KR-konur koma úr sóttkví og fara beint í bikarleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2020 15:00 Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk þegar KR spilaði síðast leik í Mjólkurbikarnum þegar liðið var nýkomið úr sóttkví. Vísir/Vilhelm Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara öll fram á morgun og þar spila KR-konurnar langþráðan leik. Leikmenn úr meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá KR losnuðu loksins úr sóttkví í vikunni og verða í eldlínunni á morgun þegar átta liða úrslit Mjólkurbikarsins verða spiluð. KR liðið heimsækir þá FH í Kaplakrika í átta liða úrslitum og getur þar komist í undanúrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð en KR-konur fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. KR vann Tindastóll 1-0 í átta liða úrslitunum í fyrra. FH-konur eru aftur á móti í fyrsta sinn í átta liða úrslitum bikarsins í átta ár eða síðan þær mættu Val sumarið 2012. KR-konur fóru í sóttkví í þriðja sinn í sumar 20. ágúst síðastliðinn og leikurinn á móti FH í bikarnum verður því fyrsti keppnisleikur liðsins í sautján daga eða síðan að KR tapaði naumlega á móti Val 17. ágúst. KR-liðið hafði áður farið í sóttkví eftir að smit kom upp hjá Breiðabliki í júní og svo aftur í byrjun ágúst þegar einstaklingur tengdur liðinu greindist með kórónuveiruna. Nú síðast greindist einn úr starfsliði meistaraflokks kvenna hjá KR með kórónuveiruna og KR-konur voru því enn á ný komnar í sóttkví. Síðan þá hefur þurft að fresta þremur leikjum KR-kvenna í Pepsi Max deildinni eða leikjum á móti Selfossi, Fylki og Breiðabliki. KR-konur byrjuðu líka á bikarleik eftir sóttkvína sína í júní en þær unnu þá 4-1 sigur á Tindastól á Meistaravöllum. Þetta verður annar leikur KR og FH í sumar en KR-konur unnu deildarleik liðanna í Vesturbænum 3-0 í júlí. Leikur FH og KR hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma verður leikur Selfoss og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00. Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30 Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Átta liða úrslit Mjólkurbikars kvenna fara öll fram á morgun og þar spila KR-konurnar langþráðan leik. Leikmenn úr meistaraflokki kvenna í knattspyrnu hjá KR losnuðu loksins úr sóttkví í vikunni og verða í eldlínunni á morgun þegar átta liða úrslit Mjólkurbikarsins verða spiluð. KR liðið heimsækir þá FH í Kaplakrika í átta liða úrslitum og getur þar komist í undanúrslit Mjólkurbikarsins annað árið í röð en KR-konur fóru alla leið í bikarúrslitaleikinn í fyrra. KR vann Tindastóll 1-0 í átta liða úrslitunum í fyrra. FH-konur eru aftur á móti í fyrsta sinn í átta liða úrslitum bikarsins í átta ár eða síðan þær mættu Val sumarið 2012. KR-konur fóru í sóttkví í þriðja sinn í sumar 20. ágúst síðastliðinn og leikurinn á móti FH í bikarnum verður því fyrsti keppnisleikur liðsins í sautján daga eða síðan að KR tapaði naumlega á móti Val 17. ágúst. KR-liðið hafði áður farið í sóttkví eftir að smit kom upp hjá Breiðabliki í júní og svo aftur í byrjun ágúst þegar einstaklingur tengdur liðinu greindist með kórónuveiruna. Nú síðast greindist einn úr starfsliði meistaraflokks kvenna hjá KR með kórónuveiruna og KR-konur voru því enn á ný komnar í sóttkví. Síðan þá hefur þurft að fresta þremur leikjum KR-kvenna í Pepsi Max deildinni eða leikjum á móti Selfossi, Fylki og Breiðabliki. KR-konur byrjuðu líka á bikarleik eftir sóttkvína sína í júní en þær unnu þá 4-1 sigur á Tindastól á Meistaravöllum. Þetta verður annar leikur KR og FH í sumar en KR-konur unnu deildarleik liðanna í Vesturbænum 3-0 í júlí. Leikur FH og KR hefst klukkan 17.00 og verður sýndir beint á Stöð 2 Sport 3. Á sama tíma verður leikur Selfoss og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport. Hinir tveir leikirnir í átta liða úrslitunum eru síðan leikur Þór/KA og Lengjudeildarliðs Hauka á Þórsvelli sem hefst klukkan 17.00 og svo leikur Lengjudeildarliðs ÍA og Breiðabliks sem fer fram í Akraneshöllinni og hefst klukkan 19.00.
Mjólkurbikarinn Pepsi Max-deild kvenna KR Tengdar fréttir Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30 Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30 Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Sjá meira
Margrét Lára finnur til með KR-liðinu og segir að þetta snúist ekki bara um fótbolta Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrrum landsliðskona, finnur til með KR-liðinu í Pepsi Max deild kvenna sem er á leið í sóttkví í þriðja skiptið í sumar. 21. ágúst 2020 14:30
Knattspyrnukona í sóttkví í fjórða sinn: Passa sig að festast ekki á sófanum Ingunn Haraldsdóttir er komin í sóttkví í fjórða sinn í ár og veit ekki hvort hún eigi að hlæja eða grára. 24. ágúst 2020 09:30