Starfsfólk og bekkjarfélagar í sóttkví eftir að nemandi í 7. bekk smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. september 2020 14:07 Smitið kom upp í Vallaskóla á Selfossi. Vísir/vilhelm Nemandi í 7. bekk í Vallaskóla á Selfossi greindist í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vallaskóla en Sunnlenska.is greindi einnig frá málinu í dag. Samnemendur barnsins, umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi fara í sóttkví vegna smitsins. Í tilkynningu skólans segir að nemandinn hafi ekki mætt í skólann á mánudag og þriðjudag í þessari viku en svo mætt í fyrsta tíma á miðvikudaginn. Hann hafi fljótlega verið sendur heim vegna flensueinkenna. Þar áður hafði nemandinn síðast verið í skólanum föstudaginn 28. ágúst en ekki fengið einkenni fyrr en um helgina. Nemandinn var einungis í samneyti við nokkra bekkjarfélaga í bekkjarstofu umræddan miðvikudagsmorgun, ásamt umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa. Nemendur í viðkomandi bekk, umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi fara því í sóttkví frá og með deginum í gær, 3. september. Aðrir þurfa ekki að sæta sóttkví sem stendur. Haft var samband við alla hlutaðeigandi í morgun, að því er segir í tilkynningu skólans. „Málið er erfitt fyrir alla þá sem því tengjast og biðjum við alla í samfélagi skólans að halda ró sinni, sýna samstöðu og hluttekningu. Við erum öll í þessu saman,“ segir jafnframt í tilkynningu. Kórónuveirusmit hafa víða komið upp í skólum á landinu í þessari seinni bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Nú síðast var greint frá því að þrír starfsmenn Fossvogsskóla hafi verið settir í úrvinnslusóttkví og skimun eftir að starfsmaður í eldhúsi greindist með kórónuveirusmit. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira
Nemandi í 7. bekk í Vallaskóla á Selfossi greindist í gær með Covid-19, sjúkdóminn sem kórónuveiran veldur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vallaskóla en Sunnlenska.is greindi einnig frá málinu í dag. Samnemendur barnsins, umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi fara í sóttkví vegna smitsins. Í tilkynningu skólans segir að nemandinn hafi ekki mætt í skólann á mánudag og þriðjudag í þessari viku en svo mætt í fyrsta tíma á miðvikudaginn. Hann hafi fljótlega verið sendur heim vegna flensueinkenna. Þar áður hafði nemandinn síðast verið í skólanum föstudaginn 28. ágúst en ekki fengið einkenni fyrr en um helgina. Nemandinn var einungis í samneyti við nokkra bekkjarfélaga í bekkjarstofu umræddan miðvikudagsmorgun, ásamt umsjónarkennara og stuðningsfulltrúa. Nemendur í viðkomandi bekk, umsjónarkennari og stuðningsfulltrúi fara því í sóttkví frá og með deginum í gær, 3. september. Aðrir þurfa ekki að sæta sóttkví sem stendur. Haft var samband við alla hlutaðeigandi í morgun, að því er segir í tilkynningu skólans. „Málið er erfitt fyrir alla þá sem því tengjast og biðjum við alla í samfélagi skólans að halda ró sinni, sýna samstöðu og hluttekningu. Við erum öll í þessu saman,“ segir jafnframt í tilkynningu. Kórónuveirusmit hafa víða komið upp í skólum á landinu í þessari seinni bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Nú síðast var greint frá því að þrír starfsmenn Fossvogsskóla hafi verið settir í úrvinnslusóttkví og skimun eftir að starfsmaður í eldhúsi greindist með kórónuveirusmit.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Skóla - og menntamál Mest lesið Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Fleiri fréttir Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Sjá meira