Hafa kallað inn fleiri konur vegna sýna sem sami starfsmaður skoðaði Sylvía Hall skrifar 3. september 2020 17:16 Starfsmaðurinn sem um ræðir lét af störfum í febrúar á þessu ári. Vísir/Vilhelm Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. Um 2,5% þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafa verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu nú síðdegis. Þar kemur fram að starfsmaðurinn sem um ræðir hafði verið í veikindaleyfi um nokkurt skeið, en þó sé ekki hægt að fullyrða að heilsubresturinn hafi stuðlað að þeim mistökum sem voru gerð. Starfsmanninum hefur verið boðin áfallahjálp. „Strax og málið kom upp, í lok júní síðastliðnum, fór í gang víðtæk endurskoðun á þeim sýnum sem viðkomandi starfsmaður frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafði rannsakað. Kom þá í ljós að fleiri sýni, sem hann hafði rannsakað á árinu 2018, voru talin gefa ástæðu til frekari skoðunar,“ segir í tilkynningunni. Ekkert tilvik sé þó jafn alvarlegt og það sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Þá hefur Krabbameinsfélagið gripið til frekari ráðstafana eftir að málið kom upp og meðal annars óskað eftir upplýsingum frá Sævari Þór Jónssyni, lögmanni konunnar. Fleiri konur hafa sett sig í samband við hann undanfarna daga og er hann með eitt til tvö dæmi um sambærileg mál. Krabbameinsfélagið hefur jafnframt óskað eftir að Embætti landlæknis taki þau mál til skoðunar. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli Í tilkynningunni segir að með reglubundinni skimun sé hægt að koma í veg leghálskrabbamein í 90 prósent tilvika. Skimunin nái þó aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á krabbameini, stundum þróist það á skömmum tíma eða að greining sýnis úr skimun sé röng. „Greining frumubreytinga í leghálsi er flókið ferli og það er ekki alltaf einfalt að sjá hvort frumubreytingar séu eðlilegar eða óeðlilegar,“ segir í tilkynningunni. Þó er tekið fram að í tilfelli konunnar sem fór í skimun árið 2018 hafi frumubreytingarnar átt að vera greinanlegar. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018 en í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Æxlið sem greindist var sjö sentimetrar. Ný tækni hefur þó verið tekin í notkun á leitarstöðinni sem er sögð minnka hættuna á samskonar mistökum. „Árið 2019 var tekin í notkun ný tölvustýrð smásjá á frumurannsóknarstofunni þar sem gervigreind forskimar öll sýni og dregur fram þá hluta sýnanna sem ástæða er til að skoða betur. Tilkoma tækisins dregur enn frekar úr hættu á mannlegum mistökum.“ Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 3. september 2020 09:01 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Starfsmaðurinn sem skoðaði sýni konunnar sem greindist með ólæknandi leghálskrabbamein í ár lét af störfum hjá leitarstöð Krabbameinsfélagsins í febrúar á þessu ári. Um 2,5% þeirra sýna sem starfsmaðurinn skoðaði hafa verið metin á þann hátt að ástæða sé til að boða viðkomandi konur í frekari skoðun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu nú síðdegis. Þar kemur fram að starfsmaðurinn sem um ræðir hafði verið í veikindaleyfi um nokkurt skeið, en þó sé ekki hægt að fullyrða að heilsubresturinn hafi stuðlað að þeim mistökum sem voru gerð. Starfsmanninum hefur verið boðin áfallahjálp. „Strax og málið kom upp, í lok júní síðastliðnum, fór í gang víðtæk endurskoðun á þeim sýnum sem viðkomandi starfsmaður frumurannsóknarstofu Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafði rannsakað. Kom þá í ljós að fleiri sýni, sem hann hafði rannsakað á árinu 2018, voru talin gefa ástæðu til frekari skoðunar,“ segir í tilkynningunni. Ekkert tilvik sé þó jafn alvarlegt og það sem greint var frá í kvöldfréttum Stöðvar 2 um helgina. Þá hefur Krabbameinsfélagið gripið til frekari ráðstafana eftir að málið kom upp og meðal annars óskað eftir upplýsingum frá Sævari Þór Jónssyni, lögmanni konunnar. Fleiri konur hafa sett sig í samband við hann undanfarna daga og er hann með eitt til tvö dæmi um sambærileg mál. Krabbameinsfélagið hefur jafnframt óskað eftir að Embætti landlæknis taki þau mál til skoðunar. Skimun nær aldrei að greina öll tilfelli Í tilkynningunni segir að með reglubundinni skimun sé hægt að koma í veg leghálskrabbamein í 90 prósent tilvika. Skimunin nái þó aldrei að greina öll tilfelli þar sem hætta er á krabbameini, stundum þróist það á skömmum tíma eða að greining sýnis úr skimun sé röng. „Greining frumubreytinga í leghálsi er flókið ferli og það er ekki alltaf einfalt að sjá hvort frumubreytingar séu eðlilegar eða óeðlilegar,“ segir í tilkynningunni. Þó er tekið fram að í tilfelli konunnar sem fór í skimun árið 2018 hafi frumubreytingarnar átt að vera greinanlegar. Engar frumubreytingar greindust hjá konunni við reglubundna leghálsskoðun hjá kvensjúkdómalækni árið 2018 en í ár veiktist hún alvarlega og fór í aðra leghálsskoðun í vor. Æxlið sem greindist var sjö sentimetrar. Ný tækni hefur þó verið tekin í notkun á leitarstöðinni sem er sögð minnka hættuna á samskonar mistökum. „Árið 2019 var tekin í notkun ný tölvustýrð smásjá á frumurannsóknarstofunni þar sem gervigreind forskimar öll sýni og dregur fram þá hluta sýnanna sem ástæða er til að skoða betur. Tilkoma tækisins dregur enn frekar úr hættu á mannlegum mistökum.“
Heilbrigðismál Mistök við greiningu hjá Krabbameinsfélaginu Tengdar fréttir Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21 Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 3. september 2020 09:01 Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Fyrirspurnum rignir inn frá áhyggjufullum konum og aðstandendum Lögmaður konu sem ætlar í skaðabótamál við Krabbameinsfélagið vegna mistaka við sýnatöku segist hafa fengið fjölda fyrirspurna frá öðrum konum eða aðstandendum þeirra sem vilja athuga rétt sinn vegna mögulegra mistaka. 3. september 2020 12:21
Þurfti að greinast með krabbamein í vinstra brjósti til að fá greiningu á meininu í því hægra Kona sem greindist með krabbamein í báðum brjóstum í vor segir að ýmislegt megi betur fara í greiningarferli Krabbameinsféags Íslands og Brjóstamiðstöðvar Landspítala. 3. september 2020 09:01
Krefjast skýrari svara eftir andlát Reynheiðar Móðir og eiginmaður 35 ára konu sem lést úr leghálskrabbameini um miðjan ágúst vilja sjá breytta verkferla hjá Krabbameinsfélaginu. 2. september 2020 18:31