Landspítalinn af hættustigi á óvissustig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 31. ágúst 2020 15:46 Breytingarnar taka gildi á morgun. Vísir/Vilhelm Viðbragðsáætlun Landspítalans verður á morgun færð af hættustigi á óvissustig. Samkvæmt viðbragðsstjórn spítalans og farsóttarnefnd er þetta gert í ljósi stöðunnar á faraldrinum, þess að enginn sjúklingur liggur inni með covid-19 og að verkefni covid göngudeildarinnar eru í jafnvægi. Á heimasíðu Landspítalans segir að ætla megi að tveggja metra regla og grímunotkun sem hvoru tveggja var tekið upp 31. júlí muni áfram skila árangri í sóttvörnum og hindra smit milli þeirra sem starfa hjá og leita þjónustu til Landspítala. Það sem breytist við að færast yfir á óvissustig er eftirfarandi: 1. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd munu funda eftir þörfum en dagleg umsýsla farsóttamála er á höndum farsóttanefndar. 2. Reglur um heimsóknir verða rýmkaðar og gefin verður út sérstök tilkynning um þá tilhögun. 3. Taka má snertiskjái til innskráningar aftur í notkun en lögð áhersla á sprittnotkun fyrir og eftir snertingu við skjáina. Áfram er höfðað til starfsmanna að sinna persónulegum sóttvörnum vel, fylgja leiðbeiningum um smitgát, nota grímur þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, koma ekki veikt í vinnu og hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is ef óskað er eftir sýnatöku vegna einkenna sem geta samrýmst COVID-19. Varðandi heimsóknartíma á Landspítala Heimsóknartími á legudeildum Landspítala er að öllu jöfnu virka daga á milli 16:30 og 19:30 en frá 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum. Tímasetningar geta verið mismunandi milli deilda, mikilvægt er að kynna sér reglur viðkomandi deildar. Einn gestur í einu má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klukkustund í einu. Gestur má ekki vera með einkenni sem samrýmast COVID-19, vera í einangrun eða sóttkví (sjá neðar). Þá er fólki eindregið ráðlagt frá því að koma í heimsókn ef það er með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu. Ef aðstandandi óskar eftir öðru fyrirkomulagi á heimsókn en hér er tilgreint þá er honum bent á að hafa samband við deildarstjóra eða vaktstjóra viðkomandi deildar. Öllum gestum er skylt að bera viðurkennda grímu og spritta hendur eftir snertingu við fleti s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.s.frv. Sjá hér leiðbeiningar um örugga grímunotkun Gestir sem hafa ferðast erlendis og/eða eru í sóttkví: Aðstandendur sem hafa ferðast erlendis eru beðnir um að fresta heimsóknum á spítalann þar til 14 dagar eru liðnir frá komu til landsins eða niðurstaða úr tveimur sýnum með u.þ.b. fimm daga millibili er neikvæð. Við sérstakar aðstæður er heimilt að gera undantekningu og leyfa heimsókn aðstandenda áður en niðurstaða seinni sýnatöku er neikvæð. Slíkar heimsóknir þarf að skipuleggja fyrirfram með starfsfólki viðkomandi deildar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Viðbragðsáætlun Landspítalans verður á morgun færð af hættustigi á óvissustig. Samkvæmt viðbragðsstjórn spítalans og farsóttarnefnd er þetta gert í ljósi stöðunnar á faraldrinum, þess að enginn sjúklingur liggur inni með covid-19 og að verkefni covid göngudeildarinnar eru í jafnvægi. Á heimasíðu Landspítalans segir að ætla megi að tveggja metra regla og grímunotkun sem hvoru tveggja var tekið upp 31. júlí muni áfram skila árangri í sóttvörnum og hindra smit milli þeirra sem starfa hjá og leita þjónustu til Landspítala. Það sem breytist við að færast yfir á óvissustig er eftirfarandi: 1. Dagleg stjórnun færist í hefðbundið form. Viðbragðsstjórn og farsóttanefnd munu funda eftir þörfum en dagleg umsýsla farsóttamála er á höndum farsóttanefndar. 2. Reglur um heimsóknir verða rýmkaðar og gefin verður út sérstök tilkynning um þá tilhögun. 3. Taka má snertiskjái til innskráningar aftur í notkun en lögð áhersla á sprittnotkun fyrir og eftir snertingu við skjáina. Áfram er höfðað til starfsmanna að sinna persónulegum sóttvörnum vel, fylgja leiðbeiningum um smitgát, nota grímur þegar ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð, koma ekki veikt í vinnu og hafa samband við starfsmannahjukrun@landspitali.is ef óskað er eftir sýnatöku vegna einkenna sem geta samrýmst COVID-19. Varðandi heimsóknartíma á Landspítala Heimsóknartími á legudeildum Landspítala er að öllu jöfnu virka daga á milli 16:30 og 19:30 en frá 14:30 til 19:30 um helgar og á almennum frídögum. Tímasetningar geta verið mismunandi milli deilda, mikilvægt er að kynna sér reglur viðkomandi deildar. Einn gestur í einu má heimsækja sjúkling (með fylgdarmanni ef nauðsyn krefur) í að hámarki eina klukkustund í einu. Gestur má ekki vera með einkenni sem samrýmast COVID-19, vera í einangrun eða sóttkví (sjá neðar). Þá er fólki eindregið ráðlagt frá því að koma í heimsókn ef það er með kvef, flensulík einkenni eða magakveisu. Ef aðstandandi óskar eftir öðru fyrirkomulagi á heimsókn en hér er tilgreint þá er honum bent á að hafa samband við deildarstjóra eða vaktstjóra viðkomandi deildar. Öllum gestum er skylt að bera viðurkennda grímu og spritta hendur eftir snertingu við fleti s.s. lyftuhnappa, hurðarhúna, handrið o.s.frv. Sjá hér leiðbeiningar um örugga grímunotkun Gestir sem hafa ferðast erlendis og/eða eru í sóttkví: Aðstandendur sem hafa ferðast erlendis eru beðnir um að fresta heimsóknum á spítalann þar til 14 dagar eru liðnir frá komu til landsins eða niðurstaða úr tveimur sýnum með u.þ.b. fimm daga millibili er neikvæð. Við sérstakar aðstæður er heimilt að gera undantekningu og leyfa heimsókn aðstandenda áður en niðurstaða seinni sýnatöku er neikvæð. Slíkar heimsóknir þarf að skipuleggja fyrirfram með starfsfólki viðkomandi deildar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira