Erlendir ferðamenn skoða Stuðlagil þrátt fyrir grugguga Jöklu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. ágúst 2020 16:04 Áin er venjulega grænblá en er nú orðin gruggug og mórauð eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar. Vísir/Vilhelm - Aðsend/Stefanía Katrín Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“ Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Einn landeigenda Grundar á Efri Jökuldal segir ásókn íslenskra ferðamanna í Stuðlagil hafa minnkað töluvert frá því í byrjun ágúst. Ekkert lát hafi þó orðið á heimsóknum erlendra ferðamanna, sem vilji sjá gilið þrátt fyrir að áin sé orðin gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni Kárahnjúkavirkjunar í Jöklu. Seint á laugardag fylltist lónið og var losað úr því á föstudag að sögn Stefaníu Katrínar Karlsdóttur, eins landeigenda á Grund. Jökla sé því gruggug og mórauð líkt og aðrar jökulsár en ekki grænblá líkt og gilið hefur orðið frægt fyrir undanfarið. Náttúruperlan er orðin einn vinsælasti ferðamannastaður landsins þó að ásýnd gilsins hafi ekki komið almennilega í ljós fyrr en eftir að Kárahnjúkavirkjun var tekin í notkun. Finna fyrir minnkandi aðsókn „Íslendingarnir sprungu út í ferðalög frá 25. júní til 10. ágúst. Ég var þarna, kom heim fyrir viku síðan og hafði þá verið í tíu daga, þetta er alveg áberandi að Íslendingarnir eru fram í fyrstu vikuna í ágúst en það er slatti af erlendum ferðamönnum á landinu,“ segir Stefanía. Jökla er orðin mjög gruggug eftir að hleypt var úr Hálslóni í ána.Aðsend/Stefanía Katrín Karlsdóttir „Við finnum fyrir fækkun núna, sennilega út af því að það er erfiðara að koma hingað sem ferðamaður, sæta sóttkví og alls konar, þannig að það er alveg eitthvað fólk á ferðinni en það er færra núna.“ „Ég skynja það ekki að erlendir ferðamenn, auðvitað verða þeir fyrir vonbrigðum að sjá ekki græna vatnið, en þeir koma samt ef þeir eru á ferðinni. Íslendingar ákveða miklu frekar að koma seinna ef yfirfall er byrjað að flæða í ána úr lóninu. Erlendur ferðamaður sem reiknar ekki með að koma aftur til Íslands í bráð nýtir tækifærið og skoðar allt mögulegt,“ segir Stefanía. Mikil ásókn ferðamanna hefur verið að gilinu í sumar og er nú verið að reisa útsýnispall á Grundarlandi. Verkið er komið vel á veg að sögn Stefaníu og stendur til að verkinu verði lokið í september. Stefanía segir það ekki óvenjulegt að Hálslón fyllist á þessum tíma, það hafi jafnvel gerst fyrr en í fyrra flæddi úr lóninu rétt eftir verslunarmannahelgi. „Það getur alveg verið breytileiki á milli ára og breytileikinn undanfarin ár er þannig að okkur þykir snemmt þegar þetta er svona í byrjun ágúst og svo hafa komið einhver ár þar sem þetta gerist í lok ágúst. Núna þykir okkur þetta í seinna lagi.“
Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40 Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Stuðlagil ekki staður fyrir uppblásna einhyrninga „Þetta er ekki baðstaður og þetta er ekki sundstaður. Þarna eru miklir straumar og hluta ársins er þetta nú kolmórauð jökulsá,“ segir Jónas Guðmundsson hjá Landsbjörg spurður um álit á nýlegri ferð áhrifavaldsins Helga Jean Claessen um Stuðlagil á uppblásnum einhyrningi. 11. ágúst 2020 10:40
Líkir dreifingu mynda af Stuðlagili við faraldur Stuðlagil er orðið að einum vinsælasta viðkomustað ferðamanna á Austurlandi. Landeigendur hafa engar tekjur af ferðamannastraumnum. 4. ágúst 2020 10:44