Að vaxa út úr kreppu Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 31. ágúst 2020 10:00 Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Kreppa er orð sem vekur upp óþægileg hugrenningatengsl hjá flestum okkar. Hrunið er fólki enn í fersku minni og eftir mikið vaxtarskeið síðustu ár hér á landi stöndum við nú á ný frammi fyrir efnahagshremmingum. Að þessu sinni er það þó ekki innanmein fjármálakerfisins sem liggja kreppunni til grundvallar, heldur ófyrirséð utanaðkomandi ógn í formi kórónaveiru. Þegar við ákveðum hvernig bregðast eigi við breyttum efnahagshorfum er að ýmsu að hyggja. Ætlum við að horfa fram á veginn eða stefna aftur til fyrra efnahagslífs. Við þessari spurningu er aðeins eitt svar og það er að horfa fram á við og byggja upp en með nýjum áherslum og lausnum. Liður í því er að endurskoða fyrri áætlanir. Í liðinni viku lagði ríkisstjórnin fram uppfærða fjármálastefnu. Þar sést glögglega hversu mikið högg þessi kórónukreppa verður fyrir íslenskt samfélag. Tekjur ríkisins dragast snarlega saman en útgjöldin aukast samtímis umtalsvert. Sumir telja að við þessar aðstæður væri ráð að draga saman seglin og skera niður í þjónustu hins opinbera. Það stendur þó ekki til að gera. Blessunarlega hafa flestir fallist á það sem við í Vinstri grænum höfum haldið fram um áraraðir, að það er betra að vaxa út úr kreppum heldur en að skera sig niður úr þeim. Góð skuldastaða ríkissjóðs er nýtt og meðvituð ákvörðun tekin um að reka hann til næstu ára með halla. Með því að fara í þennan hallarekstur verður höggið sem almenningur myndi annars finna fyrir vegna kreppunnar mildað. Dýfan verður grynnri og aðstæður fyrir viðspyrnu að sama skapi kröftugri. Hallareksturinn er ekki fé út um gluggann – hann mun allur gagnast til að létta heimilum og fyrirtækjum róðurinn næstu misseri. Hann fer í að verja velferðarkerfið sem við reiðum okkur öll á og erum stolt af. Til að taka lítið dæmi, þá hafa framlög til heilbrigðiskerfisins verið aukin um 13% að raungildi í tíð þessarar ríkisstjórnar. Sú aukning hefur stuðlað að bættri þjónustu, sérstaklega á sviði geðheilbrigðismála, dregið úr greiðsluþátttöku og gert heilbrigðiskerfinu betur kleift að takast á við heimsfaraldur. Sterk til framtíðar Nýverið voru kynnt áform ríkisstjórnarinnar um framlengingu á úrræðum á borð við hlutabótaleið ásamt því að atvinnuleysisbætur eru í reynd hækkaðar með því að lengja tímabil tekjutengdra bóta um þrjá mánuði. Svo er það sem mögulega er mikilvægasta úrræðið, að atvinnuleitendum verður gert kleift að fara í nám og efla sig þannig til framtíðar. Ferðaþjónustan á glæsta framtíð á Íslandi. Náttúran og menningin eru hér enn, það sem vantar er ferðaviljinn og getan til að ferðast, bæði sökum sóttvarnarráðstafana erlendis og hérlendis en einnig vegna þess hve gríðarleg áhrif veiran hefur haft á tekjur fólks í þeim löndum sem hingað til hafa ferðast mest hingað. Það er þó tímabundið ástand og mun vonandi vara sem skemmst. Þegar við förum fram á vegin saman þurfum við að hafa sjálfbærni og loftslagsmál í huga og á þeim grunni munum við skapa ný störf. Menntun er lykilatriði í því, ásamt rannsóknasjóðum sem þessi ríkisstjórn hefur styrkt til muna á þessu ári, Kríu – sprota og nýsköpunarsjóði hefur verið komið á fót. Matvælasjóður mun fjármagna mörg spennandi verkefni sem aukið geta við verðmætasköpun í matvælalandinu Íslandi. Hagkerfið sem var í janúar 2019 kemur seint eða aldrei aftur. Við þurfum að byggja aftur upp verðmætasköpun og þá skulum við gera það betur en áður. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar