Bæjarmálin – fýla eða frumleiki: Möguleikar Fljótsdalshéraðs Sigurður Ragnarsson skrifar 3. september 2020 12:00 Stjórnun lands eða sveitarfélags er eitthvað sem snertir alla íbúa þess og allir ættu að hafa áhuga á, en er það svo? Hvernig stendur á því að áhugi á þátttöku í bæjarmálum er jafn lítill og raun ber vitni? Getur verið að fólk hugsi sem svo að starf pólitískra fulltrúa sé illa borgað, vanþakklátt, og að áhugi þeirra sem veljast til starfa sé umsvifalaust drepinn með kerfismennsku, skriffinnsku og óbærilegum leiðindum? Getur verið að þeir örfáu hugsjónamenn, sem vilja leggja fram krafta sína fyrir bæinn sinn, leggi ekki í það vegna ómanneskjulegs álags með annarri vinnu, tekjutaps, og svo jafnvel hugsanlegra ásakana um annarleg sjónarmið eða þrönga hagsmunavörslu? Eldhúskrókurinn hefur verið vettvangur ýmissa lausna og þar vita allir betur. Þessir eldhúskrókssérfræðingar hafa komið skoðunum sínum á framfæri á oft óvæginn hátt og gjarnan viðhaft þau sjónarmið að með því að gefa kost á sér í pólitísku starfi sé fólk að gefa færi á sjálfum sér. Mér er það ljóst að á netinu verða alltaf til einstaklingar sem reyna að upphefja sjálfan sig með aurkasti, lélegum bröndurum og rógburði, en það hryggir mig að fólk sem maður hefði haldið að væri nokkuð skynsamt sé síðan að dreifa þessum óhróðri og „læka“ á það. Eigum við ekki að láta gott heita? Þetta er auðvitað málað sterkum litum, en mér finnst samt umhugsunarvert að umgjörð um ákvarðanatöku sveitarfélaga sé jafn veik og raun ber vitni. Fólk sé yfirleitt að sinna þessum málum eftir sína aðalvinnu, dauðþreytt, og stelandi tíma hér og þar til að mynda sér skoðun sem hefur svo áhrif á okkur öll. Þetta þættu ekki góðir stjórnunarhættir í fyrirtæki sem veltir 3000-4000 milljónum króna á ári, eins og sveitarfélagið gerir. Egilsstaðir er fagur bær og þjónusta mun meiri en gera mætti ráð fyrir í ekki stærra samfélagi, en að mínum dómi getum við gert hann enn skemmtilegri og ég held líka að við gætum gert vinnu við bæjarstjórnarmálin mun skemmtilegri. Ég ímynda mér, án þess að vita það þó, að fundir fari alltof mikið í afgreiðslumál, umsagnir og þvíumlíkt, en fabúleringar um sveitarfélagið okkar komist ekki að. Ég fagna því sérstaklega boðun fundar um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað sem sveitarfélagið, ferðaþjónustuaðilar og áhugamenn standa að, bjartsýni mín jókst til mikilla muna. Ég vil að lokum gjarnan koma með nokkrar hugmyndir um hluti sem við gætum gert, án þess að það eigi að þurfa að kosta of mikið, en margt af þessu eru eflaust fleiri en ég að hugsa um. Ég er viss um að fyrirtæki og einstaklingar myndu vilja koma að mörgu af þessu án mikils endurgjalds: Útsýnisstað ofan á vatnstanknum. Ég gef ekkert fyrir EES reglugerðarbull um hryðjuverkahættu, er Perlan ekki byggð á vatnstönkum? Hugsið ykkur hvað yrði flott að horfa yfir bæinn þaðan. Gosbrunn með litaspjaldi við áningarstaðinn við Lagarfljótsbrúna. Ég er viss um að píparar bæjarins myndu gefa vinnu sína við að tengja dæluna og ISAVIA gefa spotta frá flugvallarljósunum. Þá yrði þetta svona móttökugosbrunnur fyrir flugfarþega þegar kveiknar á brautarljósunum. Hengibrú yfir Eyvindarárgilið. Brú sem yrði til dæmis með plexigleri í gólfi svo fólki finnist það í lausu lofti, svona Indiana Jones fílingur. Auðvitað yrðu hún gerð örugg, en samt með nógu mörgum hauskúpuskiltum og viðvörunum svo allir yrðu að prófa, „must see“. Brúin myndi líka útvíkka útivistarsvæðið fyrir göngu-og hlaupa-meiníakka. Ljósormur og þokulúður í Fljótinu. Þeyttur yrði þokulúður og dreginn ljósaormur um Fljótið, sem boðaði komu ormsins. Mismunandi staðir, en alltaf sami tími t.d. vikulega í ágúst, svo allir væru að pissa á sig af spenningi hvar hann kæmi upp næst. Kláfferja við Straum. Kláfferjan við Straum yrði löguð og samið við nokkra karla um að draga fólk yfir einu sinni í viku um sumartímann. YL-STRÖNDIN. Ylströndin við Urriðavatn, eða annarsstaðar, er svo góð hugmynd að það er beinlínis skylda okkar að koma því máli áfram, að ekki sé talað um beinan peningalegan ábata fyrir rekstraraðila, landeiganda og aðra sem að því kæmu. Kannski mætti setja ylströndina við Lagarfljótsbrúna, er fólk ekki að ferðast heimshluta á milli til að geta baðað sig í leir? Eflaust hafið þið mun fleiri hugmyndir og endilega komið þeim út úr eldhúsinu, á uppbyggilegan hátt, gerum lífið skemmtilegra. Ég held að fullt sé af fólki sem væri til með að vinna við svona hluti í sjálfboðavinnu og örugglega myndu einhver fyrirtæki styrkja svona uppátæki gegn smá auglýsingu. Bæjarfélagið þarf hins vegar að afla heimilda, semja við landeigendur og þvíumlíkt og gefa svo út hvað megi gera og senda einn mann út af skrifstofunni til að vinna að þessu. Hefjumst handa, EKKI FLEIRI SKÝRSLUR ! Höfundur er frambjóðandi í 7. sæti í sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fljótsdalshérað Seyðisfjörður Djúpivogur Borgarfjörður eystri Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Stjórnun lands eða sveitarfélags er eitthvað sem snertir alla íbúa þess og allir ættu að hafa áhuga á, en er það svo? Hvernig stendur á því að áhugi á þátttöku í bæjarmálum er jafn lítill og raun ber vitni? Getur verið að fólk hugsi sem svo að starf pólitískra fulltrúa sé illa borgað, vanþakklátt, og að áhugi þeirra sem veljast til starfa sé umsvifalaust drepinn með kerfismennsku, skriffinnsku og óbærilegum leiðindum? Getur verið að þeir örfáu hugsjónamenn, sem vilja leggja fram krafta sína fyrir bæinn sinn, leggi ekki í það vegna ómanneskjulegs álags með annarri vinnu, tekjutaps, og svo jafnvel hugsanlegra ásakana um annarleg sjónarmið eða þrönga hagsmunavörslu? Eldhúskrókurinn hefur verið vettvangur ýmissa lausna og þar vita allir betur. Þessir eldhúskrókssérfræðingar hafa komið skoðunum sínum á framfæri á oft óvæginn hátt og gjarnan viðhaft þau sjónarmið að með því að gefa kost á sér í pólitísku starfi sé fólk að gefa færi á sjálfum sér. Mér er það ljóst að á netinu verða alltaf til einstaklingar sem reyna að upphefja sjálfan sig með aurkasti, lélegum bröndurum og rógburði, en það hryggir mig að fólk sem maður hefði haldið að væri nokkuð skynsamt sé síðan að dreifa þessum óhróðri og „læka“ á það. Eigum við ekki að láta gott heita? Þetta er auðvitað málað sterkum litum, en mér finnst samt umhugsunarvert að umgjörð um ákvarðanatöku sveitarfélaga sé jafn veik og raun ber vitni. Fólk sé yfirleitt að sinna þessum málum eftir sína aðalvinnu, dauðþreytt, og stelandi tíma hér og þar til að mynda sér skoðun sem hefur svo áhrif á okkur öll. Þetta þættu ekki góðir stjórnunarhættir í fyrirtæki sem veltir 3000-4000 milljónum króna á ári, eins og sveitarfélagið gerir. Egilsstaðir er fagur bær og þjónusta mun meiri en gera mætti ráð fyrir í ekki stærra samfélagi, en að mínum dómi getum við gert hann enn skemmtilegri og ég held líka að við gætum gert vinnu við bæjarstjórnarmálin mun skemmtilegri. Ég ímynda mér, án þess að vita það þó, að fundir fari alltof mikið í afgreiðslumál, umsagnir og þvíumlíkt, en fabúleringar um sveitarfélagið okkar komist ekki að. Ég fagna því sérstaklega boðun fundar um þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað sem sveitarfélagið, ferðaþjónustuaðilar og áhugamenn standa að, bjartsýni mín jókst til mikilla muna. Ég vil að lokum gjarnan koma með nokkrar hugmyndir um hluti sem við gætum gert, án þess að það eigi að þurfa að kosta of mikið, en margt af þessu eru eflaust fleiri en ég að hugsa um. Ég er viss um að fyrirtæki og einstaklingar myndu vilja koma að mörgu af þessu án mikils endurgjalds: Útsýnisstað ofan á vatnstanknum. Ég gef ekkert fyrir EES reglugerðarbull um hryðjuverkahættu, er Perlan ekki byggð á vatnstönkum? Hugsið ykkur hvað yrði flott að horfa yfir bæinn þaðan. Gosbrunn með litaspjaldi við áningarstaðinn við Lagarfljótsbrúna. Ég er viss um að píparar bæjarins myndu gefa vinnu sína við að tengja dæluna og ISAVIA gefa spotta frá flugvallarljósunum. Þá yrði þetta svona móttökugosbrunnur fyrir flugfarþega þegar kveiknar á brautarljósunum. Hengibrú yfir Eyvindarárgilið. Brú sem yrði til dæmis með plexigleri í gólfi svo fólki finnist það í lausu lofti, svona Indiana Jones fílingur. Auðvitað yrðu hún gerð örugg, en samt með nógu mörgum hauskúpuskiltum og viðvörunum svo allir yrðu að prófa, „must see“. Brúin myndi líka útvíkka útivistarsvæðið fyrir göngu-og hlaupa-meiníakka. Ljósormur og þokulúður í Fljótinu. Þeyttur yrði þokulúður og dreginn ljósaormur um Fljótið, sem boðaði komu ormsins. Mismunandi staðir, en alltaf sami tími t.d. vikulega í ágúst, svo allir væru að pissa á sig af spenningi hvar hann kæmi upp næst. Kláfferja við Straum. Kláfferjan við Straum yrði löguð og samið við nokkra karla um að draga fólk yfir einu sinni í viku um sumartímann. YL-STRÖNDIN. Ylströndin við Urriðavatn, eða annarsstaðar, er svo góð hugmynd að það er beinlínis skylda okkar að koma því máli áfram, að ekki sé talað um beinan peningalegan ábata fyrir rekstraraðila, landeiganda og aðra sem að því kæmu. Kannski mætti setja ylströndina við Lagarfljótsbrúna, er fólk ekki að ferðast heimshluta á milli til að geta baðað sig í leir? Eflaust hafið þið mun fleiri hugmyndir og endilega komið þeim út úr eldhúsinu, á uppbyggilegan hátt, gerum lífið skemmtilegra. Ég held að fullt sé af fólki sem væri til með að vinna við svona hluti í sjálfboðavinnu og örugglega myndu einhver fyrirtæki styrkja svona uppátæki gegn smá auglýsingu. Bæjarfélagið þarf hins vegar að afla heimilda, semja við landeigendur og þvíumlíkt og gefa svo út hvað megi gera og senda einn mann út af skrifstofunni til að vinna að þessu. Hefjumst handa, EKKI FLEIRI SKÝRSLUR ! Höfundur er frambjóðandi í 7. sæti í sameinuðu sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Djúpavogs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar eystri.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun