Starfsmaður íþróttahúss sakaður um að hafa löðrungað níu ára dreng Sylvía Hall skrifar 28. ágúst 2020 16:23 Málinu er ekki lokið að sögn bæjarstjóra Reykjanesbæjar. Vísir/Vilhelm Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“ Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Starfsmaður í íþróttahúsi í Reykjanesbæ er sakaður um að hafa slegið níu ára dreng í andlitið þegar hann var í íþróttum á skólatíma. Atvikið átti sér stað í lok maímánaðar en að sögn móður drengsins sagði starfsmaðurinn drenginn og vini hans hafa verið óþekka eftir íþróttatíma og hann hafi þurft að „grípa aðeins í hann“. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar segir málið til meðferðar. Móðir drengsins greinir frá atvikum málsins í færslu á Facebook-síðu sinni í gær og hefur færslan vakið hörð viðbrögð. Gagnrýnir hún að starfsmaðurinn hafi verið mættur aftur til starfa í haust þegar skólahald byrjaði á ný, en hann hafði verið látinn fara á meðan rannsókn stóð yfir. Ekkert réttlæti að maðurinn starfi með börnum ef hann getur ekki haft stjórn á skapi sínu. „Það barst ekki kæra frá skólanum og maðurinn fékk sér lögfræðing, þannig ekkert var hægt að gera nema gefa honum áminningu. Áminningu fyrir að slá 9 ára gamalt barn utanundir. Það varð einhver misskilningur á milli skólans og forstöðumannsins til þess að engin kæra barst,“ skrifar Kristín Helga Magnúsdóttir, móðir drengsins. Í framhaldinu hafi verið lagt til að hún og sonur hennar myndu eiga fund með manninum, sem hún furðar sig á. Það sé ósanngjarnt að ætlast til að drengurinn sé settur í aðstæður „með fullorðnum manni sem beitti hann ofbeldi“ og þannig væri verið að setja ábyrgðina um farsæl málalok á barnið. Hún segist hafa tekið þá ákvörðun að senda drenginn ekki í íþróttir á meðan maðurinn starfar í íþróttahúsinu. Hann sé hræddur við að fara í íþróttir vegna mannsins og hún ætli ekki að bjóða honum upp á það að hann gæti mögulega rekist á hann á skólatíma. Atvikið átti sér stað á skólatíma en drengurinn gengur í Holtaskóla.Facebook/Holtaskóli Málinu ekki lokið Starfsmaðurinn sem um ræðir starfar hjá íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar og er málið til meðferðar innan stjórnsýslu bæjarins. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir það vera í eðlilegum farvegi en því sé ekki lokið. „Þetta eru í rauninni tvö mál; þetta er annars vegar mál skólans gagnvart barninu og fjölskyldunni og foreldrum, í því sér skólinn um samskiptin. Hins vegar er þetta starfsmannamál – aðilinn er starfsmaður íþróttamannvirkja Reykjanesbæjar og þar er þetta starfsmannamál,“ segir Kjartan í samtali við Vísi. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri í Reykjanesbæ.Vísir/Einar Helga Hildur Snorradóttir, skólastjóri Holtaskóla, sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál þegar blaðamaður hafði samband. Móðir drengsins starfar hjá velferðarsviði Reykjanesbæjar og vinnur því í ráðhúsinu líkt og bæjarstjórinn. Hann segist ekki hafa rætt við hana um málið, enda sjái skólinn um samskiptin við foreldra. „Skólayfirvöld hafa verið í sambandi við móðurina, ég hef ekki verið í sambandi við hana að öðru leyti en því að hún vinnur hér í ráðhúsinu. Hún er ekki í því máli sem slík. Ég hef ekki blandað mér beint í þau samskipti.“ Kjartan segist ekki vita til þess að fleiri mál hafi komið upp í tengslum við þennan tiltekna starfsmann. Það séu þó dæmi um að tilkynningar hafi borist frá foreldrum vegna samskipta barna við starfsmenn. „Það hafa komið upp í gegnum tíðina í kerfinu hjá okkur þar sem samskipti starfsmanna við börn eða unglinga hafa kannski ekki verið eins og við hefðum kosið.“
Skóla - og menntamál Reykjanesbær Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Fleiri fréttir Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?