Innanlandssmitin orðin fjögur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 18:30 45 tilfelli kórónuveiru hafa greinst hér á landi. Fjögur hinna smituðu hafa smitast hér á landi. Vísir/Vilhelm Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira
Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Fleiri fréttir Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Sjá meira