„Stíflan mun drepa okkur“ Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 09:26 Bóndinn Makhluf Abu Kassem situr með öðrum bændum úr Öðru þorpi. Þeir sitja í skugga dauðs pálmatrés en nokkur ár eru síðan allt landið var í rækt. AP/Nariman El-Mofty Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði. Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Egyptar óttast að stífla sem byggð hefur verið í Eþíópíu muni leiða til hamfara í Egyptalandi. Þegar byrjað verði að fylla uppistöðulón stíflunnar muni mikill vatnsskortur verða í Egyptalandi en ástandið í landinu þykir þegar frekar slæmt. Blaðamaður AP fréttaveitunnar fór nýverið í heimsókn til þorps sem ber nafnið Annað þorp í Egyptalandi. Þorpið var stofnað árið 1964 og í fjóra áratugi var þar ræktað korn, bómull og hveiti. Vatn hafði verið flutt þangað með skurðum og leiðslum frá Níl en nú hafa um þrír fjórðu alls ræktunarlands í þorpinu tapast vegna vatnsskorts. Skortinn má rekja til spillingar, vanstjórnar og gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar óttast að stíflan í Eþíópíu verði síðasti naglinn í kistu þorpsins. „Stíflan mun drepa okkur,“ sagði bóndinn Makhluf Abu Kassem. Foreldrar hans voru meðal þeirra fyrstu sem settust að í Öðru þorpi. Vinna við byggingu stíflunnar yfir Bláu Níl hófst árið 2011 í Eþíópíu. Yfirvöld þar segja stífluna og rafmagnið sem hún mun framleiða stóran lið í þeirri áætlun að koma nærri því 110 milljónum íbúa landsins úr fátækt. Stíflan mun færa um 60 prósentum heimila landsins rafmagn og lónið mun veita stórum hluta þjóðarinnar drykkjarvatn. Síðan vinna hófst hafa miklar deilur átt sér stað á milli ríkjanna þriggja sem Níl rennur í gegnum; Eþíópíu, Súdan og Egyptalands. Um 80 prósent þess vatns sem rennur í Níl kemur frá Bláu Níl. Lang flestir íbúar Egyptalands búa svo gott sem á bökkum Nílar og allur landbúnaður þar treystir á vatnsflæði í ánni. Vatnsveitur færa vatnið inn í land þar sem ræktun fer einnig fram, eins og í Öðru þorpi. Rúmlega 90 prósent þess vatns sem notað er í Egyptalandi er tekið úr Níl. Þar á meðal er drykkjarvatn, vatn sem notað er í iðnað eða til ræktunar. Deilurnar versnuðu til muna þegar byrjað var að fylla uppistöðulónið í síðasta mánuði. Egyptar og Súdanar höfðu krafist þess að sú vinna hæfist ekki fyrr en ríkin væru búin að ná samkomulagi. Enn liggur ekki fyrir hvaða áhrif stíflan mun hafa á flæðið í Níl en í samtali við AP segir fyrrverandi vatnsveituráðherra Egyptalands að áætlað sé að ef flæðið minnkar um fimm milljónir rúmmetra muni Egyptar tapa milljön ekrum af ræktarlandi. Það samsvarar um tólf prósentum alls ræktunarlands landsins. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Egyptalandi varið miklu púðri í að reyna að sporna gegn vatnsskorti. Endurbætur hafa verið unnar á vatnsveitum og hafa bændur verið hvattir til að breyta venjum sínum og ræktun. Til dæmis með því að nota minna vatn og rækta plöntur sem þurfa minna vatn. Hér má sjá ítarlega frétt DW frá því í síðasta mánuði.
Egyptaland Eþíópía Súdan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira