Sara Sigmunds: Kveikti virkilega í mér að sjá þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2020 07:30 Sara Sigmundsdóttir ætlar sér stóra hluti á heimsleikunum í ár. Mynd/Instagram Sara Sigmundsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana og þá var gott fyrir hana að sjá síðu heimsleikanna rifja það upp þegar Sara stimplaði sig inn sem þriðja íslenska drottningin á heimsleikunum. Þegar CrossFit heimurinn hélt að litla Íslands ætti bara tvær CrossFir drottningar í allra fremstu röð þá mætti sú þriðja til leiks með stæl. Heimsleikarnir fyrir fimm árum voru eftirminnilegir fyrir margar sakir. Það er innan við mánuður í heimsleikana í CrossFit og forráðamenn leikanna eru duglegir við að rifja upp eftirminnilegar stundir frá leikunum á síðustu árum. Ísland hefur átt marga frábæra keppendur og kemur því oft fyrir í slíkum upprifjunum. Það á einnig við um þá sem birtist í gær. „Ertu nokkuð búinn að gleyma þegar þú sást Söru Sigmundsdóttur fyrst?“ Svo byrjar ný færsla á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. View this post on Instagram Repost from @emily_rolfe19 When ya girl is stoked for you to get that games ticket! . #tdshots for #sarasigmundsdottir #sonyalpha #bealphasports #gettysport #gettysports #crossfitgames #wza #wodapalooza #miami #niketraining #hype #SDMsports #complexsports #hypebeastsports #crossfit #compete #support @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Apr 6, 2020 at 12:39pm PDT Sara Sigmunsdóttir skaust fram í sviðsljósið á heimsleikunum fyrir fimm árum síðan með frábærri frammistöðu sinni í grein á föstudagskvöldinu á heimsleikunum 2015. Sara pakkaði öllum hinum stelpunum saman og tók um leið forystuna í keppninni. Þetta var fimmta greinin á leikunum og Sara hafði best náð fjórða sætinu í fyrstu fjórum. Hún varð níunda í bæði þriðju og fjórðu greininni. CrossFit samfélagið fékk að hafa áhrif á æfinguna og þar var kosið um að hækka þyngdina á stönginni úr 105 pundum í 144 pund hjá konunum sem jafngildir því að fara úr 47 kílóum í rúm 65 kíló. Sara sýndi styrk sinn með því að rústa þessari æfingu og það með bros á vör. Sara endaði á því að klára æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum. Hún var næstum því 54 sekúndum á undan næstu konu sem var landa hennar Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara átti eftir að vera í toppbaráttunni til enda keppninnar 2015 en missti af sigri í lokin og endaði þriðja. Þetta voru hennar fyrstu heimsleikar. Katrín Tanja Davíðsdóttir fór hins vegar alla leið og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í CrossFit. Áður haðfi Anníe Mist Þórisdóttir orðið tvisvar heimsmeistari. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndbrot þegar CrossFit heimurinn uppgötvaði nýjustu íslensku stórstjörnuna í CrossFit og fékk að kynnast keppnishörku og útgeislun Suðurnesjamærinnar. Sara endurbirti myndbandið á sinni síðu en hún hafði mjög gaman að þessu og sagði að þetta myndband hafi kveikt í henni í miðjum undirbúningi fyrir heimaleikana. Hún sagði það að þetta sé enn uppáhaldsminning hennar frá leikunum og það er auðvelt að trúa því. „Þetta kveikir virkilega í mér,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Seeing this posted on the @crossfitgames IG this morning brought me that warm and fuzzy Games feeling. The 2015 Heavy DT" is definitely my favorite Games memory of them all and this really me up! #younggrasshopper #crossfitgames #2015 #memorylane A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 24, 2020 at 11:11am PDT CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir er á fullu að undirbúa sig fyrir heimsleikana og þá var gott fyrir hana að sjá síðu heimsleikanna rifja það upp þegar Sara stimplaði sig inn sem þriðja íslenska drottningin á heimsleikunum. Þegar CrossFit heimurinn hélt að litla Íslands ætti bara tvær CrossFir drottningar í allra fremstu röð þá mætti sú þriðja til leiks með stæl. Heimsleikarnir fyrir fimm árum voru eftirminnilegir fyrir margar sakir. Það er innan við mánuður í heimsleikana í CrossFit og forráðamenn leikanna eru duglegir við að rifja upp eftirminnilegar stundir frá leikunum á síðustu árum. Ísland hefur átt marga frábæra keppendur og kemur því oft fyrir í slíkum upprifjunum. Það á einnig við um þá sem birtist í gær. „Ertu nokkuð búinn að gleyma þegar þú sást Söru Sigmundsdóttur fyrst?“ Svo byrjar ný færsla á Instagram síðu heimsleikanna í CrossFit. View this post on Instagram Repost from @emily_rolfe19 When ya girl is stoked for you to get that games ticket! . #tdshots for #sarasigmundsdottir #sonyalpha #bealphasports #gettysport #gettysports #crossfitgames #wza #wodapalooza #miami #niketraining #hype #SDMsports #complexsports #hypebeastsports #crossfit #compete #support @trainingdaymedia A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Apr 6, 2020 at 12:39pm PDT Sara Sigmunsdóttir skaust fram í sviðsljósið á heimsleikunum fyrir fimm árum síðan með frábærri frammistöðu sinni í grein á föstudagskvöldinu á heimsleikunum 2015. Sara pakkaði öllum hinum stelpunum saman og tók um leið forystuna í keppninni. Þetta var fimmta greinin á leikunum og Sara hafði best náð fjórða sætinu í fyrstu fjórum. Hún varð níunda í bæði þriðju og fjórðu greininni. CrossFit samfélagið fékk að hafa áhrif á æfinguna og þar var kosið um að hækka þyngdina á stönginni úr 105 pundum í 144 pund hjá konunum sem jafngildir því að fara úr 47 kílóum í rúm 65 kíló. Sara sýndi styrk sinn með því að rústa þessari æfingu og það með bros á vör. Sara endaði á því að klára æfinguna á 8 mínútum og 25 sekúndum. Hún var næstum því 54 sekúndum á undan næstu konu sem var landa hennar Katrín Tanja Davíðsdóttir. Sara átti eftir að vera í toppbaráttunni til enda keppninnar 2015 en missti af sigri í lokin og endaði þriðja. Þetta voru hennar fyrstu heimsleikar. Katrín Tanja Davíðsdóttir fór hins vegar alla leið og tryggði sér sinn fyrsta heimsmeistaratitil í CrossFit. Áður haðfi Anníe Mist Þórisdóttir orðið tvisvar heimsmeistari. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndbrot þegar CrossFit heimurinn uppgötvaði nýjustu íslensku stórstjörnuna í CrossFit og fékk að kynnast keppnishörku og útgeislun Suðurnesjamærinnar. Sara endurbirti myndbandið á sinni síðu en hún hafði mjög gaman að þessu og sagði að þetta myndband hafi kveikt í henni í miðjum undirbúningi fyrir heimaleikana. Hún sagði það að þetta sé enn uppáhaldsminning hennar frá leikunum og það er auðvelt að trúa því. „Þetta kveikir virkilega í mér,“ skrifaði Sara Sigmundsdóttir á Instagram síðu sína eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram Seeing this posted on the @crossfitgames IG this morning brought me that warm and fuzzy Games feeling. The 2015 Heavy DT" is definitely my favorite Games memory of them all and this really me up! #younggrasshopper #crossfitgames #2015 #memorylane A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) on Aug 24, 2020 at 11:11am PDT
CrossFit Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Í beinni: FH - Stjarnan | Heldur sigurganga FH-inga áfram? Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Frederik Schram fundinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Lést á leiðinni á æfingu Dagskráin: Kemst Ármann upp í Bónus deildina? „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sjá meira