Íslensk jarðarber og hindber slá í gegn hjá neytendum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. maí 2020 19:30 Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón. Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Ný íslensk jarðarber og hindber hafa heldur betur slegið í gegn hjá landsmönnum því eftir að þau komu á markað fyrir nokkrum vikum seljast þau eins og heitar lummur. Ræktunarstjóri segir ánægjulegt að sjá hvað Íslendingar eru sólgnir í afurðir garðyrkjubænda á tímum kórónuveirunnar. Í Reykholti í Biskupstungum í Bláskógabyggð er mikið að gerast þegar um ræktun berja er að ræða því Íslendingar virðast vera sólgnir í íslensk jarðarber og hindber. Það er gaman að koma í garðyrkjustöðina Kvista og sjá öll fallegu jarðarberin og hindberin, sem vaxa þar á plöntunum og sjá starfsfólkið týna berin í öskjurnar. Gróðurhúsin eru um fjögur þúsund fermetrar. „Það gengur bara mjög vel, við erum búin að vera heppin með sól í vor þannig að berin roðna mjög vel og eru mjög safarík, stór og fín,“ segir Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum. Sigurjón segir að landsmenn bíða alltaf eftir berjunum á vorin enda eru þau ekki á markaðnum yfir háveturinn. En verður til nóg af berjum í sumar? „Já, það verður algjörlega nóg fyrir sumarið, það verður alveg séð til þess,“ segir Sigurjón og hlær.Sigurjón Sæland, ræktunarstjóri á Kvistum í Reykholti í Bláskógabyggð.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segist ekki skilja af hverju það er verið að flytja inn til landsins jarðarber á meðan það er til nóg af íslenskum berjum. „Nei, því að kolefnisfótspor þessara berja, sem eru flutt hér inn er gríðarlega hátt. Við myndum bæði spara gjaldeyri og við myndum koma á móts við Parísarsamkomulagið ef við hugsuðum svolítið um okkur sjálf og værum svolítið meðvituð um það sem við erum að gera og það sem við erum að framleiða.“Það er nóg að gera hjá starfsmönnum við að tína jarðarberin og hindberin í öskjur áður en þau fara í verslanir til sölu. Það er einnig hægt að koma heim að Kvistum og kaupa berin beint þar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Sigurjón segir skemmtilegt vinna við að rækta ber og hugsa um þau. „Jú, og sérstaklega að vera líka með býflugurnar hérna í kringum sig og heyra suðið í þeim á morgnanna þegar þær eru alveg á fullu að vinna fyrir okkur. Þetta er alveg yndislegt að geta alltaf verið inni í logni og góðu veðri,“ segir Sigurjón.
Bláskógabyggð Garðyrkja Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira