Yrja átti fimm hvolpa en átti samt ekki að geta átt hvolpa Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. apríl 2020 19:30 Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky. Rangárþing eystra Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Husky tíkin Yrja á Hvolsvelli kom eigendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaut fimm hvolpum því það var búið að segja þeim að hún væri ófrjó. Pabbi hvolpanna er þekktur hundur sem þefur upp lóðatíkur og opnar hurðir þar sem þær eiga heima á Hvolsvelli. Það fer vel um Yrju með hvolpana sína fimm, eina tík og fjóra rakka í sérsmíðuðu bæli heima hjá sér á Hvolsvelli hjá Berglindi Sigmundsdóttur og Arngrími Einarssyni. Þegar þau fengu Yrju þá tveggja ára frá ræktanda hennar voru þau fullvissuð um að hún væri ófrjó og gæti því aldrei eignast hvolpa en reyndin varð allt önnur. Yrja hagaði sér mjög undarlega fyrri gotið. „Við fengum greiningu á að hún væri með flóðmigu en okkur fannst það ekki passa en við hlýddum dýralækninum og gáfum henni lyf. Síðan skyndilega tveimur vikur eftir að hún hafði verið á þessum lyfjum þá fer hún að fá krampa. Við hringjum á dýravaktina og fáum upplýsingar um að koma með hana í sónar. Við gerum það og þegar hún er að labba inn um dyrnar þá byrjar hún að gjóta. Það kom okkur alveg af óvörum, algjör vorboði þessi elska að gefa okkur hvolpa í fangið núna þegar ástandið eins og það er“, segir Berglind. Berglind og Arngrímur á Hvolsvelli eru alsæl með hvolpana hennar Yrju og segja að nú rigni inn beiðnir til þeirra um að fá hvolp.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hver er pabbi hvolpanna fimm á Hvolsvelli? „Það er hundur hér í sveitinni sem er orðin ansi flinkur við að þefa uppi lóðandi tíkur og opna útidyra hurðirnar hjá þeim og við lentum í því í janúar að það var einn voða sætur sem lág bara á húninum hjá okkur og einn morguninn hleypti hann Yrju út og hún var frá okkur í tíu til fimmtán mínútur og það hvarflaði ekki að okkur að eitthvað svona gæti gerst“, bætir Berglind við. Berglind segir Yrju mjög góða mömmu, hún mjólki vel fyrir hvolpana sína og sinni þeim einstaklega vel. Það rignir inn beiðnum til Berglindar og Arngríms um að fá hvolp enda eru þær einstaklega sætir og fínir, blanda af Border Colly og Husky.
Rangárþing eystra Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira