Ólafur Helgi vill að veikindaleyfi yfirmanna verði skoðuð nánar af ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. ágúst 2020 13:11 Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur og Helga Þ. Kristjánssonar verði skoðuð nánar af dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. Reimar Pétursson lögmaður Ólafs Helga sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þann 14. ágúst fyrir hönd Ólafs þess efnis að því er fram kemur hjá Fréttablaðinu í dag. Þá segir að bréfið hafi verið sent til ráðuneytisins áður en það og Ólafur Helgi náðu samkomulagi um tilfærslu hans í starfi en hann mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Alda Hrönn og Helgi fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þau eru að sögn Fréttablaðsins enn í veikindaleyfi. Efast veikindi Öldu Hrannar og Helga Fram kemur í bréfinu sem sent var dómsmálaráðuneytinu að Ólafur efist að einmitt á þeim tíma sem undirmenn tvímenninganna hafi misst á þeim trú og þau stæðu einnig í illdeilum við lögreglustjóra hafi þau samtímis „tekið ótilgreinda sótt.“ Ólafur hafi kallað eftir skoðun trúnaðarlæknis á læknisvottorðum þeirra og hafi sú skoðun leitt í ljós að annað þeirra hafi fengið svonefnt „eftirávottorð“ læknis útgefið og standist það ekki reglur. Trúnaðarlæknir hafi því neitað að taka vottorðið gilt. Hitt vottorðið geri trúnaðarlæknir ekki athugasemd við. „Lögreglustjóri telur þó þessa atburðarrás þarfnast frekari skoðunar. Skal í því samhengi nefnt að svo virðist sem þau tvö hafi gefið í skyn við dómsmálaráðuneytið að þau muni læknast af veikindum sínum hverfi lögreglustjóri úr embætti. Sé þetta rétt, og ekki síst ef ráðuneytið kýs að leggja [það] til grundvallar, staðfestir það að ráðuneytið deili sýn umbjóðanda míns á trúðverðugleika yfirmannanna tveggja og tilkynningu þeirra um veikindin,“ segir í bréfinu. Í bréfinu mótmælir Ólafur Helgi einnig fyrirhuguðu flutningum sínum til Vestmannaeyja eins og þá stóð til en eins og áður hefur komið fram virðist hafa náðst sátt milli ráðuneytis og Ólafs Helga en hann mun hefja þar störf um mánaðamót. Þá mótmælir hann einnig fullyrðingum um að lögreglan á Suðurnesjum hafi verið óstarfhæf vegna illdeilna yfirstjórnar. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Ólafur Helgi Kjartansson, fráfarandi lögreglustjóri á Suðurnesjum, vill að veikindaleyfi Öldu Hrannar Jóhannsdóttur, yfirlögfræðings embættisins, og Helga Þ. Kristjánssonar, mannauðsstjóra embættisins, verði skoðuð nánar af dómsmáráðuneytinu. Reimar Pétursson lögmaður Ólafs Helga sendi dómsmálaráðuneytinu bréf þann 14. ágúst fyrir hönd Ólafs þess efnis að því er fram kemur hjá Fréttablaðinu í dag. Þá segir að bréfið hafi verið sent til ráðuneytisins áður en það og Ólafur Helgi náðu samkomulagi um tilfærslu hans í starfi en hann mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. Alda Hrönn og Helgi fóru í veikindaleyfi þremur dögum eftir að tveir starfsmenn kvörtuðu til fagráðs ríkislögreglustjóra undan einelti af þeirra hálfu. Lögreglustjóra hafði ekki verið tilkynnt um veikindin og komst hann að veikindaleyfi þeirra í gegn um sjálfvirkt svar í tölvupósti. Þau eru að sögn Fréttablaðsins enn í veikindaleyfi. Efast veikindi Öldu Hrannar og Helga Fram kemur í bréfinu sem sent var dómsmálaráðuneytinu að Ólafur efist að einmitt á þeim tíma sem undirmenn tvímenninganna hafi misst á þeim trú og þau stæðu einnig í illdeilum við lögreglustjóra hafi þau samtímis „tekið ótilgreinda sótt.“ Ólafur hafi kallað eftir skoðun trúnaðarlæknis á læknisvottorðum þeirra og hafi sú skoðun leitt í ljós að annað þeirra hafi fengið svonefnt „eftirávottorð“ læknis útgefið og standist það ekki reglur. Trúnaðarlæknir hafi því neitað að taka vottorðið gilt. Hitt vottorðið geri trúnaðarlæknir ekki athugasemd við. „Lögreglustjóri telur þó þessa atburðarrás þarfnast frekari skoðunar. Skal í því samhengi nefnt að svo virðist sem þau tvö hafi gefið í skyn við dómsmálaráðuneytið að þau muni læknast af veikindum sínum hverfi lögreglustjóri úr embætti. Sé þetta rétt, og ekki síst ef ráðuneytið kýs að leggja [það] til grundvallar, staðfestir það að ráðuneytið deili sýn umbjóðanda míns á trúðverðugleika yfirmannanna tveggja og tilkynningu þeirra um veikindin,“ segir í bréfinu. Í bréfinu mótmælir Ólafur Helgi einnig fyrirhuguðu flutningum sínum til Vestmannaeyja eins og þá stóð til en eins og áður hefur komið fram virðist hafa náðst sátt milli ráðuneytis og Ólafs Helga en hann mun hefja þar störf um mánaðamót. Þá mótmælir hann einnig fullyrðingum um að lögreglan á Suðurnesjum hafi verið óstarfhæf vegna illdeilna yfirstjórnar.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42 Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14 Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
„Mikið traust sem ráðherra sýnir mér“ Tilkynnt var í dag að Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, muni taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu. 19. ágúst 2020 11:42
Ólafur Helgi yfir í dómsmálaráðuneytið Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, mun taka við starfi sérfræðings í málefnum landamæra í dómsmálaráðuneytinu um næstu mánaðamót. 19. ágúst 2020 11:14
Lausnir í sjónmáli í máli Ólafs Helga Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að lausnir séu í sjónmáli í starfsmannamálum lögreglustjórans á Suðurnesjum. 7. ágúst 2020 12:06