Dominos Körfuboltakvöld: Þegar Einar Bolla færði Jordan lopapeysu Arnar Geir Halldórsson skrifar 28. mars 2020 11:15 Einar Bollason og Michael Jordan. Vísir/Skjáskot Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þó enginn körfubolti sé spilaður um þessar mundir. Þátturinn var með öðru sniði þar sem rifjað var upp fyrstu ár NBA körfuboltans í íslensku sjónvarpi. Heimir Karlsson og Einar Bollason sáu um umfjöllunina í kjölfar þess að Stöð 2 keypti sýningarréttinn af NBA körfuboltanum árið 1987 og er óhætt að segja að sannkallað NBA æði hafi gripið um sig á Íslandi í kjölfarið. Heimir og Einar voru gestir Kjartans Atla í gær ásamt Valtý Birni Valtýssyni sem tók við af Heimi nokkrum árum síðar. Í þættinum var rifjaður upp þáttur sem tekinn var upp sem ferðasaga árið 1988 þegar Heimir og Einar heimsóttu Chicago borg og sáu þar Chicago Bulls leika gegn Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs en á meðal leikmanna Spurs á þessum tíma var Íslendingurinn Pétur Guðmundsson. Aðgengi þeirra Heimis og Einars að liðunum var hreint út sagt ótrúlegt þar sem þeir spígsporuðu um búningsklefa liðanna og tóku viðtöl við skærustu stjörnur liðanna og það voru engin smástirni. Michael nokkur Jordan var þarna búinn að skapa sér nafn í NBA deildinni og nálgaðist óðum hátind sinn en hann átti siðar eftir að skapa sér sess sem einn allra besti íþróttamaður sögunnar. Jordan gaf sér góðan tíma til að ræða við Heimi og Einar og fékk að endingu glæsilega lopapeysu að gjöf frá Einari. Viðtalið við Jordan var á meðal þess sem rifjað var upp í Körfuboltakvöldi í gær eins og sjá má í innslaginu hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Lopapeysa Michael Jordan Körfuboltakvöld Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
Körfuboltakvöld Kjartans Atla Kjartanssonar var á dagskrá Stöðvar 2 Sports í gærkvöldi þó enginn körfubolti sé spilaður um þessar mundir. Þátturinn var með öðru sniði þar sem rifjað var upp fyrstu ár NBA körfuboltans í íslensku sjónvarpi. Heimir Karlsson og Einar Bollason sáu um umfjöllunina í kjölfar þess að Stöð 2 keypti sýningarréttinn af NBA körfuboltanum árið 1987 og er óhætt að segja að sannkallað NBA æði hafi gripið um sig á Íslandi í kjölfarið. Heimir og Einar voru gestir Kjartans Atla í gær ásamt Valtý Birni Valtýssyni sem tók við af Heimi nokkrum árum síðar. Í þættinum var rifjaður upp þáttur sem tekinn var upp sem ferðasaga árið 1988 þegar Heimir og Einar heimsóttu Chicago borg og sáu þar Chicago Bulls leika gegn Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs en á meðal leikmanna Spurs á þessum tíma var Íslendingurinn Pétur Guðmundsson. Aðgengi þeirra Heimis og Einars að liðunum var hreint út sagt ótrúlegt þar sem þeir spígsporuðu um búningsklefa liðanna og tóku viðtöl við skærustu stjörnur liðanna og það voru engin smástirni. Michael nokkur Jordan var þarna búinn að skapa sér nafn í NBA deildinni og nálgaðist óðum hátind sinn en hann átti siðar eftir að skapa sér sess sem einn allra besti íþróttamaður sögunnar. Jordan gaf sér góðan tíma til að ræða við Heimi og Einar og fékk að endingu glæsilega lopapeysu að gjöf frá Einari. Viðtalið við Jordan var á meðal þess sem rifjað var upp í Körfuboltakvöldi í gær eins og sjá má í innslaginu hér að neðan.Klippa: Körfuboltakvöld: Lopapeysa Michael Jordan
Körfuboltakvöld Körfubolti NBA Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira