Reglur heilbrigðisráðuneytis og leiðbeiningar sóttvarnalæknis ekki þær sömu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 21:00 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. Um helgina birtist mynd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með vinkonum sínum þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Sóttvarnarlæknir sagði í fréttum okkar í gær að ráðherra hafi ekki brotið sóttvarnarreglur. „Ég tel ekki að hún hafi brotið reglurnar og reglugerðina eins og hún stendur en ég tel að hún hafi ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir var búinn að gefa út,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þarna sé því um tvennt að ræða annars vegar reglur heilbrigðisráðuneytisins og hins vegar leiðbeiningar sóttvarnalæknis. „Þar er kveðið á um skyldu rekstraraðila til að tryggja fólki sem ekki býr á sama heimili tveggja metra regluna. Hins vegar eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis á þá leið að við biðlum til allra að fara eftir tveggja metra reglunni en undanskiljum þá sem búa á sama heimili og reyndar hef ég líka talað um óskylda og skylda aðila,“ segir Þórólfur. „Það er það sem hefur valdið ruglingi og það er það sem við þurfum að skýra aðeins betur.“ Tveggja metra reglan tekið breytingum frá 31. júlí En hvað hefur verið sagt um tveggja metra regluna síðan hún tók gildi á ný þann 31. júlí. „Þar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði tveggja metra reglan viðhöfð á milli einstaklinga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 30. júlí þar sem nýjar reglur voru kynntar. „Þar af leiðandi er það ekki þessi tveggja metra regla sem við höfum verið að tala um, að fólk sem er ekki mjög náið eða deilir ekki sama heimili virði þá tveggja metra reglu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi vegna kórónuveiru þann 7. ágúst. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru og það hefur ekki breyst. Hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðin fyrir,“ sagði Þórdís Kolbrún á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. ágúst. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Sóttvarnarlæknir segir að ferðamálaráðherra hafi ekki farið að leiðbeiningum sínum varðandi fjarlægðarmörk. Hún hafi hins vegar ekki brotið sóttvarnarreglur heilbrigðisráðherra. Von sé á skriflegum leiðbeiningum næstu daga. Um helgina birtist mynd af ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra með vinkonum sínum þar sem tveggja metra reglan var ekki virt. Sóttvarnarlæknir sagði í fréttum okkar í gær að ráðherra hafi ekki brotið sóttvarnarreglur. „Ég tel ekki að hún hafi brotið reglurnar og reglugerðina eins og hún stendur en ég tel að hún hafi ekki farið eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir var búinn að gefa út,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Þarna sé því um tvennt að ræða annars vegar reglur heilbrigðisráðuneytisins og hins vegar leiðbeiningar sóttvarnalæknis. „Þar er kveðið á um skyldu rekstraraðila til að tryggja fólki sem ekki býr á sama heimili tveggja metra regluna. Hins vegar eru leiðbeiningar sóttvarnalæknis á þá leið að við biðlum til allra að fara eftir tveggja metra reglunni en undanskiljum þá sem búa á sama heimili og reyndar hef ég líka talað um óskylda og skylda aðila,“ segir Þórólfur. „Það er það sem hefur valdið ruglingi og það er það sem við þurfum að skýra aðeins betur.“ Tveggja metra reglan tekið breytingum frá 31. júlí En hvað hefur verið sagt um tveggja metra regluna síðan hún tók gildi á ný þann 31. júlí. „Þar sem fólk kemur saman og í allri starfsemi verði tveggja metra reglan viðhöfð á milli einstaklinga,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 30. júlí þar sem nýjar reglur voru kynntar. „Þar af leiðandi er það ekki þessi tveggja metra regla sem við höfum verið að tala um, að fólk sem er ekki mjög náið eða deilir ekki sama heimili virði þá tveggja metra reglu,“ sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn á upplýsingafundi vegna kórónuveiru þann 7. ágúst. „En áfram eru persónubundnar og einstaklingsbundnar sóttvarnir langöflugasta tækið til að berja niður þessa veiru og það hefur ekki breyst. Hertar aðgerðir á landamærum koma aldrei í staðin fyrir,“ sagði Þórdís Kolbrún á upplýsingafundi ríkisstjórnarinnar þann 14. ágúst.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01 Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58 „Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Ráðherra biðst afsökunar á meintu vinkonudjammi Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra biðst afsökunar á að hafa ekki hagað gerðum sinum þannig að þær séu hafnar yfir vafa og vísar þar í vinkonudag sem hún átti um helgina sem var harðlega gagnrýndur. 18. ágúst 2020 18:01
Reglugerðin leggi ekki skyldur á einstaklinga Helsta krafan með tveggja metra reglunni er að rekstraraðilar tryggi að hægt sé að tryggja fjarlægðartakmörk milli einstaklinga sem ekki deila heimili. Þannig er engin bein skylda lögð á einstaklinga. 18. ágúst 2020 17:58
„Ekkert í reglugerðinni sem segir til um skyldur einstaklinga“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir það val hvers og eins að fara eftir þeim leiðbeiningum sem sóttvarnalæknir hefur gefið út varðandi tveggja metra regluna. 18. ágúst 2020 16:58