55 staðfest tilvik og þar af 10 innanlandssmit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. mars 2020 13:54 Mikið álag hefur verið á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Vísir/vilhelm Sex ný smit hafa greinst af kórónuveiru frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og hægt er að rekja þau öll til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. Smitin eru því 55 talsins og þar af eru tíu innanlandssmit. Smit eru komin upp á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar eru fimm smitaðir hjúkrunarfræðingar og fimm í sóttkví. Búið er að aðskilja eina vakt á gjörgæslunni frá hinum og er hún í sóttkví. Það var gert með því að skipta deildinni upp með skilvegg. Að svo stöddu verða fjögur opin rúm á gjörgæslunni í Fossvogi en það mun þurfa að flytja sjúklinga á gjörgæsludeild á Hringbraut. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag. Þá er verið að skoða hvernig hægt sé að auka vinnufæra einstaklinga á spítölum. Búið er að ræða við stéttafélögin til að reyna að fá fólk sem er heilbrigðismenntað en er í öðrum störfum til að koma inn á Landspítalann. Þá hefur einnig verið skoðað að fá inn lækna og hjúkrunarfræðinga sem vinna í einkageiranum á Landspítalann og er talin almenn jákvæðni fyrir því. Einnig hefur heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingar, verið skoðað sem mögulegt vinnuafl. Til eru 26 vel búnar öndunarvélar á Landspítalanum og stendur til boða að kaupa fleiri. Ekki hefur komið til þess að nota þurfi öndunarvélar, enda hafa allir þeir sem smitaðir eru verið með væg einkenni. Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun á veirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund fyrr í dag með landlækni þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Skimað verður fyrir kórónuveirunni víða að úr samfélaginu til að kanna hvort hún sé útbreiddari en talið er. Ef kórónuveirusmit finnast hjá fólki sem ekki hefur verið í beinum samskiptum við einstaklinga sem verið hafa á skilgreindum hættusvæðum verður viðbragðsáætlun breytt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að endurmeta þyrfti við þær aðstæður hvort sóttkví og einangrun séu það rétta í stöðunni. Ef ekki kemur upp smit í samfélaginu verður sóttkví og einangrun beitt áfram, enda skili það árangri. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í beinni útsendingu klukkan 14 í dag á Vísi og Stöð 3. Hægt verður að horfa á upplýsingafundinn á Vísi eftir örskamma stund. Fréttinni var breytt kl. 14:54. Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sex ný smit hafa greinst af kórónuveiru frá því í gær. Þrjú þeirra eru innlend og hægt er að rekja þau öll til einstaklinga sem voru á skilgreindum hættusvæðum erlendis. Smitin eru því 55 talsins og þar af eru tíu innanlandssmit. Smit eru komin upp á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi. Þar eru fimm smitaðir hjúkrunarfræðingar og fimm í sóttkví. Búið er að aðskilja eina vakt á gjörgæslunni frá hinum og er hún í sóttkví. Það var gert með því að skipta deildinni upp með skilvegg. Að svo stöddu verða fjögur opin rúm á gjörgæslunni í Fossvogi en það mun þurfa að flytja sjúklinga á gjörgæsludeild á Hringbraut. Þetta kom fram á upplýsingafundi Almannavarna og landlæknis klukkan 14 í dag. Þá er verið að skoða hvernig hægt sé að auka vinnufæra einstaklinga á spítölum. Búið er að ræða við stéttafélögin til að reyna að fá fólk sem er heilbrigðismenntað en er í öðrum störfum til að koma inn á Landspítalann. Þá hefur einnig verið skoðað að fá inn lækna og hjúkrunarfræðinga sem vinna í einkageiranum á Landspítalann og er talin almenn jákvæðni fyrir því. Einnig hefur heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun, þá sérstaklega hjúkrunarfræðingar, verið skoðað sem mögulegt vinnuafl. Til eru 26 vel búnar öndunarvélar á Landspítalanum og stendur til boða að kaupa fleiri. Ekki hefur komið til þess að nota þurfi öndunarvélar, enda hafa allir þeir sem smitaðir eru verið með væg einkenni. Þá mun Íslensk erfðagreining hefja skimun á veirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund fyrr í dag með landlækni þar sem komist var að þessari niðurstöðu. Skimað verður fyrir kórónuveirunni víða að úr samfélaginu til að kanna hvort hún sé útbreiddari en talið er. Ef kórónuveirusmit finnast hjá fólki sem ekki hefur verið í beinum samskiptum við einstaklinga sem verið hafa á skilgreindum hættusvæðum verður viðbragðsáætlun breytt. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að endurmeta þyrfti við þær aðstæður hvort sóttkví og einangrun séu það rétta í stöðunni. Ef ekki kemur upp smit í samfélaginu verður sóttkví og einangrun beitt áfram, enda skili það árangri. Upplýsingafundur almannavarna og landlæknis var í beinni útsendingu klukkan 14 í dag á Vísi og Stöð 3. Hægt verður að horfa á upplýsingafundinn á Vísi eftir örskamma stund. Fréttinni var breytt kl. 14:54.
Almannavarnir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira