Ertu að fjölga þér? Lestu þetta fyrst Vigdís Ingibjörg Pálsdóttir skrifar 19. ágúst 2020 13:15 Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Börn og uppeldi Fæðingarorlof Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Frumburður minn byrjaði í leikskóla í síðustu viku á frábærri deild. Hann verður 21 mánaða í lok ágúst. Í 21 mánuð hefur hann notið félagsskapar foreldra sinna, verið hjá ömmu og afa, frændum og frænkum. Á meðan ég er afskaplega þakklát fyrir þann tíma þá hefur þetta líka verið þrautin þyngri. Púsla saman dögunum, störfum og skólastundum okkar föður hans. Klukkutími hér, klukkutími þar. Hver getur passað eftir hádegi? Kemst ég á næsta fund? Ég er að öllum líkindum komin með ígildi þriggja meistaragráða í verkefnastjórnun. Það gleymdist nefnilega að gefa mér handbókina: Hvernig er að eiga barn á Íslandi? Hingað er ég komin, frelsari tilvonandi foreldra, að fræða ykkur. Burt með rómantík og rúllettuna. Upp með dagbókina þína. Reyndu eftir bestu getu að skipuleggja mögulegan barnsgefandi getnaðinn þannig að afkomandi þinn komi í heiminn fyrri hluta ársins. Annars endar þú tekjulaus í talsvert langan tíma, með örmagna ömmur og afa og/eða eltandi dagmömmur á Facebook, bjóðandi upp barnið þitt eins og notaðan Ikea skenk. Passaðu þig líka að lesa allar reglur Fæðingarorlofssjóðs í þaula og skipuleggja rómantískar stundir eftir því. Ef þú hefur nefnilega einhvern tímann stigið fyrir utan 9-5 skrifstofuboxið þá gætir þú endað á að fá ekki neitt. Og byrjaðu að leggja fyrir. Það hjálpar með tekjulausa mánuði eða háa greiðsluseðilinn í heimabankanum fyrir daggæslu – ef þú ert heppin/n! Fæðingarorlofið er í ferli að verða framlengt í ár, sem er frábær framför (það er þó bara ef foreldrarnir taka ekki neitt fæðingarorlof saman). En það brúar ekki bilið sem er fyrir. Tímarnir breyttust en þetta ástand stóð í stað. Báðir foreldrarnir eru á vinnumarkaðnum og samfélagið okkar býður sjaldan upp á að fjölskyldur geti lifað á einu tekjum annars. Það eru afskaplega fá hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem bjóða 1 árs börnum upp á leikskólapláss. Líkurnar minnka stórlega ef barnið þitt kom í heiminn nálægt jólunum. Eini valkosturinn sem fjölskyldur hafa fyrir utan það að redda sér sjálfar eru dagmömmur eða ungbarnaleikskólar. Ef þú vilt eiga möguleika á plássi á ungbarnaleikskóla þarftu að hringja sjö sinnum á dag, vera með hárréttu samböndin eða mæta með ostakörfur og inneignarbréf. Þú getur líka reynt að komast að hjá dagmömmu. Kannski er heppnin með þér og þú ert með tengsl eða meðmæli og mundir að sækja um 2 árum fyrir fæðingu barnsins. Annars er hópur á Facebook þar sem dagmömmur auglýsa laus pláss. Þá getur þú skrifað athugasemd, vonast til að þú verðir valin/n og keyrt svo með barnið þitt eitthvert út í buskann og látið það dýrmætasta sem þú munt nokkurn tímann eiga í hendur á manneskju sem þú veist ekkert um og vonað að sveitafélagið mæti í vettvangsathugun oftar en einu sinni á ári. Það er ánægjuleg upplifun. Sagði enginn nokkurn tímann. Svo er líka í boði að punga út fjárhæðum fyrir dagvistun sem eru svo háar að það borgar sig eflaust ekki fyrir einhverja að fara aftur að vinna. Þetta vesen er búið að vera viðvarandi í mörg ár. Þetta er vandamál sem skýtur alltaf upp kollinum í umræðunni í aðdraganda kosninga, sveitafélögin lofa öllu fögru en lítið gerist. Framlenging fæðingarorlofsins í tólf mánuði er góð byrjun. Ríki og sveitarfélög þurfa að vinna saman að því að útrýma eyðunni sem skapast á milli fæðingarorlofs og ásættanlegrar dagvistunar. Umönnun barnanna okkar og staða ungbarnaforeldra ætti ekki að vera aukaatriði. Þetta er algjört grundvallaratriði og þar að auki jafnréttismál, enda sýna tölur að þessi eyða endar í yfirgnæfandi flestum tilfellum á mæðrum. Ef yfirvöld eru ekki tilbúin að taka í taumana þá er þetta prýðis leiðarvísir fyrir nýliða í bransanum sem langar í barn. Ég hélt í sakleysi mínu að barnsburður væri dýrmæt afurð hvatvísra ásta sem samfélagið tæki fagnandi. Þetta gekk upp hjá okkur með herkjum en næst ætlum við samt að skipuleggja aðeins betur. Leggja fyrir svo við getum verið heima með barninu okkar róleg og án þess að reiða okkur á fæðingarorlofssjóð. Splæsa í slökunarnudd fyrir ömmurnar. Gera bakgrunnsskoðun á öllum dagmömmum og leikskólakennurum í 10 km radíus. Svo fá getnaðarvarnirnar kannski að fjúka. Höfundur er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá IE Business School Í Madrid. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun