Jafn miklum krafti verði eytt í geðheilbrigðismál og að berjast við veiruna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. ágúst 2020 14:30 Grímur Atlason er framkvæmdastjóri Geðhjálpar. Vísir Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason. Geðheilbrigði Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar leggur til að jafn miklum krafti verði eytt í að rannsaka orsakaþætti geðheilbrigðis og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar eins og að berjast við veiruna. Fréttastofa greindi frá því á dögunum að fjöldi sjálfsvíga það sem af er ári sé farinn að nálgast það sem oft sést á heilu ári. Heimildir fréttastofu herma að sjálfsvíg séu yfir þrjátíu á fyrstu sjö mánuðum ársins. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segist meðvitaður um stöðuna. Grímur Atlason.Geðhjálp „Við erum meðvituð um það og höfum heyrt af því að þetta gæti verið hærri tala en oft áður. Einangrun og lokanir og efnahagslegar áhyggjur hafa vissulega haft áhrif á geðheilsu fólks. Deildir eru lokaðar, úrræði eru færri og lokuð jafnvel og sjálfshjálparhópar eins og AA hafa verið með skerta starfsemi og ekki geta tekið við fólki vegna fjöldtakmarkana,“ segir Grímur. Hann vill að horft sé á orsakaþætti geðheilbrigðis í þessu samhengi, hvernig almennt sé hægt að bæta geðheilsu. Þá hefur Grímur áhyggjur af því að nú séu sveitarfélögin að gera fjárhagsáætlanir með miklum niðurskurði. „Þá mun líklega vera skert þjónusta en frekar og við verðum að koma í veg fyrir það,“ segir Grímur. Ættum að vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar Garðar Sölvi Helgason, maður sem geðklofa sem er fastagestur á VIN dagsetri fyrir fólk með geðraskanir, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að hann hefði gríðarlegar áhyggjur af félögum sínum sem einnig sækja Vin. Vegna skertrar þjónustu hafi fólk einangrast sem geti haft hörmulegar afleiðingar í för með sér. „Garðar er svo sannarlega ekki einn með þessar áhyggjur,“ segir Grímur. „Við erum í lok ágúst og það eru nokkrir mánuðir eftir af árinu. Tölfræðilega er þetta ekki uppbyggilegt að heyra töluna því þá má búast við því að fleiri bætist við,“ segir Grímur. Meira en þrefalt fleiri hafa fallið fyrir eigin hendi hér á landi í ár en látist af völdum Covid-19. „Á tveimur áratugum eru þetta kannski þúsund manns (sem falla fyrir eigin hendi). Afhverju notum við ekki jafn mikinn kraft í að rannsaka og vinna að því að bæta geðheilsu þjóðarinnar og fara í orsakaþættina og skoða þá. Við gætum gert það til dæmis með því að setja jafn mikið púður í þetta eins og að berjast við veiruna því þetta er svo sannarlega mikil veira,“ segir Grímur Atlason.
Geðheilbrigði Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira