Hvetur til uppbyggingar á hagkvæmu húsnæði samhliða hlutdeildarlánum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. september 2020 19:00 Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. Nýsamþykkt lög um hlutdeildarlán gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Kaupandi leggur þannig út 5% við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75% og ríkið lánar svo 20-30% í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Fasteignin þarf að vera nýbygging eða húsnæði sem hefur verið skilgreint sem hagkvæmt húsnæði. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra óttast ekki að úrræðið muni fela í sér hækkun á fasteignaverði. „Við lögðum upp með það að við myndum tryggja aukið framboð á húsnæði samhliða þessu úrræði þannig að það hefði ekki í för með sér hækkun á húsnæðisverði eins og mörg úrræði hafa gert gegnum tíðina. Hins vegar er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði og þessi aðgerð á að virka vel inní það,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að á ári hverju verði veitt um 400 hlutdeildarlán. Ásmundur telur að það verði ekki vöntun á húsnæði. „Það er húsnæði í byggingu nú þegar það er t.d. í byggingu í Gufunesi en við erum líka að koma með ákall til byggingariðaðarins, verktaka og sveitarfélaga um að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir hann. Ásmundur segir að von sé að nýrri vefsíðu þar sem lánin eru útskýrð en lögin varðandi þau taka gildi 1 nóvember. „Við ætlum að aðstoða það fólk sem fær ekki aðstoð frá eldri kynslóðum til að koma sér upp sínu eigin húsnæði,“ segir hann að lokum. Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Félagsmálaráðherra telur að framboð á nýju húsnæði aukist samhliða aukningu á hlutdeildarlánum ríkisins. Lánin muni því ekki valda hækkun á fasteignamarkaði. Nýsamþykkt lög um hlutdeildarlán gilda um fyrstu kaup einstaklinga eða fjölskyldna sem uppfylla ákveðið tekjuviðmið. Kaupandi leggur þannig út 5% við kaup á nýrri fasteign, lánastofnun allt að 75% og ríkið lánar svo 20-30% í hlutdeildarlán. Það lán ber ekki vexti og er almennt ekki greitt til baka fyrr en við sölu fasteignarinnar og er þá greitt hlutfall af söluverði fasteignar. Fasteignin þarf að vera nýbygging eða húsnæði sem hefur verið skilgreint sem hagkvæmt húsnæði. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra óttast ekki að úrræðið muni fela í sér hækkun á fasteignaverði. „Við lögðum upp með það að við myndum tryggja aukið framboð á húsnæði samhliða þessu úrræði þannig að það hefði ekki í för með sér hækkun á húsnæðisverði eins og mörg úrræði hafa gert gegnum tíðina. Hins vegar er að draga úr umsvifum á fasteignamarkaði og þessi aðgerð á að virka vel inní það,“ segir Ásmundur. Gert er ráð fyrir að á ári hverju verði veitt um 400 hlutdeildarlán. Ásmundur telur að það verði ekki vöntun á húsnæði. „Það er húsnæði í byggingu nú þegar það er t.d. í byggingu í Gufunesi en við erum líka að koma með ákall til byggingariðaðarins, verktaka og sveitarfélaga um að byggja hagkvæmt húsnæði,“ segir hann. Ásmundur segir að von sé að nýrri vefsíðu þar sem lánin eru útskýrð en lögin varðandi þau taka gildi 1 nóvember. „Við ætlum að aðstoða það fólk sem fær ekki aðstoð frá eldri kynslóðum til að koma sér upp sínu eigin húsnæði,“ segir hann að lokum.
Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Félagsmál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51 Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Hlutdeildarlánin samþykkt á Alþingi Frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um hlutdeildarlán við fyrstu kaup var samþykkt í kvöld. 3. september 2020 22:51
Byltingarkennd lausn Alþingi hefur samþykkt frumvarp um hlutdeildarlán, þau eru byltingarkennd lausn á húsnæðismarkaði og kemur til móts við ungt fólk og tekjulága. Markmiðið með lögunum er að auðvelda þessum hópi að eignast sína fyrstu íbúð. 4. september 2020 14:00