Átta prósent mælst með mótefni hjá Sameind Sylvía Hall og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. ágúst 2020 21:01 Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá Sameind. Vísir Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Rannsóknarstofan Sameind í Glæsibæ er eina einkarekna fyrirtækið sem hefur heimild til þess að mótefnamæla fyrir Covid19. Um 1.400 manns hafa farið í mælingu hjá fyrirtækinu, en mælingin kostar um fjögur þúsund krónur og ekki er þörf á að panta tíma. Um átta prósent þeirra sem leitað hafa til Sameindar hafa greinst með mótefni við Covid19. „Við fundum að það er mikill áhugi í samfélaginu til þess að gera þetta og það er í rauninni mikilvægt að gera þetta vegna þess að einstaklingar sem greinast hjá okkur, þeir geta þá fengið vottorð þess efnis. Þegar þeir eru að koma til landsins geta þá framvísað slíku skírteini og þurfa þá ekki að fara í sóttkví,“ segir Sturla Orri Arinbjarnarson, sérfræðingur í ónæmisfræðum. Sturla segir upplýsingarnar geta gagnast fólki vel auk þess sem þær hjálpi til við að kortleggja útbreiðslu veirunnar. Allar niðurstöður séu afhentar landlæknisembættinu. „Það segir kannski ekki til um algengi Covid-19, því þetta er svolítið skekkt úrtak sem kemur hingað – það eru frekar einstaklingar sem hafa veikst. Þetta er líka mikilvægt fyrir til dæmis fyrirtæki sem eru að spyrja okkur mikið út í þetta. Það er mikilvægt fyrir fyrirtækin að vita hvaða starfsmenn hafa veikst, vegna þess að ef að það kemur síðan upp sýking í fyrirtækinu þá þurfa þessir starfsmenn ekki að fara í sóttkví.“ Oddur Ævar og Alexandra Ýr reyndust bæði vera með mótefni.Vísir/Arnar Neitað um sýnatöku en reyndust hafa fengið veiruna Par sem veiktist í vor en var neitað um sýnatöku í tvígang, fékk nýverið að vita að það væri með mótefni, og hefði þar af leiðandi verið með Covid. „Okkur var sagt að það væru ýmsar flensur í gangi, þannig við héldum að þetta væri flensa sem við hefðum fengið í mars,“ segir Oddur Ævar Gunnarsson. „Svo lenti ég í slembiúrtaki hjá Íslenskri erfðagreiningu og fór í það ferli og þá komst ég að því að ég hafði verið með Covid,“ segir Alexandra Ýr van Erven. Þau segja að það hefði verið gott að vita þetta fyrr til að komast hjá sóttkví á dögunum, en að á sama tíma sé þeim létt að vita að þau séu komin með mótefni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08 Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Erlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Tvö innanlandssmit og sex bíða mótefnamælingar Tvennt greindist með virk kórónuveirusmit síðasta sólarhringinn hér á landi. Þá greindust sex með kórónuveirusmit á landamærunum, en öll bíða þau mótefnamælingar 30. ágúst 2020 11:08
Býst við bóluefni á Íslandi í janúar Yfirlæknir ónæmisdeildar á Landspítalanum segist bjartsýnn á að bóluefni við kórónuveirunni verði aðgengilegt hér á landi um áramótin. 27. ágúst 2020 12:17
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði