„Meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2020 13:15 Breiðablik mætir Rosenborg í fimmtánda Evrópuleik félagsins. vísir/vilhelm Breiðablik mætir Rosenborg, einu stærsta liði Norðurlanda, í forkeppni Evrópudeildarinnar á Lerkendal í Þrándheimi í dag. Rosenborg hefur 26 sinnum orðið norskur meistari, oftast allra liða, og er fastagestur í Evrópukeppnum. Leikurinn í dag er 272. Evrópuleikur Rosenborg. Til samanburðar spilar Breiðablik Evrópuleik númer fimmtán í dag. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að það fari vel um Blika í Þrándheimi þótt aðstæður séu vissulega sérstakar vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er fínt. Við erum bara í smá sápukúlu. Við lentum fyrir hádegi í gær og fórum í sýnatöku. Við tókum eina æfingu og erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. Breiðabliksliðið æfði í dag á Lerkendal vellinum fyrir leikinn mikilvæga á morgun pic.twitter.com/BFuP88UysI— Blikar.is (@blikar_is) August 26, 2020 Stórt að fá göngutúrinn Í ljósi ástandsins halda Blikar sig mestmegnis inni á hóteli. Þeir fá þó að fara í göngutúr fyrir leikinn. „Við fengum það í gegn. Það var stórt,“ sagði Höskuldur hlæjandi. „Við fáum aðeins að sjá utan veggja hótelsins. Svo er það bara leikurinn.“ Breiðablik vann 0-1 sigur á Gróttu í síðasta leik liðsins í Pepsi Max-deild karla.vísir/hag Þrátt fyrir að verkefnið sé ærið og andstæðingurinn sterkur eru Blikar brattir fyrir leikinn í dag. „Þetta er risalið með risasögu en þeir eru kannski pínu veikir fyrir núna og ekki alveg á þeim stalli sem þeir hafa verið á. Þjálfarinn var rekinn nýlega og þeir eru í smá millibilsástandi. Vonandi náum við að koma þeim á óvart,“ sagði Höskuldur en Rosenborg er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar er hálfnuð. Stór skepna „Þjálfarateymið okkar leggur mikinn metnað í að leikgreina andstæðinginn og við erum búnir að fara á nokkra töflufundi. Við erum með plan hvernig við ætlum að særa þá. En á sama tíma erum við meðvitaðir um að þeir eru aðeins sterkari andstæðingur en maður er vanur heima. Allt gerist hraðar og maður hefur minni tíma. Við ætlum að reyna að halda í okkar einkenni vitum við að þetta er stór skepna sem það þarf að taka hausinn af,“ sagði Höskuldur. Hann segir að nýtt fyrirkomulag í forkeppninni, einn leikur í stað tveggja, heima og að heiman, ætti að auka möguleika Breiðabliks. „Þetta er meiri bikarleikur sem ég held að sé gott fyrir okkur. Ég held það séu meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði,“ sagði Höskuldur. Úr fyrsta Evrópuleik Breiðabliks, gegn Motherwell í Skotlandi 2010.getty/Craig Halkett Þetta er í annað sinn sem Breiðablik og Rosenborg eigast við en þau mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2011. Norska liðið vann fyrri leikinn, 5-0, en Blikar þann seinni, 2-0, með mörkum Dylans McAllister og Kristins Steindórssonar. Sá síðarnefndi gekk aftur í raðir Blika fyrir þetta tímabil og hefur leikið sérlega vel í sumar. Man þegar Kiddi setti hann í fjær „Ég var ekki hópnum þarna, enda bara gutti. En ég man eftir heimaleiknum. Ég horfði á hann úr stúkunni. Ég man alltaf þegar Kiddi Steindórs setti hann í fjær og kom okkur í 2-0,“ sagði Höskuldur. „Ég man líka að rimman var búin eftir fyrri leikinn. Stemmningin var ekki alveg eins mikil og ef fyrri leikurinn hefði farið 1-0 eða 1-1. Þetta var í raun aldrei spennandi. En sigur á Rosenborg telur.“ Leikur Rosenborg og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Breiðablik mætir Rosenborg, einu stærsta liði Norðurlanda, í forkeppni Evrópudeildarinnar á Lerkendal í Þrándheimi í dag. Rosenborg hefur 26 sinnum orðið norskur meistari, oftast allra liða, og er fastagestur í Evrópukeppnum. Leikurinn í dag er 272. Evrópuleikur Rosenborg. Til samanburðar spilar Breiðablik Evrópuleik númer fimmtán í dag. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir að það fari vel um Blika í Þrándheimi þótt aðstæður séu vissulega sérstakar vegna kórónuveirufaraldursins. „Þetta er fínt. Við erum bara í smá sápukúlu. Við lentum fyrir hádegi í gær og fórum í sýnatöku. Við tókum eina æfingu og erum bara að undirbúa okkur fyrir leikinn,“ sagði Höskuldur í samtali við Vísi í dag. Breiðabliksliðið æfði í dag á Lerkendal vellinum fyrir leikinn mikilvæga á morgun pic.twitter.com/BFuP88UysI— Blikar.is (@blikar_is) August 26, 2020 Stórt að fá göngutúrinn Í ljósi ástandsins halda Blikar sig mestmegnis inni á hóteli. Þeir fá þó að fara í göngutúr fyrir leikinn. „Við fengum það í gegn. Það var stórt,“ sagði Höskuldur hlæjandi. „Við fáum aðeins að sjá utan veggja hótelsins. Svo er það bara leikurinn.“ Breiðablik vann 0-1 sigur á Gróttu í síðasta leik liðsins í Pepsi Max-deild karla.vísir/hag Þrátt fyrir að verkefnið sé ærið og andstæðingurinn sterkur eru Blikar brattir fyrir leikinn í dag. „Þetta er risalið með risasögu en þeir eru kannski pínu veikir fyrir núna og ekki alveg á þeim stalli sem þeir hafa verið á. Þjálfarinn var rekinn nýlega og þeir eru í smá millibilsástandi. Vonandi náum við að koma þeim á óvart,“ sagði Höskuldur en Rosenborg er í 4. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar keppni þar er hálfnuð. Stór skepna „Þjálfarateymið okkar leggur mikinn metnað í að leikgreina andstæðinginn og við erum búnir að fara á nokkra töflufundi. Við erum með plan hvernig við ætlum að særa þá. En á sama tíma erum við meðvitaðir um að þeir eru aðeins sterkari andstæðingur en maður er vanur heima. Allt gerist hraðar og maður hefur minni tíma. Við ætlum að reyna að halda í okkar einkenni vitum við að þetta er stór skepna sem það þarf að taka hausinn af,“ sagði Höskuldur. Hann segir að nýtt fyrirkomulag í forkeppninni, einn leikur í stað tveggja, heima og að heiman, ætti að auka möguleika Breiðabliks. „Þetta er meiri bikarleikur sem ég held að sé gott fyrir okkur. Ég held það séu meiri möguleikar á 90 mínútum en 180 mínútum gegn svona liði,“ sagði Höskuldur. Úr fyrsta Evrópuleik Breiðabliks, gegn Motherwell í Skotlandi 2010.getty/Craig Halkett Þetta er í annað sinn sem Breiðablik og Rosenborg eigast við en þau mættust í forkeppni Meistaradeildar Evrópu 2011. Norska liðið vann fyrri leikinn, 5-0, en Blikar þann seinni, 2-0, með mörkum Dylans McAllister og Kristins Steindórssonar. Sá síðarnefndi gekk aftur í raðir Blika fyrir þetta tímabil og hefur leikið sérlega vel í sumar. Man þegar Kiddi setti hann í fjær „Ég var ekki hópnum þarna, enda bara gutti. En ég man eftir heimaleiknum. Ég horfði á hann úr stúkunni. Ég man alltaf þegar Kiddi Steindórs setti hann í fjær og kom okkur í 2-0,“ sagði Höskuldur. „Ég man líka að rimman var búin eftir fyrri leikinn. Stemmningin var ekki alveg eins mikil og ef fyrri leikurinn hefði farið 1-0 eða 1-1. Þetta var í raun aldrei spennandi. En sigur á Rosenborg telur.“ Leikur Rosenborg og Breiðabliks hefst klukkan 17:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Breiðablik Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira