Meta neikvæð áhrif Covid-19 á fjárhag sveitafélaga á 33 milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. ágúst 2020 19:08 Áhrif Covid-19 faraldursins á fjárhag sveitarfélaga eru hlutfallslega mest þar sem umfang ferðaþjónustu er hlutfallslega stærst. Vísir/Vilhelm Gera má ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra hér á landi verði 26,6 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins 2020. Með auknum fjárfestingum upp á 6,5 milljarða nær talan rúmlega 33 milljörðum. Þetta er á meðal niðurstaðna sem finna má í skýrslu starfshóps um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir meðal annars að almennt sé hægt að segja að að áhrif Covid-19 faraldursins séu hlutfallslega mest þar sem umfang ferðaþjónustu er hlutfallslega stærst og þar sem ætla má að útgjöld vegna félagslegrar þjónustu og fjárhagsaðstoðar vegi þyngst. Þannig sé mörgum sveitarfélögum þröngur stakkur sniðinn hvað varðar viðbrögð við ástandinu, sérstaklega í ljósi þess hve reyna mun á framlög þeirra vegna lögbundinna verkefna, ekki síst í velferðar- og skólamálum. Í skýrslunni segir einnig að til að setja tölurnar sem nefndar voru í upphafi í samhengi hafi heildarútgjöld sveitarfélaganna árið 2019 verið rúmlega 390 milljarðar króna. Áhrifin nemi því 8,5 prósent af heildarútgjöldum sveitarfélaga frá árinu 2019 eða um 1,1 prósent af vergri landsframleiðslu sama ár. „Hér væru því um verulegar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu tilliti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn áætlar að útsvarstekjur sveitarfélaganna, stærsti einstaki tekjustofn þeirra, muni dragast verulega saman. Sveitarfélögin hafi gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum sínum að útsvarstekjur ársins myndu nema rúmlega 223 milljörðum króna en samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir má ætla að útsvarstekjurnar verði nokkuð minni eða um 212 milljarðar króna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira
Gera má ráð fyrir að samanlögð rekstrarniðurstaða sveitarfélaganna allra hér á landi verði 26,6 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins 2020. Með auknum fjárfestingum upp á 6,5 milljarða nær talan rúmlega 33 milljörðum. Þetta er á meðal niðurstaðna sem finna má í skýrslu starfshóps um áhrif Covid-19 á fjármál sveitarfélaga sem Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í dag. Í skýrslunni, sem lesa má hér, segir meðal annars að almennt sé hægt að segja að að áhrif Covid-19 faraldursins séu hlutfallslega mest þar sem umfang ferðaþjónustu er hlutfallslega stærst og þar sem ætla má að útgjöld vegna félagslegrar þjónustu og fjárhagsaðstoðar vegi þyngst. Þannig sé mörgum sveitarfélögum þröngur stakkur sniðinn hvað varðar viðbrögð við ástandinu, sérstaklega í ljósi þess hve reyna mun á framlög þeirra vegna lögbundinna verkefna, ekki síst í velferðar- og skólamálum. Í skýrslunni segir einnig að til að setja tölurnar sem nefndar voru í upphafi í samhengi hafi heildarútgjöld sveitarfélaganna árið 2019 verið rúmlega 390 milljarðar króna. Áhrifin nemi því 8,5 prósent af heildarútgjöldum sveitarfélaga frá árinu 2019 eða um 1,1 prósent af vergri landsframleiðslu sama ár. „Hér væru því um verulegar upphæðir að ræða í þjóðhagslegu tilliti,“ segir á vef stjórnarráðsins. Starfshópurinn áætlar að útsvarstekjur sveitarfélaganna, stærsti einstaki tekjustofn þeirra, muni dragast verulega saman. Sveitarfélögin hafi gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlunum sínum að útsvarstekjur ársins myndu nema rúmlega 223 milljörðum króna en samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir má ætla að útsvarstekjurnar verði nokkuð minni eða um 212 milljarðar króna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Fleiri fréttir Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Sjá meira