Sigríður Björk skipuð ríkislögreglustjóri Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2020 16:01 Sigríður var meðal þriggja umsækjenda sem voru metnir hæfir. Stjórnarráðið Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Sigríður verður skipuð í embættið frá og með 16. mars næstkomandi. Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður væri hæfust umsækjenda. Nefndin mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur.Sjá einnig: Sigríður Björk þykir hæfustFram kemur á vef stjórnarráðsins að Sigríður hafi frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við því embætti gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008. Einnig gegndi hún stöðu sýslumanns á Ísafirði á árunum 2002 til 2006 og skattstjóra Vestfjarða frá 1996 til 2002. Aðrir umsækjendur sem hlutu ekki náð fyrir augum hæfisnefndarinnar voru Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriUpphaflega átti að skipa í embætti ríkislögreglustjóra þann 1. mars síðastliðinn en því var frestað til 15. mars þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið vinnu sinni. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum í desember síðastliðnum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, var í kjölfarið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með síðustu áramótum.Fréttin hefur verið uppfærð. Logi Kjartansson var einnig metinn hæfur til að gegna starfinu og var tekinn í viðtal. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57 Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Sigríði Björk Guðjónsdóttur í embætti ríkislögreglustjóra. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðsins. Sigríður verður skipuð í embættið frá og með 16. mars næstkomandi. Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði komst að þeirri niðurstöðu að Sigríður væri hæfust umsækjenda. Nefndin mat alls fjóra af sjö umsækjendum hæfa til þess að gegna embættinu. Hin þrjú voru Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, Páll Winkel fangelsismálastjóri og Logi Kjartansson lögfræðingur.Sjá einnig: Sigríður Björk þykir hæfustFram kemur á vef stjórnarráðsins að Sigríður hafi frá árinu 2014 gegnt embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Áður en Sigríður tók við því embætti gegndi hún embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum og þar áður var hún aðstoðarríkislögreglustjóri frá 2007 til 2008. Einnig gegndi hún stöðu sýslumanns á Ísafirði á árunum 2002 til 2006 og skattstjóra Vestfjarða frá 1996 til 2002. Aðrir umsækjendur sem hlutu ekki náð fyrir augum hæfisnefndarinnar voru Grímur Grímsson, tengslafulltrúi Íslands hjá Europol, Kristín Jóhannesdóttir lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður.Sjá einnig: Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóriUpphaflega átti að skipa í embætti ríkislögreglustjóra þann 1. mars síðastliðinn en því var frestað til 15. mars þar sem hæfisnefnd hafði ekki lokið vinnu sinni. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum í desember síðastliðnum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, var í kjölfarið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með síðustu áramótum.Fréttin hefur verið uppfærð. Logi Kjartansson var einnig metinn hæfur til að gegna starfinu og var tekinn í viðtal.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45 Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57 Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47 Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Ráðningu nýs ríkislögreglustjóra mögulega frestað Dómsmálaráðuneytið vinnur að því að ráða í þrjár mikilvægar embættisstöður og átti að setja í þær allar 1. mars. Ráðning í embætti ríkislögreglustjóra er í algjörum forgangi innan ráðuneytisins og því líkur á að setning í embætti lögreglustjórans á Austurlandi og í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frestist um einhvern tíma. 18. febrúar 2020 17:45
Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. 13. janúar 2020 13:57
Sigríður Björk þykir hæfust Hæfisnefnd sem dómsmálaráðherra skipaði hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti ríkislögreglustjóra séu taldir hæfir til þess að gegna embættinu. 10. mars 2020 07:47
Kjartan tímabundið áfram ríkislögreglustóri Kjartan Þorkelsson verður áfram settur ríkislögreglustjóri, fimmtán daga til viðbótar eða til 15. mars. Þetta hefur fengist staðfest frá dómsmálaráðneytinu. 28. febrúar 2020 08:32