Telur stjórnvöld draga lappirnar því þeir öldnu eru undir Jakob Bjarnar skrifar 4. mars 2020 16:36 Baldur segir að staðreyndin sé sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur. „Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“ Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Margir gapa sig úr kjálkaliðnum yfir sinnuleysi stjórnvalda gagnvart Kórónuveirunni en hegðun þeirra stafar hvorki af sinnuleysi né heimsku, heldur byggir hún á vitrænum forsendum eins og hér má sjá,“ segir Baldur Hermannsson, ellilífeyrisþegi og fyrrverandi framhaldsskólakennari, á Facebooksíðu sinni. Baldur birtir með snörpum pistli sínum meðfylgjandi mynd sem sýnir að dauðsföll vegna kórónuveirunnar aukast verulega eftir því sem fólk er eldra. „Veiran hlífir nefnilega ungu fólki og upprennandi en ræðst af fullum krafti á fólk yfir fimmtugu og sérdeilis þá sem komnir eru á lífeyrisaldur,“ segir Baldur. Baldur telur sem sagt að hið meinta aðgerðarleysi stjórnvalda sé meðvitað og undir liggi ískaldur og úthugsaður þanki. Og sá ekki af geðslegu tagi. „Ef veiran væri unga fólkinu jafn skeinuhætt og okkur gömlu drumbunum yrði allt sett á annan endann og þjóðfélaginu læst með hengilás og slagbrandi. En staðreyndin er sú að vér gamlingjar erum frekir á fóðrum, erum engum til gagns og undir niðri hlakkar í ungu fólki og miðaldra að losna við okkur.“ Eldri borgarar, og er þá miðað við 67 ára aldurinn, eru samkvæmt Hagstofunni rúmlega 43 þúsund talsins samkvæmt talingu í fyrra. Vísir er með vital við Þórunni Sveinbjörnsdóttur, formann Landsambands eldri borgara, í vinnslu en þar kveður við annan tón. Hún telur stjórnvöld vera að taka fast um taumana, vert sé að treysta vel menntuðu lækisfræðilegu fólki sem hafi tök á vandanum. Aldraðir hafi með tímanum öðlast æðrulausa afstöðu til lífsins. Þeir séu ekki að láta þennan faraldur koma sér úr jafnvægi eftir að hafa lifað tímana tvenna. Þeir séu hvergi smeykir. Ekki er hægt að segja annað en afstaða Baldurs sé æðrulaus en hún verður að teljast grá. Því Baldur segist þrátt fyrir þetta ekki nenna að kvarta undan þessu viðhorfi sem hann þykist greina, það sé þrátt fyrir allt ósköp mannlegt. „En ég bendi kverúlöntum á þetta svo þeir hætti að hnýta í stjórnvöld sem eru bara að vinna vinnuna sína.“
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22 Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Sólbakaðir eldri borgarar á Selfossi beðnir um að halda sig frá félagsvistinni í bráð Guðfinna Ólafsdóttir, formaður Félags eldri borgara á Selfossi, bendir sínu fólki á að spritta hendur. 26. febrúar 2020 16:22
Læknar halda sig frá samkomum Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. 4. mars 2020 16:16