Katrín Tanja: Ég vil þessa stórkostlegu tilfinningu sem er ekki hægt að falsa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. ágúst 2020 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á æfingu með þjálfara sínum Ben Bergeron. Mynd/Instagram Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur lært mikið á sínum merkilega keppnisferli og ekki síst þegar kemur að því andlega. Hún hefur líka sterkar skoðanir á því hvaða sjálfstraust er best fyrir keppniskonu eins og hana. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stórt nafn í CrossFit heiminum eins og við vitum og hefur hrifið marga með boðskap sínum sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Katrín Tanja hefur talið niður í daginn í dag ásamt fólkinu á bak við Comptrain.co en þjálfarinn hennar Ben Bergeron stofnaði fyrirtækið. Samvinna Ben Bergeron og Katrínar hefur gengið mjög vel og eins við höfum sýnt á hér á Vísi þá er hann óhræddur vð að nota sérstakar aðferðir við að undirbúa Katrínu fyrir óvænt mótlæti í keppni. Comptrain birti viðtal við Katrínu Tönju á dögunum þar sem hún ræddi sína sýn á sjálfstraust sem er öllu íþróttafólki gríðarlega mikilvægt í keppni. Það má sjá það hér fyrir neðan. View this post on Instagram CONFIDENCE // For the fifth and final week of #habits, @katrintanja is talking about confidence. All of the habits that have been talked about these past weeks can work together to create confidence. You know you ve put in the work, you know you ve done your best, now it s time to show it. A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 19, 2020 at 10:45am PDT „Ég vildi tala við ykkur í dag um sjálfstraust og hvað það þýðir fyrir mig. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á mínum keppnisferli er besta skilgreiningin á sjálfstrausti fyrir mig sjálfa og hvernig það gengur best fyrir sig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er ekki sjálfstraustið sem segir: Ég er best eða ég mun vinna. Þú hefur ekki stjórn á því heldur getur þú aðeins gert þitt besta. Þú veist ekkert hvað hinir keppendurnir hafa gert og átt engan möguleika á að stjórna því,“ sagði Katrín Tanja. „Sjálfstraustið sem ég elska og besta tilfinningin sem ég finn þegar ég mæti á CrossFit leikana er þegar ég hef trú á mér sjálfri og mínum hæfileikum. Það er sjálfstraustið sem kemur frá því að ég lagði mikið á mig í undirbúningnum og að ég sé eins vel undirbúin og ég gat verið,“ sagði Katrín Tanja „Það er sjálfstraust út frá því að ég veit að ég er tilbúin í allt sem bíður mín og það er sjálfstraust sem þú getur ekki falsað. Það er aðeins ég sem veit það hvort ég sé rétt undirbúin og ég fæ þetta sjálfstraust af því að ég unnið fyrir því,“ sagði Katrín Tanja „Þú getur falsað ákveðið sjálfstraust en ég vil sjálfstraust sem varð til af því að ég lagði mig fram á hverjum degi, ég borðaði rétt og gaf allt mitt á hverri æfingu. Þá getur þú treyst því að þú sért eins vel undirbúin og möguleiki var á. Því fylgir stórkostleg tilfinning en ég get ekki falsað hana,“ sagði Katrín Tanja að lokum. View this post on Instagram CONFIDENCE // @katrintanja s confidence comes from knowing how hard she s worked and prepared. Do you work hard enough to earn your confidence? #habits #comptrain A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 21, 2020 at 10:01am PDT CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur lært mikið á sínum merkilega keppnisferli og ekki síst þegar kemur að því andlega. Hún hefur líka sterkar skoðanir á því hvaða sjálfstraust er best fyrir keppniskonu eins og hana. Katrín Tanja Davíðsdóttir er stórt nafn í CrossFit heiminum eins og við vitum og hefur hrifið marga með boðskap sínum sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum. Katrín Tanja hefur talið niður í daginn í dag ásamt fólkinu á bak við Comptrain.co en þjálfarinn hennar Ben Bergeron stofnaði fyrirtækið. Samvinna Ben Bergeron og Katrínar hefur gengið mjög vel og eins við höfum sýnt á hér á Vísi þá er hann óhræddur vð að nota sérstakar aðferðir við að undirbúa Katrínu fyrir óvænt mótlæti í keppni. Comptrain birti viðtal við Katrínu Tönju á dögunum þar sem hún ræddi sína sýn á sjálfstraust sem er öllu íþróttafólki gríðarlega mikilvægt í keppni. Það má sjá það hér fyrir neðan. View this post on Instagram CONFIDENCE // For the fifth and final week of #habits, @katrintanja is talking about confidence. All of the habits that have been talked about these past weeks can work together to create confidence. You know you ve put in the work, you know you ve done your best, now it s time to show it. A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 19, 2020 at 10:45am PDT „Ég vildi tala við ykkur í dag um sjálfstraust og hvað það þýðir fyrir mig. Eitt það mikilvægasta sem ég hef lært á mínum keppnisferli er besta skilgreiningin á sjálfstrausti fyrir mig sjálfa og hvernig það gengur best fyrir sig,“ sagði Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Það er ekki sjálfstraustið sem segir: Ég er best eða ég mun vinna. Þú hefur ekki stjórn á því heldur getur þú aðeins gert þitt besta. Þú veist ekkert hvað hinir keppendurnir hafa gert og átt engan möguleika á að stjórna því,“ sagði Katrín Tanja. „Sjálfstraustið sem ég elska og besta tilfinningin sem ég finn þegar ég mæti á CrossFit leikana er þegar ég hef trú á mér sjálfri og mínum hæfileikum. Það er sjálfstraustið sem kemur frá því að ég lagði mikið á mig í undirbúningnum og að ég sé eins vel undirbúin og ég gat verið,“ sagði Katrín Tanja „Það er sjálfstraust út frá því að ég veit að ég er tilbúin í allt sem bíður mín og það er sjálfstraust sem þú getur ekki falsað. Það er aðeins ég sem veit það hvort ég sé rétt undirbúin og ég fæ þetta sjálfstraust af því að ég unnið fyrir því,“ sagði Katrín Tanja „Þú getur falsað ákveðið sjálfstraust en ég vil sjálfstraust sem varð til af því að ég lagði mig fram á hverjum degi, ég borðaði rétt og gaf allt mitt á hverri æfingu. Þá getur þú treyst því að þú sért eins vel undirbúin og möguleiki var á. Því fylgir stórkostleg tilfinning en ég get ekki falsað hana,“ sagði Katrín Tanja að lokum. View this post on Instagram CONFIDENCE // @katrintanja s confidence comes from knowing how hard she s worked and prepared. Do you work hard enough to earn your confidence? #habits #comptrain A post shared by CompTrain (@comptrain.co) on Jul 21, 2020 at 10:01am PDT
CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Sjá meira