfnun bifreiðarinnar hafi verið viðvarandi vandamál í lengri tíma. Þá taldi dómurinn að meta þyrfti þann langa tíma sem leið frá því kaupandinn tilkynnti fyrst um gallann og þar til hann lýsti riftun kaupanna. Þannig megi skilja að úrbótatilraunir Bílabúðarinnar hafi haft í för með sér verulegt óhagræði fyrir kaupandann. Eins segir dómurinn, með vísan til samskipta kaupandans og Bílabúðarinnar, að síðarnefndi aðilinn hafi fjórum sinnum fengið tækifæri til að bæta úr gallanum. Bílabúðinni var því gert að greiða kaupandanum 13.761.097 krónur auk dráttarvaxta vegna riftunarinnar. Þá var henni einnig gert að greiða kaupanda bifreiðarinnar 1.800.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Bílar Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júlí síðastliðinn. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Þá var bíllinn seldur með tveggja ára ábyrgð. Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Kaupandi óskaði þá eftir ráðgefandi áliti kærunefndar lausafjár-og þjónustukaupa í málinu. Nefndin féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði kaupandi bifreiðarinnar málið. Í dómi sínum vísar héraðsdómur meðal annars til þess að af tölvupóstsamskiptum aðila megi ráða að vatnssöfnun bifreiðarinnar hafi verið viðvarandi vandamál í lengri tíma. Þá taldi dómurinn að meta þyrfti þann langa tíma sem leið frá því kaupandinn tilkynnti fyrst um gallann og þar til hann lýsti riftun kaupanna. Þannig megi skilja að úrbótatilraunir Bílabúðarinnar hafi haft í för með sér verulegt óhagræði fyrir kaupandann. Eins segir dómurinn, með vísan til samskipta kaupandans og Bílabúðarinnar, að síðarnefndi aðilinn hafi fjórum sinnum fengið tækifæri til að bæta úr gallanum. Bílabúðinni var því gert að greiða kaupandanum 13.761.097 krónur auk dráttarvaxta vegna riftunarinnar. Þá var henni einnig gert að greiða kaupanda bifreiðarinnar 1.800.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Bílar Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira