Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. mars 2020 19:46 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. stöð 2 Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08
Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45