Forsætisráðherra segir ekki á dagskrá ríkisstjórnar að fresta launahækkunum Heimir Már Pétursson skrifar 3. september 2020 12:03 Það tók mikið á að ganga frá lífskjarasamningunum svo kölluðu á borði ríkissáttasemjara í fyrra sem samgönguráðherra hefur lagt fram hugmyndir um að breyta. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að óska eftir því að launahækkunum í kjarasamningum verði frestað um eitt ár. Þvert á móti vinni ríkisstjórnin eftir þeirri yfirlýsingu sem hún gaf út við gerð lífskjarasamninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar hefur viðrað þá hugmynd að launahækkunum í öllum gildandi kjarasamningum verði frestað um eitt ár og mætt harðri andstöðu Alþýðusambandsins og forystu stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Formaður Samfylkingarinnar vildi vita hvort forsætisráðherra væri sammála samgöngu- og frjármálaráðherra varðandi frestun launahækkana í gildandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gekk á eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessum efnum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. „Formaður Sjálfstæðisflokksins tók síðan undir með honum í viðtali í Morgunblaðinu í gær og gaf í skyn að launafólk gæti ekki krafist þess að umsamdar launahækkanir yrðu í svona efnahagsástandi. Því er eðlilegt að spyrja. Hefur þetta verið rætt af formönnunum þremur og jafnvel í ríkisstjórn. Í öðru lagi er hæstvirtur forsætisráðherra sammála samstarfsfélögum sínum,” spurði Logi. Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina enn vinna eftir skýrri yfirlýsingu hennar við gerð lífskjarasamninganna og Alþingi sé þessa dagana að afgreiða frumvörp sem tengist þeim.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði þetta mál ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn en rætt í Þjóðhagsráði í gær þar sem sitji fulltrúar ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Þetta samtal fari einungis fram á borði aðila vinnumarkaðrins eins og fram hafi komið hjá bæði samgöngu- og fjármálaráðherra og hlyti þá að verða hluti af mun stærri mynd. Katrín sagði að það væri ekki afstaða ríkisstjórnarinnar að ýta lífskjarasamningunum til hliðar enda sé Alþingi þessa daga að afgreiða frumvörp sem tengist yfirlýsingu stjórnvalda vegna þeirra og fleiri mál komi fram með haustinu. „Þannig að ríkisstjórnin vinnur áfram samkvæmt sinni skýru yfirlýsingu sem hún gaf í kringum lífskjarasamningana. Ég hef hins vegar haft það fyrir sið síðan ég tók við þessu embætti að þar sem vélað er um kaup og kjör á almennum markaði er vélað um á almennum markaði. Og ég ætla ekki að stíga inn í þær viðræður sem eiga heima við samningaborðið en ekki hjá mér,” sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29 „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53 Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Forsætisráðherra segir það ekki á dagskrá ríkisstjórnarinnar að óska eftir því að launahækkunum í kjarasamningum verði frestað um eitt ár. Þvert á móti vinni ríkisstjórnin eftir þeirri yfirlýsingu sem hún gaf út við gerð lífskjarasamninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og einn þriggja oddvita ríkisstjórnarinnar hefur viðrað þá hugmynd að launahækkunum í öllum gildandi kjarasamningum verði frestað um eitt ár og mætt harðri andstöðu Alþýðusambandsins og forystu stéttarfélaga opinberra starfsmanna. Formaður Samfylkingarinnar vildi vita hvort forsætisráðherra væri sammála samgöngu- og frjármálaráðherra varðandi frestun launahækkana í gildandi kjarasamningum.Vísir/Vilhelm Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar gekk á eftir afstöðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í þessum efnum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í morgun. „Formaður Sjálfstæðisflokksins tók síðan undir með honum í viðtali í Morgunblaðinu í gær og gaf í skyn að launafólk gæti ekki krafist þess að umsamdar launahækkanir yrðu í svona efnahagsástandi. Því er eðlilegt að spyrja. Hefur þetta verið rætt af formönnunum þremur og jafnvel í ríkisstjórn. Í öðru lagi er hæstvirtur forsætisráðherra sammála samstarfsfélögum sínum,” spurði Logi. Katrín Jakobsdóttir segir ríkisstjórnina enn vinna eftir skýrri yfirlýsingu hennar við gerð lífskjarasamninganna og Alþingi sé þessa dagana að afgreiða frumvörp sem tengist þeim.Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra sagði þetta mál ekki hafa verið rætt í ríkisstjórn en rætt í Þjóðhagsráði í gær þar sem sitji fulltrúar ríkisstjórnar, sveitarfélaga og aðila vinnumarkaðarins. Þetta samtal fari einungis fram á borði aðila vinnumarkaðrins eins og fram hafi komið hjá bæði samgöngu- og fjármálaráðherra og hlyti þá að verða hluti af mun stærri mynd. Katrín sagði að það væri ekki afstaða ríkisstjórnarinnar að ýta lífskjarasamningunum til hliðar enda sé Alþingi þessa daga að afgreiða frumvörp sem tengist yfirlýsingu stjórnvalda vegna þeirra og fleiri mál komi fram með haustinu. „Þannig að ríkisstjórnin vinnur áfram samkvæmt sinni skýru yfirlýsingu sem hún gaf í kringum lífskjarasamningana. Ég hef hins vegar haft það fyrir sið síðan ég tók við þessu embætti að þar sem vélað er um kaup og kjör á almennum markaði er vélað um á almennum markaði. Og ég ætla ekki að stíga inn í þær viðræður sem eiga heima við samningaborðið en ekki hjá mér,” sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í morgun.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29 „Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53 Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Sjá meira
Hafna hugmyndum um að fresta launahækkunum Miðstjórn Alþýðusambands Íslands hafnar með öllu hugmyndum um frestun launahækkana og skerðingu launa sem settar hafa verið fram af fulltrúum atvinnurekenda og stjórnvalda undanfarið. 2. september 2020 14:29
„Ég held að hugmyndin sé vanhugsuð af hans hálfu“ Formaður BHM segir hugmyndir samgönguráðherra um að fresta öllum kjarasamningsbundnum launahækkunum vekja furðu. Formaðurinn segir Íslendinga í eftirspurnarkreppu og hún lagist ekki með því að lækka laun. 31. ágúst 2020 11:53
Spyr hvort ekki sé skynsamlegt að fresta öllum launahækkunum um eitt ár Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur viðrað þá hugmynd hvort skynsamlegt væri að fresta kjarasamningsbundnum launahækkunum allra launþega á opinberum og almennum markaði um eitt ár, á meðan hagkerfið nær sér aftur á strik vegna Covid-kreppunnar. 30. ágúst 2020 12:17