Þurfi kraftaverk svo Blake geti gengið aftur Sylvía Hall skrifar 25. ágúst 2020 22:40 Jacob Blake eldri hefur gagnrýnt lögreglu harðlega. Hann segir óskiljanlegt að lögregla hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskyldu hans. Vísir/Getty Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna lögregla hafði afskipti af Blake en myndbönd af vettvangi sýna lögreglumann grípa í hann og hleypa af skotum. Mótmæli hafa brotist út vegna atviksins og var þjóðvarðliðið kallað út. Á vef AP fréttaveitunnar er haft eftir lögmanni Blake að mænan hafi farið í sundur og skemmdir hafi orðið á einhverjum líffærum. Blake var í aðgerð þegar rætt var við lögmanninn. „Það þarf kraftaverk svo Jacob Blake Jr. geti gengið aftur,“ sagði Ben Crump lögmaður Blake. Að sögn Crump mun Blake leita réttar síns vegna skotárásarinnar. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis hafa kallað eftir breytingum vegna málsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sagði kerfið vera gallað og lögin fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Faðir Blake, Jacob Blake eldri, hefur gagnrýnt lögregluna harðlega og furðar sig á því að lögreglumaðurinn hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskylduna. Blake er þriggja barna faðir og eru börnin sögð hafa orðið vitni að því þegar faðir þeirra var skotinn. „Þeir skutu son minn sjö sinnum, eins og hann skipti ekki máli. En sonur minn skiptir máli. Hann er manneskja og skiptir máli.“ Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38 Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Jacob Blake er lamaður fyrir neðan mitti eftir að lögreglumaður skaut hann margsinnis í bakið í borginni Kenosha í Wisconsin gær. Ekki liggur fyrir hvers vegna lögregla hafði afskipti af Blake en myndbönd af vettvangi sýna lögreglumann grípa í hann og hleypa af skotum. Mótmæli hafa brotist út vegna atviksins og var þjóðvarðliðið kallað út. Á vef AP fréttaveitunnar er haft eftir lögmanni Blake að mænan hafi farið í sundur og skemmdir hafi orðið á einhverjum líffærum. Blake var í aðgerð þegar rætt var við lögmanninn. „Það þarf kraftaverk svo Jacob Blake Jr. geti gengið aftur,“ sagði Ben Crump lögmaður Blake. Að sögn Crump mun Blake leita réttar síns vegna skotárásarinnar. Lögreglan í Kenosha hefur veitt litlar upplýsingar um atburðarásina en segja útkallið hafa komið til vegna tilkynningar um heimilisdeilur. Stærstu íþróttalið Wisconsin-ríkis hafa kallað eftir breytingum vegna málsins. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Green Bay Packers, sagði kerfið vera gallað og lögin fordómafull gagnvart minnihlutahópum. Faðir Blake, Jacob Blake eldri, hefur gagnrýnt lögregluna harðlega og furðar sig á því að lögreglumaðurinn hafi skotið son sinn fyrir framan fjölskylduna. Blake er þriggja barna faðir og eru börnin sögð hafa orðið vitni að því þegar faðir þeirra var skotinn. „Þeir skutu son minn sjö sinnum, eins og hann skipti ekki máli. En sonur minn skiptir máli. Hann er manneskja og skiptir máli.“
Bandaríkin Black Lives Matter Tengdar fréttir Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16 Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38 Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sjá meira
Jacob Blake sagður lamaður fyrir neðan mitti Jacob Blake, maðurinn sem skotinn var í bakið af lögreglumönnum í borginni Kenosha í Wisconsin í Bandaríkjunum er lamaður fyrir neðan mitt að sögn föðurs hans. 25. ágúst 2020 14:16
Þjóðvarðlið kallað út vegna mótmæla í kjölfar þess að lögregla skaut svartan mann Þjóðvarðlið Bandaríkjanna hefur verið kallað út í Wisconsin eftir að mótmælum brutust út eftir svartur maður var í enn eitt skiptið skotinn af lögreglumönnum. 24. ágúst 2020 23:38
Þungt haldinn eftir að hafa verið skotinn af lögreglu Mótmælt var víða í Wisconsin-ríki í Bandaríkjunum í nótt eftir að svartur maður var skotinn af lögreglu í borginni Kenosha. 24. ágúst 2020 08:04