Formannsslagur í Bændasamtökunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. mars 2020 18:34 Búnaðarþing fer fram í Bændahöllinni sem er í sama húsnæði og Hótel Saga. google Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi, býður sig fram til formennsku í Bændasamtökum Íslands. Gunnar býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðrúnu Tryggvadóttur, sauðfjárbónda frá Svartárkoti í Bárðardal sem býður sig einnig fram til áframhaldandi formennsku. Það stefnir því í formannsslag hjá Bændasamtökunum. Frá þessu er greint á vef RÚV en þar kemur fram að Gunnar hafi tilkynnt um framboð sitt á Búnaðarþingi síðdegis í dag. Samhliða framboði Gunnars til formannsins bjóða eftirfarandi sig fram til stjórnar Bændasamtakanna: Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Úthlíð. Ingi Björn Árnason, kúabóndi í Marbæli í Skagafirði. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Að því er fram kemur í frétt RÚV hafa núverandi stjórnamenn ekki gefið upp hvort þeir hyggist bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en hægt er að bjóða sig fram allt fram að kosningunum sem fara fram eftir hádegi á morgun. Núverandi stjórn skipa, auk Guðrúnar formanns, þau Einar Ófeigur Björnsson, varaformaður, Lóni II í Kelduhverfi, Gunnar K. Eiríksson, Túnsbergi í Hrunamannahreppi, Guðrún Lárusdóttir, Keldudal í Skagafirði og Eiríkur Blöndal, Jaðri í Borgarbyggð. Félagasamtök Landbúnaður Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda og garðyrkjubóndi í Ártanga í Grímsnes- og Grafningshreppi, býður sig fram til formennsku í Bændasamtökum Íslands. Gunnar býður sig fram gegn sitjandi formanni, Guðrúnu Tryggvadóttur, sauðfjárbónda frá Svartárkoti í Bárðardal sem býður sig einnig fram til áframhaldandi formennsku. Það stefnir því í formannsslag hjá Bændasamtökunum. Frá þessu er greint á vef RÚV en þar kemur fram að Gunnar hafi tilkynnt um framboð sitt á Búnaðarþingi síðdegis í dag. Samhliða framboði Gunnars til formannsins bjóða eftirfarandi sig fram til stjórnar Bændasamtakanna: Oddný Steina Valsdóttir, sauðfjárbóndi í Úthlíð. Ingi Björn Árnason, kúabóndi í Marbæli í Skagafirði. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Halla Eiríksdóttir, sauðfjárbóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal. Að því er fram kemur í frétt RÚV hafa núverandi stjórnamenn ekki gefið upp hvort þeir hyggist bjóða sig fram til áframhaldandi stjórnarsetu en hægt er að bjóða sig fram allt fram að kosningunum sem fara fram eftir hádegi á morgun. Núverandi stjórn skipa, auk Guðrúnar formanns, þau Einar Ófeigur Björnsson, varaformaður, Lóni II í Kelduhverfi, Gunnar K. Eiríksson, Túnsbergi í Hrunamannahreppi, Guðrún Lárusdóttir, Keldudal í Skagafirði og Eiríkur Blöndal, Jaðri í Borgarbyggð.
Félagasamtök Landbúnaður Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent