Enginn bilbugur á Bloomberg Andri Eysteinsson skrifar 2. mars 2020 21:25 Bloomberg heldur ótrauður áfram. AP/Rich Pedroncelli Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Tveir frambjóðendur sem hafa fagnað ágætu gengi í fyrstu forkosningunum hafa þegar lagt drauminn um Hvíta húsið á hilluna síðustu daga. Fyrrverandi borgarstjórinn Pete Buttigieg og þingkonan Amy Klobuchar létu bæði gott heita fyrir forkosningarnar á ofur-þriðjudeginum á morgun en þá kjósa demókratar í fjórtán ríkjum og í Bandarísku Samóa-eyjum í forkosningunum.Milljarðamæringurinn Mike Bloomberg ræddi við stuðningsmenn sína á stuðningsfundi sínum í Manassas í Virginíu og sagðist ekki ætla að fara að taka upp á því nú að tapa kosningum.„Ég hef borið sigur úr býtum í þrennum kosningum hingað til. Ég ætla ekki að byrja tapa í kosningum núna,“ hefur AP eftir Bloomberg á fundinum. Nafn Bloombergs verður á kjörseðlinum í öllum fjórtán ríkjunum sem og í Bandarísku Samóa-eyjum og hefur hann varið stórfé í kynningarstarf í ríkjunum.Bloomberg ræddi þau Buttigieg og Klobuchar, sem bæði hafa lýst yfir stuðningi við Joe Biden, og hrósaði þeim fyrir prúðmannlega framkomu og óskaði þeim velfarnaðar í framtíðinni. „Þetta er leiðinlegt fyrir þau en ég er í þessu til að vinna,“ sagði Bloomberg. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn og fyrrum borgarstjóri New York, Mike Bloomberg segist ekki ætla að draga sig úr baráttunni í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Tveir frambjóðendur sem hafa fagnað ágætu gengi í fyrstu forkosningunum hafa þegar lagt drauminn um Hvíta húsið á hilluna síðustu daga. Fyrrverandi borgarstjórinn Pete Buttigieg og þingkonan Amy Klobuchar létu bæði gott heita fyrir forkosningarnar á ofur-þriðjudeginum á morgun en þá kjósa demókratar í fjórtán ríkjum og í Bandarísku Samóa-eyjum í forkosningunum.Milljarðamæringurinn Mike Bloomberg ræddi við stuðningsmenn sína á stuðningsfundi sínum í Manassas í Virginíu og sagðist ekki ætla að fara að taka upp á því nú að tapa kosningum.„Ég hef borið sigur úr býtum í þrennum kosningum hingað til. Ég ætla ekki að byrja tapa í kosningum núna,“ hefur AP eftir Bloomberg á fundinum. Nafn Bloombergs verður á kjörseðlinum í öllum fjórtán ríkjunum sem og í Bandarísku Samóa-eyjum og hefur hann varið stórfé í kynningarstarf í ríkjunum.Bloomberg ræddi þau Buttigieg og Klobuchar, sem bæði hafa lýst yfir stuðningi við Joe Biden, og hrósaði þeim fyrir prúðmannlega framkomu og óskaði þeim velfarnaðar í framtíðinni. „Þetta er leiðinlegt fyrir þau en ég er í þessu til að vinna,“ sagði Bloomberg.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Sjá meira