Býst við því að einhver starfsmanna hafi smitast Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 18. mars 2020 20:00 Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. Maðurinn, sem var ástralskur, hafði verið á ferðalagi um landið þegar hann þurfti á læknishjálp að halda á Húsavík. Fljótt var ljóst að ástand hans var alvarlegt og því var fjöldi starfsmanna kallaður til. „Þetta voru tveir einstaklingar sem voru þarna. Annars vegar aðstandandi og sá sem var í þessum vandræðum og þetta var nokkuð löng aðgerð og þurfti að skipta mannskap inn. Þetta er endurlífgun þar sem þarf mikinn mannskap,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en bæði hann og eiginkona hans greindustu með kórónuveiruna. Því var ákveðið að setja alla þá sem komu nálægt þeim hjónum í sóttkví eða um tuttugu manns. „Það er hins vegar ljóst að þessi einstaklingar báðir voru með þessa sýkingu og þannig að það eru talsverðar líkur á að eitthvað af þessum starfsmönnum muni fá einhver einkenni,“ segir Jón Helgi.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fólki brugðið.Vísir/Rafnar OrriSveitastjóri Norðurþings segir íbúum brugði. „Þó að allir gerir sér grein fyrir því að fyrsta tilvikið af þessari veirusýkingu myndi örugglega á einhverjum tímapunkti berast hingað þá er svona þessi atburður var auðvitað hristi upp í fólki en mér finnst nú fólk heilt yfir vera bara yfirvegað engu að síður,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. „Ég held líka að þetta atvik sýni í rauninni bara hvaða áhættu heilbrigðisstarfsfólk er í þegar svona, hvað á ég að segja, faraldur er í gangi og það sé miklvægt hjá okkur að virða þeirra störf og vera að beina núna til þeirra erindum sem að virkilega eiga erindi til, hvað segi ég, heilbriðigsstarfsfólks. Verja það eins og við getum,“ segir Jón Helgi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira
Forstjóri Heilbrigðisstofnun Norðurlands segir atvik þar sem maður smitaður af kórónuveirunni lést á sjúkrahúsinu á Húsavík sýna í hvaða hættu starfsfólk heilbrigðisstofnana er í faraldri sem þessum. Hann telur talsverðar líkur á að starfsfólk sitt hafi smitast en um fimmtungur þeirra er í sóttkví. Maðurinn, sem var ástralskur, hafði verið á ferðalagi um landið þegar hann þurfti á læknishjálp að halda á Húsavík. Fljótt var ljóst að ástand hans var alvarlegt og því var fjöldi starfsmanna kallaður til. „Þetta voru tveir einstaklingar sem voru þarna. Annars vegar aðstandandi og sá sem var í þessum vandræðum og þetta var nokkuð löng aðgerð og þurfti að skipta mannskap inn. Þetta er endurlífgun þar sem þarf mikinn mannskap,“ segir Jón Helgi Björnsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Ekki liggur fyrir hver dánarorsök mannsins var en bæði hann og eiginkona hans greindustu með kórónuveiruna. Því var ákveðið að setja alla þá sem komu nálægt þeim hjónum í sóttkví eða um tuttugu manns. „Það er hins vegar ljóst að þessi einstaklingar báðir voru með þessa sýkingu og þannig að það eru talsverðar líkur á að eitthvað af þessum starfsmönnum muni fá einhver einkenni,“ segir Jón Helgi.Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings, segir fólki brugðið.Vísir/Rafnar OrriSveitastjóri Norðurþings segir íbúum brugði. „Þó að allir gerir sér grein fyrir því að fyrsta tilvikið af þessari veirusýkingu myndi örugglega á einhverjum tímapunkti berast hingað þá er svona þessi atburður var auðvitað hristi upp í fólki en mér finnst nú fólk heilt yfir vera bara yfirvegað engu að síður,“ segir Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings. „Ég held líka að þetta atvik sýni í rauninni bara hvaða áhættu heilbrigðisstarfsfólk er í þegar svona, hvað á ég að segja, faraldur er í gangi og það sé miklvægt hjá okkur að virða þeirra störf og vera að beina núna til þeirra erindum sem að virkilega eiga erindi til, hvað segi ég, heilbriðigsstarfsfólks. Verja það eins og við getum,“ segir Jón Helgi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Norðurþing Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Sjá meira