Útgöngubann tekur gildi á Spáni í fyrramálið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. mars 2020 20:00 Í fyrramálið tekur útgöngubann gildi á Spáni. Fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Á myndbandinu heyrist í kallkerfi lögreglubíls sem keyrir um á Tenerife. Skilaboðin sem óma um eyjuna eru þau að fólk eigi að halda sig innandyra. Spænsk stjórnvöld tilkynntu í gær 15 daga útgöngubann sem tekur gildi á mánudagsmorgun. Fólk á því að halda sig innan veggja heimilisins og fær ekki að vera á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. „Lögreglan var að tilkynna það í hátalarakerfi lögreglubíls að allir ættu að drífa sig heim þannig það eru fáir á ferli. Ég fór út í morgun og það er búið að loka búðum og veitingastöðum þannig að þetta er skrítið ástand,“ sagði Pálmi Guðmundsson, íbúi á Tenerife. Hann segir að þrátt fyrir útgöngubann sé fólk rólegt og taki ástandinu af yfirvegun. Verslanir hafa gert ráðstafanir til að stemma stigu við smithættu. „Í apótekum er komin hálfgerð varargirðing. Það er búið að setja dót og stóla og fleira þannig að menn komist ekki nálægt afgreiðsluborðinu. Það er því komin ákveðin fjarlægð á milli viðskiptavinar og sölumanns,“ sagði Pálmi. „Ég ætla að halda áfram að vinna því ef ég geri það ekki hvernig á ég þá að borða? Ég þarf að borga allt, efni, skatta,“ sagði Dionsio Garcia. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Verið er að kanna áhuga fólks fyrir slíku flugi. Um fast verð er að ræða og kostar ferðin 80 þúsund krónur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Í fyrramálið tekur útgöngubann gildi á Spáni. Fólk er beðið um að halda sig innandyra og vera ekki á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Á myndbandinu heyrist í kallkerfi lögreglubíls sem keyrir um á Tenerife. Skilaboðin sem óma um eyjuna eru þau að fólk eigi að halda sig innandyra. Spænsk stjórnvöld tilkynntu í gær 15 daga útgöngubann sem tekur gildi á mánudagsmorgun. Fólk á því að halda sig innan veggja heimilisins og fær ekki að vera á ferli nema til að sinna nauðsynlegum hlutum á borð við matar- og lyfjakaup. „Lögreglan var að tilkynna það í hátalarakerfi lögreglubíls að allir ættu að drífa sig heim þannig það eru fáir á ferli. Ég fór út í morgun og það er búið að loka búðum og veitingastöðum þannig að þetta er skrítið ástand,“ sagði Pálmi Guðmundsson, íbúi á Tenerife. Hann segir að þrátt fyrir útgöngubann sé fólk rólegt og taki ástandinu af yfirvegun. Verslanir hafa gert ráðstafanir til að stemma stigu við smithættu. „Í apótekum er komin hálfgerð varargirðing. Það er búið að setja dót og stóla og fleira þannig að menn komist ekki nálægt afgreiðsluborðinu. Það er því komin ákveðin fjarlægð á milli viðskiptavinar og sölumanns,“ sagði Pálmi. „Ég ætla að halda áfram að vinna því ef ég geri það ekki hvernig á ég þá að borða? Ég þarf að borga allt, efni, skatta,“ sagði Dionsio Garcia. Icelandair íhugar nú að setja á neyðarflug frá Alicante til Íslands annað kvöld. Verið er að kanna áhuga fólks fyrir slíku flugi. Um fast verð er að ræða og kostar ferðin 80 þúsund krónur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira