Lýgin innra með mér Gunnar Dan Wiium skrifar 25. ágúst 2020 11:00 Get ég fylgst með heiminum innanfrá? Ég fer í gegnum lífið lesandi fréttir. Heyri af atburðum og set mig inn í nýjasta slúðrið. Ég hlusta á þríeykið finna upp hjólið á hverjum degi. Stundum er það þríhyrnt, stundum sexhyrnt og stundum trapisa. Ég tek til og reiti arfa í garðinum. Fylgist grant með hvort hundaeigendurnir poki ekki kúkinn af grasinu því ég trúi ekki á girðingar þó mér sé ílla við saur milli tánna. Ég sé flísina í öðrum og bendi óspart. Ég leita í örvæntingu að sannleika utan við mig en finn aldrei neitt nema lýgi. Minnir mig á söguna af betlaranum sem eyddi ævinni sitjandi á hálf ónýtri kistu betlandi aura. Eftir að hann dó kom það í ljós að kistan sem hann sat á var fjarsjóðskista full af gulli og demöntum betlaranum óafvitandi. Svo því spyr ég mig hvort heiminn sé að finna innra með mér? Get ég byrjað þar? Öll viljum við finna sannleikan og tilgang. Allar vörur eru seldar okkur sem sannleikur og tilgangur. Við erum nánast tilbúin að gera hvað sem er fyrir sannleika, eitthvað hreint og áreynslulaust. Raunverulega gleði og kærleik, sjálfs kærleik. En ég segi nánast, við erum kannski ekki tilbúin að gera allt, bara nánast allt. Kannski viljum við það alveg en erum ekki tilbúin að sjá að ytra er einungis spegilmynd þess innra. Innra er miklihvellurinn sem framkallar þennslu þess raunveruleika sem svo er skynjaður af hverjum og einum. Þess vegna í stað þess eins og fiskur í leit af vatni staldra ég við og rýni inn í myrkrið með athygli á það eina sem er, andardráttur. Ég leita án þess að leita. Eindirnar byrja að hrannast upp hver af annari í örvæntingu og lífsþorsta. Þær sækjast í athygli, samsömum með sjálfi sem ég veiti þeim ekki því athyglin er andardráttur. Það þarf ekkert mikið til að þær missa mátt sinn og sökkva til botns í þykkt leðjulag. Eins og molta sem svo með tímanum við réttar aðstæður kristallast yfir í fjársjóð. Eftir situr sannleikurinn. Rýmið sem þarf til speglunar sjálfs í tærri tjörn vitundar. Svo bræður og systur, ef þið hafið komist í gegnum þessa langloku, og trúið mér, alls ekki sjálfgefið. Þá leitið inná við að lýginni einungis í þeim tilgangi að upplifa sannleikan sem við í raun og veru erum. Við erum sannleikurinn sem leitar sjálfs síns. Höfundur er smíðakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikrit Landsvirkjunar skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Get ég fylgst með heiminum innanfrá? Ég fer í gegnum lífið lesandi fréttir. Heyri af atburðum og set mig inn í nýjasta slúðrið. Ég hlusta á þríeykið finna upp hjólið á hverjum degi. Stundum er það þríhyrnt, stundum sexhyrnt og stundum trapisa. Ég tek til og reiti arfa í garðinum. Fylgist grant með hvort hundaeigendurnir poki ekki kúkinn af grasinu því ég trúi ekki á girðingar þó mér sé ílla við saur milli tánna. Ég sé flísina í öðrum og bendi óspart. Ég leita í örvæntingu að sannleika utan við mig en finn aldrei neitt nema lýgi. Minnir mig á söguna af betlaranum sem eyddi ævinni sitjandi á hálf ónýtri kistu betlandi aura. Eftir að hann dó kom það í ljós að kistan sem hann sat á var fjarsjóðskista full af gulli og demöntum betlaranum óafvitandi. Svo því spyr ég mig hvort heiminn sé að finna innra með mér? Get ég byrjað þar? Öll viljum við finna sannleikan og tilgang. Allar vörur eru seldar okkur sem sannleikur og tilgangur. Við erum nánast tilbúin að gera hvað sem er fyrir sannleika, eitthvað hreint og áreynslulaust. Raunverulega gleði og kærleik, sjálfs kærleik. En ég segi nánast, við erum kannski ekki tilbúin að gera allt, bara nánast allt. Kannski viljum við það alveg en erum ekki tilbúin að sjá að ytra er einungis spegilmynd þess innra. Innra er miklihvellurinn sem framkallar þennslu þess raunveruleika sem svo er skynjaður af hverjum og einum. Þess vegna í stað þess eins og fiskur í leit af vatni staldra ég við og rýni inn í myrkrið með athygli á það eina sem er, andardráttur. Ég leita án þess að leita. Eindirnar byrja að hrannast upp hver af annari í örvæntingu og lífsþorsta. Þær sækjast í athygli, samsömum með sjálfi sem ég veiti þeim ekki því athyglin er andardráttur. Það þarf ekkert mikið til að þær missa mátt sinn og sökkva til botns í þykkt leðjulag. Eins og molta sem svo með tímanum við réttar aðstæður kristallast yfir í fjársjóð. Eftir situr sannleikurinn. Rýmið sem þarf til speglunar sjálfs í tærri tjörn vitundar. Svo bræður og systur, ef þið hafið komist í gegnum þessa langloku, og trúið mér, alls ekki sjálfgefið. Þá leitið inná við að lýginni einungis í þeim tilgangi að upplifa sannleikan sem við í raun og veru erum. Við erum sannleikurinn sem leitar sjálfs síns. Höfundur er smíðakennari.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar