Fundað stíft í kjaradeilu BSRB: „Getur brugðið til beggja vona“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 7. mars 2020 13:15 Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, situr nú við samningaborðið í Karphúsinu og segir enn óljóst hvort það takist að afstýra verkföllum á mánudaginn. Vísir/Einar Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring. Samninganefndir félaga BSRB, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga mættu aftur til fundar klukkan tíu í morgun í Karphúsinu eftir að hafa fundað allan daginn í gær. Ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn skellur á verkfall félaga í BSRB sem kemur til með að hafa víðtæk áhrif á skóla, leikskóla, frístundaheimili, þjónustu við aldraða auk þess sem starfsemi fjölda stofnana raskast og sundlaugum og íþróttahúsum verður víða lokað.Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna.Vísir/VilhelmSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir viðræðunum miða ágætlega áfram. „Við vorum lengi fram eftir í gærkvöldi. Á borði BSRB voru við aðallega að ræða jöfnun launa við viðsemjendur okkar og það miðaði þó nokkuð áfram þar,“ segir Sonja. Hún gerir ráð fyrir að fundað verði fram á kvöld og jafnvel lengur. „Ég finn það að það eru allir að vinna hörðum höndum að því að ná samningum. Það er hins vegar þó nokkuð bil á milli okkar varðandi nokkra þætti en það gerist oft margt þegar svona er lagt mikið við og þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ segir Sonja.Sverrir Jónsson formaður samninganefndar ríksins á von á að setið verði við samningaborðið í allan dag.Vísir/EinarSverrir Jónsson formaður samninganefndar ríkisins er sammála Sonju um að viðræðurnar gangi vel. „Þetta miðar áfram og við erum að mæta hér í hús og ætlum að sitja við í dag. Það eru allir að leggja sig fram og við vonumst til að ljúka þessu um helgina,“ segir Sverrir. Fjölmennt er á fundum í húsinu í Karphúsinu og segir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis, sem er eitt aðildarfélaga BSRB, verið að reyna að finna lausn á mörgum hlutum. „Við erum bara að vinna að þessu af fullum heilindum og að reyna að klára þetta núna yfir helgina. Það er mjög erfitt að segja akkúrat á þessari stundu hvort að okkur tekst það eða ekki. Við höfum tvo daga og það er nú svo sem getur margt gerst á tveim dögum í sjálfu sér. Það eru svona mál, erfið mál, sem hafa fylgt okkur dálítið lengi og við erum ekki búin að finna lausn á,“ segir Árni. Aðspurður um það hvort hann telji að samningar náist um helgina segist Árni lítið vilja segja um það á þessari stundu. „Þetta getur brugðið til beggja vona,“ segir Árni. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að leggja ekki niður störf í verkfalli eins og til stóð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá hafa tvö aðildarfélög BSRB, Sameyki og Sjúkraliðafélagið, veitt undanþágu vegna verkfallsins hjá Landspítalanum og heilsugæslunni vegna veirunnar. „Það auðvitað dregur verulega úr bitinu sem við höfum. Við erum að reyna að þrýsta á um gerð kjarasamninga. Við skiljum hins vegar alvarleika stöðunnar og viljum bregðast því en meginmarkmiðið er að semja og það þarf tvo til þess,“ segir Sonja. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Sjá meira
Samninganefndir félaga BSRB og viðsemjenda þeirra reyna nú hvað þær geta til að ná kjarasamningi áður verkfallsaðgerðir hátt í sextán þúsund félagsmanna í BSRB hefjast eftir einn og hálfan sólarhring. Samninganefndir félaga BSRB, ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga mættu aftur til fundar klukkan tíu í morgun í Karphúsinu eftir að hafa fundað allan daginn í gær. Ef ekki nást samningar fyrir mánudaginn skellur á verkfall félaga í BSRB sem kemur til með að hafa víðtæk áhrif á skóla, leikskóla, frístundaheimili, þjónustu við aldraða auk þess sem starfsemi fjölda stofnana raskast og sundlaugum og íþróttahúsum verður víða lokað.Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna.Vísir/VilhelmSonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir viðræðunum miða ágætlega áfram. „Við vorum lengi fram eftir í gærkvöldi. Á borði BSRB voru við aðallega að ræða jöfnun launa við viðsemjendur okkar og það miðaði þó nokkuð áfram þar,“ segir Sonja. Hún gerir ráð fyrir að fundað verði fram á kvöld og jafnvel lengur. „Ég finn það að það eru allir að vinna hörðum höndum að því að ná samningum. Það er hins vegar þó nokkuð bil á milli okkar varðandi nokkra þætti en það gerist oft margt þegar svona er lagt mikið við og þegar verkföll standa fyrir dyrum,“ segir Sonja.Sverrir Jónsson formaður samninganefndar ríksins á von á að setið verði við samningaborðið í allan dag.Vísir/EinarSverrir Jónsson formaður samninganefndar ríkisins er sammála Sonju um að viðræðurnar gangi vel. „Þetta miðar áfram og við erum að mæta hér í hús og ætlum að sitja við í dag. Það eru allir að leggja sig fram og við vonumst til að ljúka þessu um helgina,“ segir Sverrir. Fjölmennt er á fundum í húsinu í Karphúsinu og segir Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis, sem er eitt aðildarfélaga BSRB, verið að reyna að finna lausn á mörgum hlutum. „Við erum bara að vinna að þessu af fullum heilindum og að reyna að klára þetta núna yfir helgina. Það er mjög erfitt að segja akkúrat á þessari stundu hvort að okkur tekst það eða ekki. Við höfum tvo daga og það er nú svo sem getur margt gerst á tveim dögum í sjálfu sér. Það eru svona mál, erfið mál, sem hafa fylgt okkur dálítið lengi og við erum ekki búin að finna lausn á,“ segir Árni. Aðspurður um það hvort hann telji að samningar náist um helgina segist Árni lítið vilja segja um það á þessari stundu. „Þetta getur brugðið til beggja vona,“ segir Árni. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur ákveðið að leggja ekki niður störf í verkfalli eins og til stóð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Þá hafa tvö aðildarfélög BSRB, Sameyki og Sjúkraliðafélagið, veitt undanþágu vegna verkfallsins hjá Landspítalanum og heilsugæslunni vegna veirunnar. „Það auðvitað dregur verulega úr bitinu sem við höfum. Við erum að reyna að þrýsta á um gerð kjarasamninga. Við skiljum hins vegar alvarleika stöðunnar og viljum bregðast því en meginmarkmiðið er að semja og það þarf tvo til þess,“ segir Sonja.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Innlent „Þetta er svona eitraður kokteill” Innlent „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Innlent Fleiri fréttir Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti við Ljósufjöll Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Sjá meira