"Lag á dag“ frá matreiðslumeistara í Þorlákshöfn Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. maí 2020 19:30 „Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Lag á dag“ hefur verið þemaverkefni matreiðslumeistara í Þorlákshöfn síðustu sextíu og fjóra daga, eða eftir að hann missti vinnuna vegna kórónuveirunnar. Hann segir að tónlistin, sem hann streymir á Facebook á hverjum degi hafi bjargað geðheilsu sinni. Ásgeir Kristján Guðmundsson frá Flateyri býr í Þorlákshöfn með fjölskyldu sinni, tveimur hundum og ketti. Ásgeir, sem er matreiðslumeistari og hefur starfað í Litlu Kaffistofunni missti vinnuna í upphafi kórónuveirufaraldursins og er enn atvinnulaus. Hann er líka trúbador og ákvað strax að gera eitthvað jákvætt í atvinnuleysinu á hverjum degi og þá var það gítarinn og söngurinn, „Eitt lag á dag“ á Facebook. „Ég tók upp hjá sjálfum mér að gera „Lag á dag“ og það hefur fengið mjög góð viðbrögð. Fólk er að senda mér til baka að það hjálpi sér í leiðindunum. Þetta er orðnir held ég 64 dagar núna, þannig að það eru komin 64 lög. Svo þegar maður verður búin með það sem maður kann þá þarf maður að æfa nýtt, þannig að þetta er svona vinn, vinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir segist alltaf spila nýtt lag á hverjum degi, hann hefur aldrei spilað sama lagið tvisvar. „Nei, ég reyni að sleppa því, ég held bókhald yfir það þannig að ég reyni að ruglast ekki. Þetta hefur algjörlega bjargað geðheilsunni minni á þessum skrýtnu tímum, vakna á morgnanna og huga um þetta“ segir hann.Ásgeir er atvinnulaus en vonast til að fá einhverja dagvinnu á næstu dögum eða vikum.Magnús Hlynur Hreiðarsson.En hvað ætlar Ásgeir að spila lengi í viðbót lag á dag? „Þangað til að ég verð komin með dagvinnu, ég ætla að reyna að standa við það. Ef það verður langt þá verður það svaka prógramm, ég get spilað heilu sólarhringana þá“, segir Ásgeir og hlær. En einhverjir nenna ekki að hlusta á hann lengur og útvega honum vinnu, hættir hann þá? „Já, það er mjög gott, ef þér finnst þetta leiðinlegt þá er bara að ráða mig. Ég er til í að skoða allt, nema að koma nakinn fram eins og Stuðmenn sögðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ölfus Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira