Spritt eitt og sér dugar ekki til að verjast kórónuveirunni ef hendurnar eru óhreinar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 22:15 Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira