Gleðilegan alþjóðlegan baráttudag kvenna! Stella Samúelsdóttir skrifar 8. mars 2020 09:00 Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Stella Samúelsdóttir Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Á þessum degi 8. mars er þakklæti efst í huga. Þakklæti í garð þeirra merku kvenna sem börðust ötullega fyrir að setja „róttækar“ hugmyndir á dagskrá líkt og að samningsbinda aðildarríki í gegnum sáttmála til að tryggja konum og stúlkum grundvallarmannréttindi. Fyrir að fá Kvennasáttmála SÞ (CEDAW) samþykktan árið 1979 á allsherjarþingi SÞ og útskýra þar með fyrir valdhöfum aðildarríkja SÞ hvað þeim bæri að gera til að útrýma hvers konar mismunun gagnvart konum og tryggja konum full réttindi og frelsi á jafnréttisgrundvelli við karla. Í ár eru 25 ár liðin frá kvennaráðstefnu SÞ í Peking þar sem merk og framsækin framkvæmdaáætlun í tólf liðum var sett fram um hvernig ríkin geti náð markmiðum kvennasáttmálans. Síðan þá hefur margt áunnist hvað varðar réttindi kvenna á heimsvísu. Má þar nefna að tilfellum mæðradauða hefur fækkað um 38% frá árinu 2000. Lagalegar umbætur sem stuðla að kynjajafnrétti hafa verið gerðar í 131 landi. Í dag eru lög varðandi heimilisofbeldi til staðar í fleiri en 75% landa heimsins og fleiri stúlkur ganga í skóla en nokkru sinni fyrr. En þær framfarir sem hafa átt sér stað eru ekki nóg. Ein af hverjum tíu stúlkum er enn ólæs og óskrifandi. Sótt er að réttindum kvenna hvað varðar kyn- og frjósemisheilbrigði. Gríðarlegt efnahagslegt ójafnrétti ríkir þar sem konur og stúlkur eyða þrefalt meiri tíma og orku en drengir og karlmenn við heimilisstörf. Sú vinna kostar þær jöfn tækifæri til menntunar, á vinnumarkaði og aðgengi að valdastöðum. Breyta þarf viðhorfum, stefnum og lögum þannig að þau stuðli að jafnrétti þegar kemur að skyldum við umönnun barna ásamt því að sjá fjölskyldum fyrir fæðingar- og feðraorlofi. Á sama tíma verðum við að breyta rótgrónum viðhorfum sem stýrast af kvenfyrirlitningu og viðhalda ríkjandi karllægum valdastrúktúr. Við stöndum frammi fyrir mikilvægum áskorunum á næstu árum og því er þýðingarmikið að jafnrétti kynjanna verði að raunveruleika til að við fáum notið krafta og hæfileika kvenna að fullu til að takast á við þau verkefni sem framundan eru. Við erum óþolinmóð en vongóð um að öll sú, oft á tíðum, vanþakkláta vinna sem kvennahreyfingin innir af hendi, muni einn góðan veðurdag skila konum ávinningi og gera þeim kleift að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. En fram að þeim degi gefum við ekki þumlung eftir í baráttunni. Höfundur er framkvæmdastýra UN Women á Íslandi.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun