Topplið NBA deildarinnar tapar hverjum leiknum á fætur öðrum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2020 07:30 Það var gaman hjá Jamal Murray, Jerami Grant og félögum þeirra í Denver Nuggets í nótt. Getty/Jamie Schwaberow Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver Nuggets í 109-95 sigri á Milwaukee Bucks. Fyrir nokkrum dögum var sigurhlutfall Bucks liðsins 52-8 en nú er það allt í einu orðið 53-12.@BeMore27 (21 PTS) and @Paulmillsap4 (20 PTS, 10 REB) power the @nuggets to the home W. pic.twitter.com/sOpyRKLsZw — NBA (@NBA) March 10, 2020 Bucks liðið mætti vængbrotið til leiks í nótt þar sem liðið var án síns besta manns, Giannis Antetokounmpo, og alls voru sex stigahæstu leikmenn liðsins fjarverandi í þessum leik. Kyle Korver var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig. Giannis Antetokounmpo hefur misst af síðustu tveimur og meiddist á hné í tapinu á móti Lakers sem var upphaf taphrinunnar. Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Denver og Jerami Grant var með 19 stig. Nikola Jokic tók bara tvö skot í fyrri hálfleiknum en skoraði 8 af 10 stigum sínum í lokaleikhlutanum.@TheTraeYoung and @jcollins20_ go off in the @ATLHawks 2OT win! Trae: 31 PTS | 16 AST | 6 3PM Collins: 28 PTS | 11 REB | 12-13 FGM pic.twitter.com/rrTgMV7Lqq — NBA (@NBA) March 10, 2020 Trae Young var með 31 stig og 16 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets, 143-138, eftir tvíframlengdan leik. John Collins var með 28 stig og 11 fráköst fyrir Atlanta liðið en hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum í þessum leik. Terry Rozier var stigahæstur hjá Charlotte Hornets með 40 stig en það er nýtt persónulegt met hjá honum. Terry Rozier hefði mögulega getað tryggt Charlotte sigurinn við lok fyrstu framlengingar en dómararnir tóku þá af honum tvö víti sem hann hefði fengið eftir að hafa farið aftur í Varsjána.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 109-95 Utah Jazz - Toronto Raptors 92-101 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 143-138Spicy P stuffs the stat sheet! @pskills43 tallies 27 PTS, 11 REB, 8 AST (career-high) in the @Raptors road win. pic.twitter.com/uZsFKuLyCN — NBA (@NBA) March 10, 2020The updated NBA standings through Monday’s action. pic.twitter.com/r8BJCHlHz4 — NBA (@NBA) March 10, 2020 NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Milwaukee Bucks tapaði í nótt þriðja leiknum sínum í röð og þeim fjórða í síðustu fimm leikjum. Liðið hefur nú skyndilega aðeins tapað einum leik minna en Los Angeles Lakers. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver Nuggets í 109-95 sigri á Milwaukee Bucks. Fyrir nokkrum dögum var sigurhlutfall Bucks liðsins 52-8 en nú er það allt í einu orðið 53-12.@BeMore27 (21 PTS) and @Paulmillsap4 (20 PTS, 10 REB) power the @nuggets to the home W. pic.twitter.com/sOpyRKLsZw — NBA (@NBA) March 10, 2020 Bucks liðið mætti vængbrotið til leiks í nótt þar sem liðið var án síns besta manns, Giannis Antetokounmpo, og alls voru sex stigahæstu leikmenn liðsins fjarverandi í þessum leik. Kyle Korver var stigahæstur hjá Milwaukee Bucks með 23 stig. Giannis Antetokounmpo hefur misst af síðustu tveimur og meiddist á hné í tapinu á móti Lakers sem var upphaf taphrinunnar. Paul Millsap skoraði 20 stig fyrir Denver og Jerami Grant var með 19 stig. Nikola Jokic tók bara tvö skot í fyrri hálfleiknum en skoraði 8 af 10 stigum sínum í lokaleikhlutanum.@TheTraeYoung and @jcollins20_ go off in the @ATLHawks 2OT win! Trae: 31 PTS | 16 AST | 6 3PM Collins: 28 PTS | 11 REB | 12-13 FGM pic.twitter.com/rrTgMV7Lqq — NBA (@NBA) March 10, 2020 Trae Young var með 31 stig og 16 stoðsendingar þegar Atlanta Hawks vann Charlotte Hornets, 143-138, eftir tvíframlengdan leik. John Collins var með 28 stig og 11 fráköst fyrir Atlanta liðið en hann hitti úr 12 af 13 skotum sínum í þessum leik. Terry Rozier var stigahæstur hjá Charlotte Hornets með 40 stig en það er nýtt persónulegt met hjá honum. Terry Rozier hefði mögulega getað tryggt Charlotte sigurinn við lok fyrstu framlengingar en dómararnir tóku þá af honum tvö víti sem hann hefði fengið eftir að hafa farið aftur í Varsjána.Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 109-95 Utah Jazz - Toronto Raptors 92-101 Atlanta Hawks - Charlotte Hornets 143-138Spicy P stuffs the stat sheet! @pskills43 tallies 27 PTS, 11 REB, 8 AST (career-high) in the @Raptors road win. pic.twitter.com/uZsFKuLyCN — NBA (@NBA) March 10, 2020The updated NBA standings through Monday’s action. pic.twitter.com/r8BJCHlHz4 — NBA (@NBA) March 10, 2020
NBA Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira