Grafalvarleg staða komin upp og íslensku félögin þurfa nú á KR-sigri að halda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. september 2020 11:00 KR-ingarnir Pablo Punyed og Atli Sigurjónsson fagna Íslandsmeistaratitli KR í fyrra. Vísir/Daníel Þór Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Pepsi Max Stúkan hefur miklar áhyggjur eftir dapurt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppninni og það þurfa öll íslensk félög að halda með KR á móti Floru Tallin seinna í þessum mánuði. Ástæðan er að framtíðarsæti Íslands í Evrópukeppnum er í húfi. Slæmt gengi íslensku liðanna í Evrópukeppnum undanfarin ár gæti endað með miklu áfalli fyrir íslenska knattspyrnu. Guðmundur Benediktsson og sérfræðingar hans í Pepsi Max Stúkunni ræddu þessa stöðu sem er komin upp. „Þegar maður skoðar þennan UEFA lista þá kemur í ljós að við erum í veseni. Við erum bara hársbreidd frá því núna að missa eitt Evrópusæti,“ byrjaði Guðmundur Benediktsson umræðuna. „Það verður dýrt partý ef við missum eitt Evrópusæti,“ skaut Þorkell Máni Pétursson inn í en Guðmundur hélt svo áfram. „Við þurfum að treysta á það í raun og veru að KR verður að vinna Floria Tallin til þess að við höfum möguleika,“ sagði Guðmundur Benediktsson en lið frá Wales og Makedóníu sem eru að hóta því að taka sæti af Íslandi. „Ef þau vinna leikina sína og KR vinnur ekki þá erum við bara að fara að missa Evrópusæti. Það er sorglegt og rándýrt,“ sagði Guðmundur Benediktsson. Það myndi þýða að bara Íslandsmeistaratitill, annað sætið og bikarmeistaratitill gæfu þá sæti í Evrópukeppninni árið eftir. „Þá væru að fara 60 til 80 milljónir út úr íslenska boltanum ef það það gerist. Þetta er háalvarlegt mál,“ sagði Tómas Ingi Tómasson. Víkingur var eina liðið að mati Tómasar Inga sem stóð eitthvað í sínum andstæðingi í Evrópukeppninni í ár. „Við verðum að halda þessum fjórum sætum því það væru annars alltof miklir peningar sem við missum,“ sagði Tómas Ingi. Þorkell Máni Pétursson er á því að íslensku liðin hafi verið betri en þetta. „Við vorum að ná árangri. Stjarnan var að ná árangri og FH var að ná árangri. Þetta var betra hjá okkur og við þurfum frekar að spyrja okkur hvað sé búið að fara úrskeiðis. Einhvers staðar eru við búin að klikka,“ sagði Þorkell Máni Pétursson sem finnst slök Íslandsmót að undanförnu eiga sök í þessu máli. „Það þarf ekkert að hafa komið okkur á óvart að við höfum verið lélegir í Evrópukeppninni í fyrra því Íslandsmótið var ekkert spes,“ sagði Þorkell Máni og hann „Þetta er ekki boðlegt og þetta er í alvörunni niðurlægjandi. Auðvitað á KSÍ að spyrja sig þessara spurninga og félagsliðin líka. Þetta er grafalvarleg staða. Við erum að fara að missa Evrópusætið. Þetta verður ömurlegt að vera keppa bara um tvö sæti í efstu deild karla til að komast til Evrópu, sagði Þorkell Máni. Það má finna umfjöllunina hér fyrir neðan. Klippa: Pepsi Max Stúkan: Eitt af fjórum sætum íslensku liðanna í Evrópukeppninni er í hættu
Pepsi Max-deild karla KR Pepsi Max stúkan Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira