Sundþyrstir Hvergerðingar þurfa að leita annað en í Laugaskarð í vetur Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2020 13:42 Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Aldís Hafsteinsdóttir er bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. Sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði verður lokað fyrsta dag októbermánaðar og mun ekki opna á ný fyrr en í apríl á næsta ári. Til stendur að gera upp búningsklefa laugarinnar í vetur og segir bæjarstjórinn að Hvergerðingar muni því líklega þurfa að leita annað í vetur til að komast í sund. Sunnlenska sagði frá því í dag að til standi að loka lauginni vegna framkvæmda. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Vísi að til standi að ráðast í algerar endurbætur á búningsklefum laugarinnar. „Við erum búin taka í gegn efri hæðina og nú er komið að búningsklefunum. Þetta er náttúrulega fimmtíu ára gamalt hús og löngu, löngu tímabært að fara í endurbætur á því,“ segir Aldís og bætir við að áætlaður framkvæmdatími sé til 1. apríl á næsta ári. Þurfa að þreyja þorrann Aldís segir bæjarbúa vita að nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Það er ekki hægt annað. Og þegar á að taka í gegn búningsklefa í sundlaug þá þarf að loka. Því miður. En ég held að það hlakki öllum til að sjá endurbæturnar.“ Aðspurð um hvað sundþyrstir Hvergerðingar skuli gera á meðan á framkvæmdum standi segir Aldís að þeir verði bara að þreyja þorrann. „Sundlaugin var náttúrulega lokuð í einhverjar vikur út af Kófinu svo fólk er kannski vant þessu. Þetta er náttúrulega ekki gott. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að fólk gæti farið í sund á Heilsustofnuninni, en hún er auðvitað lokuð út af Kófinu. Svo er þriðja laugin í bænum, á Hótel Örk, en hún er ekki opin almenningi. Fólk verður því bara að skutlast á Selfoss eða Þorlákshöfn og láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga þegar þetta er búið.“ Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts. Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
Sundlauginni í Laugaskarði í Hveragerði verður lokað fyrsta dag októbermánaðar og mun ekki opna á ný fyrr en í apríl á næsta ári. Til stendur að gera upp búningsklefa laugarinnar í vetur og segir bæjarstjórinn að Hvergerðingar muni því líklega þurfa að leita annað í vetur til að komast í sund. Sunnlenska sagði frá því í dag að til standi að loka lauginni vegna framkvæmda. Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri segir í samtali við Vísi að til standi að ráðast í algerar endurbætur á búningsklefum laugarinnar. „Við erum búin taka í gegn efri hæðina og nú er komið að búningsklefunum. Þetta er náttúrulega fimmtíu ára gamalt hús og löngu, löngu tímabært að fara í endurbætur á því,“ segir Aldís og bætir við að áætlaður framkvæmdatími sé til 1. apríl á næsta ári. Þurfa að þreyja þorrann Aldís segir bæjarbúa vita að nauðsynlegt sé að ráðast í framkvæmdirnar. „Það er ekki hægt annað. Og þegar á að taka í gegn búningsklefa í sundlaug þá þarf að loka. Því miður. En ég held að það hlakki öllum til að sjá endurbæturnar.“ Aðspurð um hvað sundþyrstir Hvergerðingar skuli gera á meðan á framkvæmdum standi segir Aldís að þeir verði bara að þreyja þorrann. „Sundlaugin var náttúrulega lokuð í einhverjar vikur út af Kófinu svo fólk er kannski vant þessu. Þetta er náttúrulega ekki gott. Ég vildi óska þess að ég gæti sagt að fólk gæti farið í sund á Heilsustofnuninni, en hún er auðvitað lokuð út af Kófinu. Svo er þriðja laugin í bænum, á Hótel Örk, en hún er ekki opin almenningi. Fólk verður því bara að skutlast á Selfoss eða Þorlákshöfn og láta sig dreyma um betri tíð og blóm í haga þegar þetta er búið.“ Sundlaugin í Laugaskarði í Hveragerði var opnuð árið 1938, en húsið byggt 1963 eftir teikningu Gísla Halldórssonar arkitekts.
Hveragerði Sundlaugar Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira